30.4.05

...Og í dag...

...fór ég í fyrsta áheyrnarprófið mitt...til að komast í skólann The Royal Scottish Academy of Music and Drama...snilld...

...mér fannst mér ganga mjög vel og var mjög sátt við hvernig ég gerði allt...gerði mitt besta...meira get ég ekki...mér leið ekkert smá vel þegar ég kom út úr prófinu...ég lagði það alveg til hliðar...var ekkert að velta mér upp úr þessu...fór í Kolaportið og síðan í síðdegisöllara með Siggu Völu V og co á Vegamótum...

...nú tekur biðin við en næsta próf er 7. maí út í Danmörku í Gitis Scandinavia og 22. maí fer ég í próf hér í Reykjavík fyrir Academy of Live and Recorded Arts sem er í London...

...fannst svolítið gaman að kennararnir úr skoska skólanum voru mjög impressed yfir hinum skólunum sem ég var að sækja um sem ég var nokkuð ánægð með...það staðfesti að þetta eru virktir skólar og svona...
Stay black - Salinto!

28.4.05

...Og ég og...

...Eva litla fórum á biómynd í gær sem ég kann ekki almennilega að útskýra...furðulegt þegar myndir gera mann orðlausan...

...við fórum á myndina The Woodsman á Iceland International Film Festival með Kevin Bacon, Cyru Sedwig og Benjamin Bratt...



...ég get eiginlega ekkert sagt nema að ég mæli með henni...ég vissi um hvað hún fjallaði en mér datt aldrei í hug að myndin myndi hafa svona djúpstæð áhrif á mig...mig langaði oft að öskra...tala við skjáinn og grátbiðja aðalpersónuna um að gera ekki það sem hún ætlaði eða langaði að gera...magnað...
Stay black - Salinto!

26.4.05



...Og út af því...


...að ég er veik í dag þá hef ég löglega afsökun fyrir því að vera hooked á scrabble á netinu...

...er það ekki?
Stay black - Salinto!
...Og...

...arg núna er tími til að öskra...

...ég lét loksins undan og downloadaði hinu yndislega væmna og ömurlega lagi I don´t wanna run away með Daniel Bedingfield...fuss...

...sorglega er að mér finnst þetta lag gjörsamlega æðislegt...
Stay black - Salinto!
...Og dagurinn í dag...

...byrjaði ekki beint vel...

...í gærkvöldi fékk ég smá í magann eftir mat sem ágerðist greinilega yfir nóttina og klukkan 7 í morgun hljóp ég inn á klósett og ældi...gaman að því...leið eins og soðinni ýsu og fékk mér smá appelsínusafa í von um að laga magann svo ég gæti farið í vinnuna...klukkutíma seinna kom appelsínusafinn til baka og þá ákvað ég að vera heima í dag...

...fyrri partur dags var ömurlegur...ég hafði ekki lyst á neinu og var mjög svo máttlaus og með höfuðverk og svoleiðis skemmtilegheit...núna er ég á bataleið og aldrei að vita nema maður kíki aðeins upp í vinnu seinni partinn þar sem Birta er í umbroti í dag og ég með stóra viðtalið...vil endilega fylgjast aðeins með því...

...ömurlegt að maður geti bara ekki setið heima og slappað af og verið veikur án þess að hafa áhyggjur af vinnunni...kannski er hún bara svona rosalega skemmtileg...
Stay black - Salinto!

24.4.05

...Og það er komin...

...ný könnun í dálkinn könnun...
Stay black - Salinto!
...Og ég horfði...

...á myndina Spellbound um helgina...þvílík bíóhelgi...byrjaði á henni á föstudag...sofnaði...og kláraði hana á laugardagsmorguninn...

...ég og ektamaðurinn ætluðum alltaf á hana á bandarískum indí bíódögum en það er magnað hvað maður er latur við að fara í bíó þegar maður fær ókeypis...

...en ég mæli með Spellbound...heimildarmynd um krakka í Bandaríkjunum sem taka þá í stafsetningarkeppni...ég var farin að halda með þeim öllum...en í þessari mynd kom fyrir frábær setning sem ég er að hugsa um að gera að einkunnarorðum mínum:

"If I had blood pressure it would have rocketed sky high."

Stay black - Salinto!