13.12.02

Jæja...núna er maður farinn að fá skringileg look hérna á göngunum frá ólíklegasta fólki...greinilegt að gæðavottunin fer eins og eldur í sinu um húsið og allir vilja vera á topp 5...ætli okkur Siggu fari ekki að berast hinar ýmsu gjafir...bara svona til að gefa smá forskot þá finnst mér hvítt súkkulaði gott...elska nærföt og bara föt yfir höfuð...og haribo mix er besta hlaup sem ég fæ...og jú...mér finnst eitt það allra skemmtilegasta í heiminum að fá blóm....og ég þoli ekki stráka í kór og karlmenn sem geta ekki verið sjálfstæðir og væla bara ;)
Stay black
Djíses...talandi um að reyna að komast í jólafílíng...hvaða rugludalla vísindamenn eru að sanna með vísindalegum aðferðum að jólasveinninn sé ekki til!? Er ekki allt í lagi með fólk eða ????!!!! Þetta gerir mig svo reiða...dúdarnir eru búnir að leggja fram þær sannanir að ef hann þyrfti að bera út alla þessa pakka þá þyrfti hann að vera á x hraða og ef hann myndi ferðast á x hraða þá myndi hann brenna upp! Djöfulsins kjaftæði...allir vita að jólasveinninn er ekki mennskur og það eru töfrar sem fleyta honum um alla jörðina á sleðanum sínum...djöfulsins vitleysingar eru þessi kaddlar sem eru að reyna að vera eitthvað sniðugir...well...svona kaddlar eru ekkert sniðugir og þá ætti að gelda!
Stay black
jæja...helgin komin...og ekki stefnir í frí...sem er soldið skrýtið...fæ ekki einu sinni að sofa út...ekki fyrr en á sjálfan jóladag...það er ágætt að taka svona tarnir ef maður fær þá frí þegar þær eru búnar...og náttlega feitt mikið útborgað...ehehehe...ég samt kem mér ekki í jólaskap! Ég skil þetta ekki...ég eeeeelska jólin og er búnað hlusta á fullt af jólalögum og baka jólasmákökur og skreyta og gera fínt en allt kemur fyrir ekki...it´s not working...ple ple ple...ég er viss um að Eva bestavinkona og ég komumst ekki í jólaskap fyrr en á aðfangadag...þá förum við alltaf með pakkana...ætlum við ekki örugglega að gera það núna Eva?! Ha?! Ha?! Ehehehe...soldið fyndið að við einhvern veginn rétt náum alltaf í jólasteikina sama hvað við reiknum okkur mikinn tíma...í hittifyrra þá var ég að vinna svo lengi að við komum ekki heim fyrr en rétt fyrir sex á aðfangadagskveld...eheheh...og svo í fyrra var ég ekki að vinna þannig að við lögðum fyrr af stað og svona...en þá bræddi bíllinn minn úr sér og við vorum fastar einhver staðar á Nýbýlaveginum á sjálfan aðfangadag...en þá einmitt komst ég að því að enn er til gott fólk í heiminum...og líka mjög slæmt því það stoppaði bara einn til að hjálpa okkur þegar við vorum búnað standa í vegarkantinum heillengi! Fólk getur verið svo hjartahlýtt... sérstaklega svona um jólatímann...mar ætti nú að vita það...vinnandi í verslun og svona...fólk getur verið svo andstyggilegt og stressað og plain leiðinlegt...yuck! Fékk nóg af solleis fólki í gær og þetta var bara fyrsti dagurinn í jólatörninni! Baaaa...hvernig verður þetta eiginlega eftir tuttugasta...djíses...það verður eitthvað skrautlegt...en gaman samt og ég hlakka svo til...ég hlakka alltaf svoooo til...en það er langt og svo langt að bíða...og allir dagar svo lengi að líða....sumar það er satt...þá leið tíminn skelfing hratt....æjjji ég sleppi þessu bara...ég kemst bara ekki í helvítis jólafokkíngskap!!!! Burrrrrrrr....
Stay black

12.12.02

Jæja...gæðavottun okkar Siggu Völu er byrjuð að berast um á ljóshraða um allt fyrirtækið sveimérþá...meira að segja orðin kaffistofu umræða kaddlanna á morgnana...þeir eru örugglega að spá í hvernig þeir getað skorað flest stig greyin...þeir mega nú eiga það að þeir hafa verið duglegir að láta sjá sig í dag...en það er náttlega bara út af því að við erum með heljarinnar bísn af kökum og gotteríi..eins og ég vissi þá létu ekki margir sjá sig í gær enda engar kökur...reyndar komu Arnar og Bjarni Torfi í heimsókn þannig að þeir fá stóran plús og eru komnir í toppbaráttuna...en það er ennþá löng leið fyrir höndum og aldrei að vita hvernig lokalistinn mun líta út...spennó...
Stay black
Jæja...nú vil ég nota tækifærið og biðjast fyrirfram afsökunar á því að ég mun lítið sem ekkert hafa samband við vini mína þangað til á milli jóla og hins nýja árs sem gengur óðum í garð...í dag er fyrsti dagurinn í Kringlu brjálæðinu en þá fer ég beint héðan úr vinnunni og yfir í Soonrize í Kringlunni...og verð þar til tíu...þannig að næstu 12 dagar eru mjöööög skemmtilegir...vakna kl. 6.30...fara í Veggsport...mæta í vinnu kl. 07.45...koma heim um 22.30 og fara að sofa...jeyj! En ég svík samt ekki vini mína og því verður maraþonbakstur háður á sunnudaginn til heiðurs honum Pabba mínum...sem by the way er bara næstum því orðinn eins desperate og ég síðan hann kom heim frá The United Kingdom svei mér þá...en það er nú allt gott og blesssað....

...en tja...einn mini-celebinn enn er farinn að æfa í Veggsport...mini-celeb dagsins er Siggi Sveins handboltakappi...sko þessi í mjólkurauglýsingunni...ekki þarna litli ljóshærði titturinn....aðrir mini-celebar sem æfa þarna eru Valur í Buttercup...yuck!....einhver tónlistargaur sem ég veit ekki hver er...Konráð þarna handboltadúd...einhver gaur af FM...veit ekki hvað hann heitir...eitthvert rauðhært gimp...og svo örugglega einhverjir fleiri...ótrúlega há tala af mini-celebum miðað við þennan litla og krúttaralega stað...en maður þarf ekkert að hafa áhyggjur fyrr en bæði Írafár og Land og synir byrja að æfa þarna...until then I´m safe...

....og talandi um Land og syni...ég held að það sé einhver morgunstarfsmaður Popptíví að reyna að drepa mig hægt því það kemur núna á hverjum einasta morgni myndband með Landi og sonum með eitthvað óþolandi lag sem heitir Smile...djöfull er það leiðinlegt...og það versta er að maður fær það dauðanum meira á heilann...eða..tja...það versta er náttlega sjálft myndbandið! Meeen oooo meeen...það er hadló...sorglegt er að það virðist hafa kostað einhver monní sko...eitthvað voða þjóðlegt...Accent eitthvað í lopapeysu að moka flór á einhverjum sveitabæ og svo í endann fer hann í glímu...alveg off!!! But I will survive...ég læt ekki ofurvaldið drepa mig og held áfram að hlaupa...út í eilífðina....
Stay black

11.12.02

Djöfull er ég góð vinkona þessa dagana...í gær splæsti ég Coldplay miðum á Evu bestuvinkonu...en hún kemur einmitt heim daginn sem tónleikarnir eru...svo í dag splæsti ég lönsj á Orminn á Tex Mex...I live to give...
Stay black
Jæja...þá er maður aðeins farin að jafna sig eftir Cave-arann...samt ekki..ú ú....Óli Palli las úr bréfi sem ég sendi honum í Rokklandi í gær...snilld...hann er svo dædur...nammi namm...en anyways...fyrst að maður er aðeins farinn að ná áttum þá er víst réttast að halda útlistingu á gæðaúttekt okkar Siggu Völu...nú hef ég staðfestar heimildir að ýmsir eldri menn hér innan fyrirtækisins lesi þessa síðu þannig að þeir eru þá með visst forskot...anyways...ég tók við mútum í gær...ég er ekki stolt af því en þeim var troðið upp á mig...sá sem þetta gerði veit upp á sig sökina og vil ég bara segja eitt: Ég mun ekki borða þennan Tó*as! En jæja...það eru nokkur atriðið sem við Sigga ætlum að prófa og auðvitað eru allir með í byrjun...svo eftir ákveðið tímabil sem er óákveðið ennþá þá tökum við saman helstu punktana og gerum topp 5 lista...fyrsta þrautin er í dag...þetta er fyrsti dagurinn í langan tíma sem engar kökur eru á borðstólnum og verður forvitnilegt að sjá hvort kaddlarnir láta sig samt hafa það að koma og spjalla við okkur...ef þeir gera það þá eru þeir búnað vinna sér inn nokkur stig....en eftirfarandi atriði verða höfð í huga við dómgæslu...

...1. Litur á bíl
...2. Framkoma í garð kvenna
...3. Útlit, fas og glæsileiki
...4. Klæðaburður
...5. Húmor
...og síðast en ekki síst...
...6...þarf ég að segja meira?

Stay black

10.12.02

Þetta fann ég hér

Lilja, you're a Southern Sparkler

The bottom line is — you're a complete prize. Just like the South, you've got that fun, sweet, charming personality that immediately draws people to you. It appears that you embrace each moment fully and love to have a good time. You've got a gift for lightening up the mood with your silly sense of humor and with the unique levity with which you approach life.


Ó mæ god ó mæ god ó mæ god!! Aldrei í lífi mínu hef ég verið jafn ánægð og akkúrat í dag...váááá...þessir tónleikar voru fokkíng snilld og vel það...það eru engin orð...vúúússj...ég, keikó og palli vorum með þeim fyrstu 100 inn þannig að við fengum brillíant sæti...alveg við handriðið á annari hæð þannig að Cave-inn sneri að okkur allan tímann...og hann tók náttlega brillíant opnunarlag...reyndar þekkti ég það ekki fyrst því hann breytti því soldið mikið...en hann byrjaði á Mercy Seat...sem er náttúrulega snilld!!! En ég held samt sem áður að Henry Lee hafi átt þessa tónleika...það var meira en snilld...og West Country Girl og svo náttúrulega uppáhaldslagið mitt...The Ship Song...sem ég hélt reyndar að hann ætlaði að sleppa því hann tók það ekki fyrr en hann var klappaður upp...en vá...ég bara táraðist...vúússsj...keypti mér 3 geisladiska í safnið....og svona megatöffara Nick Cave bol...úhú...en ég keypti hérna From Her To Eternity, Henry´s Dream og The Good Son...diskarnir voru á svo góðu verði að ég gat bara ekki sleppt því....en aftur í hversdagsleikann...vááá...það eina sem gæti hugsanlega toppað þetta eru Pearl Jam...og ég efast stórlega að þeir komi nokkurn tímann til Íslands þannig að Cave stendur í Topp 1! Takk fyrir mig og góðan dag...
Stay black

9.12.02

I´m waiting for the night to come...

....úje...the day has finally come...tónleikar aldarinnar eru í kveld...reyndar ekki depeche mode...heldur NICK CAVE!!!! Baaaa...I can´t wait! Þetta verður svo mikil snilld...ég er búin að vera á leiðinni á tónleika með honum í svona 4 ár þannig að það er ólýsanleg tilfinning að vita það að í kveld ber ég manninn augum...úffff...get ekki beðið...og hérna er lagið sem ég er búin að vera að söngla yfir alla helgina...sooo beautiful...enjoy...

Come sail your ships around me
And burn your bridges down
We make a little history, baby
Every time you come around
Come loose your dogs upon me
And let your hair hang down
You are a little mystery to me
Every time you come around
We talk about it all night long
We define our moral ground
But when I crawl into your arms
Everything comes tumbling down
Come sail your ships around me
And burn your bridges down
We make a little history, baby
Every time you come around
Your face has fallen sad now
For you know the time is nigh
When I must remove your wings
And you, you must try to fly
Come sail your ships around me
And burn your bridges down
We make a little history, baby
Every time you come around
Come loose your dogs upon me
And let your hair hang down
You are a little mystery to me
Every time you come around


Jæja...helgin búin og hún var ágæt...en ég er ekki enn komin í jólaskap!! Buhuhu...fór meira að segja að vinna in the Kringla um helgina í jólageðveikinni sem er byrjuð þar en samt...nothing...weird...ojæja...en ég kíkti allavega á hverfis báða dagana í svona nett chill og það var fínt...Finninn minn var að vinna á laugardaginn og hann varð hálf-skömmustulegur þegar ég heilsaði honum...geee...I wonder why...anyways...svo bakaði maður aðeins og svona og fór líka á jólahlaðborð með Soonrize gellunum...það var rosa gott...Naustið rocks bara...hefði aldrei dottið í hug að það væri svona góður matur þar....en ég held að það hafi verið planað hjá forstöðumönnum Kringlunnar að drepa í mér allan lífskraft um helgina því það var stillt upp sviði liggur við ofaní kassanum hjá okkur og hver var að spila!? Jújú...Írafár...yuck...þá sneri ég mér að Jóhönnu og sagði að eina sem væri verra en þetta væru að Land & synir myndu mæta á svæðið...og hvað gerðist?! Næstir á svið voru einmitt Land og fucking synir...damn it...helvítis viðbjóður...en svo kom Bjarni Ara og bjargaði því sem bjargað varð...eeeen...ég bíð þessa dags aldrei bætur...
Stay black