4.10.03

...Oooog minn kæri vinur...

...Fannar er nú farinn af landi brott....og ekki laust við að nokkur tár renni niður vanga manns þegar maður gerir sér grein fyrir að ekki er lengur hægt að grípa í símann og hringja í Fannar sinn án þess að borga milljón og eina krónu fyrir...eeen hann er hverrar krónu virði svo sem og þó hann sé staddur í öðru landi þá hindrar það mann nú ekki...sérstaklega ekki ef maður er nú aðeins hífaður ehehe...

...eeen það er leiðinlegt að geta bara ekki farið með stráknum...eeen jæja...maður verður nú eiginlega að koma fjármálunum í lag og heimsækja strákinn þegar hann er búnað koma sér fyrir og svona...en gott er að hann er að fara að uppfylla drauminn sinn og honum á eflaust eftir að ganga allt í haginn enda alltaf ligeglad og hress...

...sendum Fannar kveðjur um gott gengi hugleiðis...
Stay black - Salinto!
...Og ef þið lítið á blaðsíðu...

...41 í Fréttablaðinu í dag þá getið þið litið á ein fallegustu augun hérna megin við Nýja Sjáland...
Stay black - Salinto!
...Og mig langar soldið að vita...

...hver er í vinnunni á hádegi á laugardegi...var nebblega að fá hit áðan frá skyrr.is...magnaður andskoti...hver sem þú ert...FARÐU HEIM!!
Stay black - Salinto!
...Og lífið kemur mér sífellt...

...skemmtilega á óvart...

...ótrúlegt en satt þá skemmti ég mér vel í gær...ekki bjóst ég nú við því...það sem átti að vera kortersheimsókn á sorglegt djamm á gömlum vinnustað fór upp í næstum 6 tíma-heimsókn á sorglegt djamm á gömlum vinnustað...gaman að því...

...svona upptalningar á atburðum á svona djammi eru ekkert voða skemmtilegar þannig að ég sleppi þeim...svo sem dró ekkert til tíðinda...þær 2 manneskjur sem ég kom til að hitta komu annað hvort ekki eða fóru strax...já þig vitið hver þið eruð...eheheh...en það var í fínasta lagi...ég skemmti mér samt vel...

...eeeen djöfull er Players skítugur staður...ojbarasta...djöfulsins pakk sem hengur þarna jiddúddamía...en ég náði allavega að sýna strákunum í verki að ég dreg bara að mér svona sjúskaða fyddleríiskaddla sem geta varla talað fyrir áfengisneyslu og eina sem þeir meika að segja við mig er „Þú ert svoooo fagggleg" eða "Viltu koma að dansa?" eða þessi klassíska "Varst þú ekki kosin sætasta stelpan þarna í Séð og Heyrt um daginn"...og viti menn...ég fékk allar þessar línur í gær og oftar en einu sinni og oftar en tvisvar...þessi seinasta er uppáhaldið mitt því sannar bara að þeir eru svo fuddlir að þeir sjá ekki rétt...eeeeen já...og svo er meðalaldurinn á þessum sjúskuðu nalla-köddlum svona 35-45...magnaður andskoti...eins og ég sagði við fyrrum samstarfsfélaga minn í gær þá hlýt ég að senda frá mér eitthvað svona lúserahljóð...tja eða lykt...
Stay black - Salinto!

2.10.03

...Og í dag byrjaði ég glæstan feril minn...

...sem fyrirsæta...ojájá...ekkert minna...og augnafyrirsæta...það eru sko ekki allir sem ná að höndla þá frægð skal ég segja ykkur en ég reyni...

...fylgist með á síðum Fréttablaðsins næstu daga...viss augnhár munu verða brettuð á öldum ljósvakans...
Stay black - Salinto!
...Oooooog...

...var ég búnað minnast á hvað mér finnst gaman í vinnunni minni? Ég held barasta ekki...ooooo...það er svo gaman...

...eeen það er svona þegar ein hurð opnast þá opnast nokkrar í viðbót og gera manni lífið soldið erfitt...

...fer í vinnuviðtal á morgun fyrir aðra mjög spennandi vinnu og það verður erfitt að velja...ef ske kynni að ég myndi fá hina vinnuna...oooog ég held barasta að þó ég fengi lof um hærri laun þá myndi ég ekki skipta...en ég veit ekki...oooo...

...það gengur allt upp þessa dagana og maður verður eiginlega að bara að fara að kaupa sér kaddl...fyrst maður er nú farinn að fá reglulega útborgað og svona...sveimérþá...spurning hvað þeir kosti...hmmm...ég ætti kannski að setja inn smáauglýsingu...„Óska eftir reyklausum, lágvöxnum, grönnum manni til að elda og þrífa hjá mér. Má ekki drekka kaffi, verður að vera ólofaður, má ekki eiga nein börn, má helst ekki eiga bíl og ekki drekka. Hjálpa myndi ef hann klæddi sig aldrei snyrtilega og væri svolítið úfin svona endrum og sinnum. Svar sendist Fréttablaðinu merkt "Mín týpa" ."
Stay black - Salinto!

30.9.03

...Og enn er verið að bjóða mér...

...í staffadjamm...en ekki í vinnunni minni...ooo neeeei svo heppin er ég ekki...heldur hjá gömlum vinnustað...

...oooog enn hugleiðir maður nú ekki hvort það sé svoldið sorglegt að mæta...

...oooog pælir í því hvort eigi að láta freista sín með flæðandi áfengi eða vera á bíl...

...oooog pæla hvort maður eigi nú ekki bara að láta hér við sitja og halda áfram...á nýjum stað eins og ljóðskáldið sagði...

...öll álit vel þegin...

...
Stay black - Salinto!
...Og í dag fékk ég nú bara hrós...

...frá landsþekktri manneskju...það er svona að vera að vinna með mini-celebum...ég var svona að spá hvort ég ætti að birta nafn þessa einstaklings og ég er bara að hugsa um að gera það þar sem ég hef aldrei fengið hrós frá neinum sem fleiri en svona 3 manneskjur þekkja...og ég bara varð að monta mig því ég fæ líka ekkert obboslega oft hrós...og þá næstum aldrei um útlit mitt eða fas...

...ooooog já...þessi manneskja hrósaði mér fyrir afar fallegt pils sem ég skartaði í morgun....þá er bara komin pressa á mig að vera alltaf í fallegum fötum...úffff...ég held ég ráði nú varla við það en ég reyni eftir bestu getu til að þóknast manneskjunni...aldrei að vita nema hún kannski semji um mig lag...„Stelpan í afgreiðslunni í fallega pilsinu" gæti það heitið...

...góðir gestir...manneskja þessi er Biggi í Maus...(ég hefði átt að gera aðeins meira úr þessu bloggi...þá ætti ég akkúrat ekkert líf ;)
Stay black - Salinto!

29.9.03

...Og ég varð ekkert smá upp með mér...

...áðan þegar ég signaði mig inná Yahooið mitt og sá að ég hafði fengið 22 bréf aðeins í dag...22 jahá...og ekkert af þessum bréfum var spamm...ooo neee...bara endalausar bréfaskriftir fram og til baka frá gömlum vinnufélögum frá Skýrr og ég var svo heppin að vera í cc...veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta...hlægja því ex-vinnufélagarnir eru svooo sniðugir...og gráta því það tekur mig góðan klukkutíma að fara í gegnum þessi bréf í réttri röð á þessari hægari en allt tölvu...en takk fyrir mig krakkar...gaman að þessu...
Stay black - Salinto!

28.9.03

...Og lag þetta gerir mig óða...

...ég bara botna ekkert í því sko...alltaf þegar ég heyri þetta lag þá langar mig að gera óguðlega hluti...bara með næsta manni sem ég sé næstum því...ó jiddúddamía...ég bíð ekki í það ef ég heyri þetta á skemmtistöðum borgarinnar...æj æj æj...
Stay black - Salinto!
...Og...

...er þessi maður getnaðarlegri en allt eða er ég kannski búnað vera single alltof lengi?!
Stay black - Salinto!
...Og ég kíkti áðan uppá Fréttablað...

...í smá svona starfskynningu í 2 tíma áður en vikan byrjar og maður stimplar sig inn heila 8 tíma á dag...já já já...þetta leggst bara hrikalega vel í mig...fæ að vera með headset og svara í símann sem mér finnst bara töff...já...spurning hvort maður setji ekki bara heimsmet í því...

...eeeen ég tók niður einhverjar 3 smáauglýsingar sem birtast í blaðinu á morgun...oooo hvað ég er stolt...maður verður barasta að klippa þær út ehehe...klippa bara út allar smáauglýsingar sem ég tek niður...hvernig væri það hó hó hó...jááá nei engan sjúkleika í þessari vinnu takk...

...eeen fólkið er fínt og ég fæ að vera í mínum eigin fötum...þá er ég ánægð...gleðilega vinnuviku!
Stay black - Salinto!