30.1.04

...Og það er svona nett twilight zone...

...hérna í vinnunni...

...Herra Torfason byrjaður að ganga með einhverja eitís-frystihúsa-derhúfu og Herra Jökulsson nýklipptur og vel til hafður...

...hvað er að gerast? Hvað sem það er þá fíla ég það...
Stay black - Salinto!
...Og ég held sveimérþá...

...að ég vitni bara í þann góða mann Nick Cave í dag..."It´s a good good day today..."

...þessi dagur er búinn að vera aldeilis glimrandi...byrjaði á því að skutla móðir minni í vinnuna og taka bílinn og smellti mér á hlaupabrettið í Veggsport og ég var unstoppable...hljóp góða 7 kílómetra á ofsahraða og vildi sko aldeilis ekki hætta...hefði getað hlaupið í allan dag en ég var að verða of sein þannig að ég þurfti því miður að hætta...ooooo...

...eeen næst tók við kaffihúsahittingur með leiklistarliðinu...sem var þó stuttur því vinnu mína þurfti ég að mæta í...

...í vinnuna tóku rósir og sameining við mér opnum örmum og núna er maður sko að vinna hjá alvöru stórfyrirtæki...Norðuljós og Frétt...Forðurtós....ójá...

...í hádeginu skaust ég á fund með fulltrúum Samfylkingunnar og þar var skeggrætt um ástand menningarmála í þjóðfélaginu...ójá ójá...lofar mjög góðu...þau tóku niður okkar mál og ætla að rannsaka það aðeins betur...setja það fram í þinginu og pressa á Þorgerði Katrínu að gera eitthvað fyrir okkur vesalingana...

...svo bara er ég með blóm á borðinu mínu og lífið brosir við mér...hvað vantar mann meira en hamingju og ást í hjarta sínu? Ja ekki mikið held ég...

...svo skemmir ekki að manni var boðið í bjór í gær...
Stay black - Salinto!

29.1.04

...Og mér finnst svo magnað...

...þegar fólk er að kveðja mann að þá segir maður alltaf "Ertu farinn?"...við hvaða svari býst maður eiginlega? "Neeei...fyrst þú spurðir þá er ég að hugsa um að vera lengur...."

...mannfólkið er skrýtið...
Stay black - Salinto!
...Og af hverju getur ekki einhver...

...komið heim til mín í kvöld með fullt af blómum og sungið Groovy Kind of Love fyrir mig...oooo...það er svo erfitt að vera einmana piparjónka á dögum sem þessum....
Stay black - Salinto!
...Og karókíæfingin í gærkvöldi...

...var aldeilis mögnuð...mögnuð segi ég!

...byrjaði á því að sökka hræðilega í mínum útgáfum af Locomotion, Can´t get you out of my head og Overprotected...hélt á tímabili að ég ætlaði bara að draga mig úr keppni sveimérþá...þó mér finnist gaman að gera mig að fífli þá var þetta aðeins of mikið af því góða...

...eeeen viti menn...allt í einu stukku raddböndin upp og skinu í gegnum tárin og þá tók ég meistaralega vel lögin Lucy in the sky with diamonds, Boys don´t cry og My Sharona...og nú er bara spurning hvaða lag ég á að taka...ég tók þau svo rosalega vel og æðislega að ég bara veit ekki hvert ég á að fara...hallast samt mest að My Sharona þar sem það er náttlega mesta stuðlag í heimi...en Lucy var líka helvíti flott...og svona minna áberandi stuðlag...ó well...ég er náttlega svo frábær og lifandi dæmi um útgeislun að það skiptir svo sem ekki máli hvað ég tek...

...eeen sama hvað ég vel þá hef ég fæturnar á jörðinni og læt hógværðina stýra mér á sigurbraut...
Stay black - Salinto!

28.1.04

...Og í kvöld er víst stefnt á rokna...

...karókí æfingu og læti...úff...á Shooters í Kópavogi...þá reiðir á að standa sig maður...úff...fréttir herma að það séu glæsileg verðlaun í boði...jafnvel eitthvað tengt utanlandsferð....eeen ég stefni nú ekki hátt þar sem ég hef einstaklega lélega og ómstríða söngrödd sem á það frekar til í að kvelja fólk en gleðja...en samt tek ég þátt...jú...vegna þess að ég nýt þess að gera mig að fífli og nota hvert tækifæri til að minna fólk á hvað ég sé mikill spastískur hálfviti...don´t say I don´t have goals...

...eeen núna stendur valið á milli þess að taka Locomotion eða I can´t get you out of my head...bæði í flutningi hinnar stórglæsilegu Kylie Minouge auðvitað...what to do...what to do...Locomotion er náttlega svona hresst partílag en hitt svona frekar seiðandi...og ég er bara ekkert sérstaklega seiðandi manneskja...eða ég held allavega ekki...meika allavega ekki að fara að seiða vinnufélagana upp úr skónum...sem brýtur reyndar í bága við fyrr sett markmið mitt að gera mig að fífli hvenær sem ég get...

...þannig að ætli maður láti ekki grýta og púa sig niður með I can´t get you out of my head...hver veit nema fólk verði svo hrætt við mig að það þori ekki annað en að láta mig vinna...don´t say I don´t have goals...
Stay black - Salinto!
...Og það er búið að vera svo ótrúlega...

...gaman í vinnunni þessa dagana...fyrir utan visst bréf frá vissum hrokagikki (sem mér fannst einu sinni vera töffari)...eeeen maður lætur það ekki á sig fá...en við bara hættum ekki að hlægja þessa dagana ég og Íris...okkur finnst allt fyndið og finnum sjarmöra í hverju horni...jiddúddamía...nú heldur maður bara varla vatni yfir vinnufélögunum lengur...hrikalegt ástand sem verður að breytast...maður verður að komast yfir svona þráhyggjur...tja...eða komast undir fórnarlömbin...
Stay black- Salinto!
...Og ég og Íris...

...ætlum sko að borða á okkur gat í hádeginu maður...úfff...gellan ætlar að lána mér á hlaðborð á Pizza Hut...

...ekki búast við okkur aftur í vikunni...maður þarf sko langan blund ef svona ofurhádegi...
Stay black - Salinto!

27.1.04

...Og lag vikunnar er tvímælalaust...

...Groovy Kind of Love í flutningi meistara Phil Collins...maður á nú samt ekkert að hlusta á svona tónlist í þessu ástandi...
Stay black - Salinto!

26.1.04

...Og nau nau nau...

...Jón Ásgeir var að labba inn í hús...maaagnað...fæ svona stórjöfra-fiðring í magann...
Stay black - Salinto!
...Og ég skil ekki alveg þörf fólks...

...fyrir að tala við mann í líkamsrækt...þegar maður er allsnakinn og nýkominn úr sturtu...hvað er það?! Finnst fólki virkilegt þægilegt að horfa á viðmælanda sinn sem er alveg stark butt naked?! Tja...mér finnst það ekki...sérstaklega ekki þegar það er ókunnugt fólk og getur bara talað um eitthvað svona petty chit chat...eins og "Þvílíkt veður í dag..." eða "Þessi landbúnaðarráðherra er nú alveg met..."

...ég vil þá vinsamlegast biðja fólk sem er að æfa með mér í Veggsport að hætta að tala við mig í búningsklefanum...ég hef ekki áhuga á því og ég er ekki lesbía! Takk fyrir mig og góða nótt!
Stay black - Salinto!
...Og ég datt svo hrikalega...

...í það um helgina...vá mamma mía...langt síðan maður hefur verið svona fuddlur...en það var ógeðslega gaman hjá okkur þannig að það var í góðu lagi...þambaði White Russian og gin í fanta eins og mér væri borgað fyrir það...

...verður lífið eitthvað betra?
Stay black - Salinto!
...Og loksins loksins loksins...

...náðum við Gunni og Eva að ljúka trílógíunni og fórum að sjá LOTR: The Return of the King í lúxussalnum í Smárabíói...

...aaaa hvað er gott að þetta sé búið...mmm...olli mér sko ekki vonbrigðum þessi mynd...alveg að gera sig...eina sem spillti kannski var að ég var heeeeavy þreytt og byrjaði á því að dotta aðeins...svo tók ég mér tak...skellti ostasósu í augun á mér og sló mig aðeins utan undir og þá vorum við að tala saman...

...og ég held ég sé ástafangin af Viggo Mortensen...mmmm...come to mama!
Stay black - Salinto!