7.7.06

...Og er búin að vera...

...að hlusta á nýja DJ Margeir diskinn, Blue Lagoon Soundtrack, síðustu daga og hann er alveg frábær...kemur út í næstu viku og ég mæli hiklaust með honum...tekur flott lög eins og Calling You með Jevettu Steel úr myndinni Bagdad Café, Moss með Daníel Ágúst og Baltimore með Ninu Simone...geðveik blanda...er að fíla það...

...fékk nýja Johnny Cash diskinn í hendurnar í gær og það er annar góður diskur...sjiiit hann er magnaður...lítið meira um það hægt að segja...

...annars er ég búin að downloada svo mikið af tónlist upp á síðkastið eins og Neko Case, Death Cab for Cutie, Wolf Parade, Clap Your Hands Say Yeah, Spoon, The New Pornographers og The Decemberists þannig að maður er alltaf með eitthvað gott í eyrunum...

...sumarið er yndislegt...

...nema ættarmót um helgina...

...þarf að fara að læra...nenni því ekki...ég er löt...

...vonandi lifi ég helgina af...
Stay black - Salinto!

6.7.06

...Og eins og margir...

...landsmenn horfði ég á Rockstar Supernova í gær fram á nótt...enda eru augun ansi lítil í dag...

...hef nú aldrei haft sérstakt dálæti á honum Magna en mér fannst hann bara standa sig helvíti vel í gær strákurinn...sviðsframkoman var náttúrulega frekar hræðileg en sönglega séð náði hann mun betri árangri en margir þarna...

...það helltist yfir okkur þjóðernisstolt er hann mætti á svæðið og ég hélt að ég myndi deyja úr stressi með þeim Íbbu Pé, Svömpu og Freysa...mögnuð stemming...

...en um helgina er ég að fara á ættarmót á Hofsósi af öllum stöðum...þannig að ég missi af úrslitunum á föstudaginn...en það verður brunað í bæinn aftur á sunnudag og ég ætla rétt að vona að ég nái að sjá Ítali rústa Frökkum...

...annars er maður bara hress...ekkert stress...bless...
Stay black - Salinto!

3.7.06

...Og það er skemmtilegt...

...íslenskuþema sem einkennir vídjóspóluleigu okkar bógóanna þessa dagana...ég er að fíla það vel enda fattaði ég í gær hvað ég er búin að sjá skammarlega fáar íslenskar bíómyndir...

...byrjaði allt með BLOSSA - 810551 á miðvikudagskvöldið...það var nú meira grín en alvöru þar sem þetta er klárlega versta mynd sem gerð hefur verið í öllum heiminum...og þó víða væri leitað...fleygar setningar: "Þetta er bara spurning um prinsipp", "Þetta er bara spurning um að finna aðra plánetu og halda partíinu gangandi" og "Ég var ekki með sjálfum mér"...falleg notkun á frasanum "Þetta er bara spurningu um..." sem fékk aldeilis uppreisn æru í þessar mynd...

...mynd númer tvö var Little Trip to Heaven...það voru vægast sagt vonbrigði...flott lúkk og góðir leikarar en hryllilegt handrit...gerist nákvæmlega ekkert í þessari mynd...enginn kraftur...fíla hana ekki...

...já og íslensku maraþonið byrjaði vel og í gær var komið að þriðju myndinni...Veggfóður...það er fínasta mynd og skemmtilegir leikarar...við reyndar gátum ekki þagað yfir allri myndinni þannig að við þurfum væntanlega að horfa á hana aftur einhvern tímann...en Steinn Ármann sýnir stjörnutakta...fíla hann vel miðað við að ég þoli ekki manninn...og Balti er svoooo fallegur...ríða...búið...bless...
Stay black - Salinto!