5.3.04

...Og í dag sannast sko aldeilis...

...það forkveðna...fyrsti viðskiptavinur dagsins er alltaf sá laaaangleiðinlegasti...
Stay black - Salinto!

4.3.04

...Oooog ég skellti mér barasta...

...í 6 km skokk í Veggsport í gær eftir vinnu...ójájá...það var hressandi...

...og út af því ég var svona dugleg þá ákvað ég að verðlauna mig aðeins...eins og sannri prinsessu sæmir...og skellti mér í Skífuna á Laugarvegi og fjárfesti í 2 geisladiskum með honum Tom mínum Waits...

...oooo ef maður gæti keypt geisladiska á hverjum degi....þá væri lífið fullkomið...
Stay black - Salinto!
...Og ég leigði...

...eina þá leiðinlegustu og langdregnustu mynd sögunnar í gær...The Bodyguard með hinni misheppnuðu "leikkonu" Whitney Houston og hinum asnalega og fremur brjóstumkennanlega Kevin Costner í aðalhlutverkum...

...oooog fólk spyr sig kannski af hverju mér datt þessi ósköp í hug...og jú...málið er ofureinfalt...eins og ég...ég er einfeldningur...og hef gaman að svona myndum...ég elska svona ömurlegar "spennumyndir" með rómantísku ívafi...þó sérstaklega ef ívafið er á milli tveggja einstaklinga sem mega sko aldeilis ekki vera saman...svona taboo....þau vilja hvort annað...geta ekki verið saman...en eiga saman eina lostafulla nótt...hún verður fúl...gerir hann abbó...hann byrjar að drekka...hún verður hrædd og gerir sér grein fyrir því að hún þarfnast hans...hann fórnar sér fyrir hana...hún öskrar "He´s my bodyguard" og á endanum kyssast þau einum fallegasta kossi kvikmyndasögunnar...þetta kalla ég sko alvörumynd!

...eeeen því miður er ég ekki fullkomin í dag þar sem ég steinrotaðist yfir þessari misheppnuðu mynd...oooo jájá...eins og alltaf þá næ ég ekki að vaka eina mynd...og þá spyr ég mig af hverju í ósköpunum ég tók 2 myndir...og af hverju ég byrjaði ekki á hinni...þeirri stórgóðu mynd 4 Weddings and a funeral...sem hefur að geyma fallegasta bíómyndakoss í heiminum...og Hugh Grant...what was I thinking?!

...held að gellan á vídjóleigunni haldi að ég sé geðveik...held ég fari með grímu að skila þeim...
Stay black - Salinto!

3.3.04

...Og hvað er málið með að....

...Sean Connery sé alltaf svona ógeeeeeðslega getnaðarlegur!? Djísus...það ætti að banna þessum manni að ganga lausum...hann fer alveg með mig...
Stay black - Salinto!
...Og ég datt nú ekki alveg jafn mikið í það...

...í Skífunni á mánudaginn eins og ég hefði viljað...ekki vegna skorts á góðri tónlist heldur vegna mjöööög þunns launaumslags...fusss...

...eeen ég náði samt að gleðja mitt litla tónlistarhjarta og keypti langþráða Cure-safndótið með ýmisskonar b-hliðum og fágætum lögum sem hafa aldrei komið út...4 diskar allt í allt og svona skemmtileg, lítil bók sem rekur sögu allra laganna og náttúrulega sögu Cure í leiðinni...hef reyndar ekki komist yfir að hlusta alveg á alla diskana en það sem er búið að renna í gegnum geislavirka spilarann lofar góðu...enda ekki við öðru að búast af þessum snillingum...ooo...svo náði ég að setjast niður í gær og lesa einn þriðja af litlu, sætu bókinni á meðan breski spennuþátturinn fyrir gráhærða fólkið og gerpin var að rúlla á RÚV....

...svo fjárfesti ég líka í smáskífu...sem ég geri nú ekki reglulega...eeen þar sem ég er Die Hard Nick Cave aðdáandi þá gat ég bara ekki sleppt því tækifæri að kaupa smáskífuna með Henry Lee þegar ég sá hana liggja saklausa í geisladiska-rekkanum innan um allar stóru, flottu breiðskífurnar...hálfvorkenndi litlu smáskífunni með 3 lögunum...þannig að ég keypti hana...á heilar 999 krónur...hvað er það?! Fyrir 3 fokkíng lög...eeeen það var þess virði...þar sem Nick Cave er náttúrulega bestur í heimi...og svo skemmdi ekki fyrir að Hreimur afgreiddi mig...

...slökum alveg á með það...
Stay black - Salinto!
...Og ég alveg steingleymdi að segja frá því...

...að ég eldaði á mánudagskvöldið...that´s right...ég...af öllum manneskjum...

...ég hef alltaf gefið mig út fyrir að kunna að baka en að elda hefur aldrei verið mitt fortei....fyrr en núna á mánudagskvöldið....ég eldaði þessa dýrindismáltíð...þó ég segi sjálf frá...

...ég hafði það alltaf í venju að baka fyrir vini mína þegar þeir ættu ammæli...held að fólk geti núna bara byrjað að velja hvort það vill...máltíð eða kruðerí...

...jiii það er erfitt að vera svona frábær og meiriháttar...og hógvær...
Stay black - Salinto!
...Og ég hugsaði í allan gærdag...

...hvað ég væri til í að vera rosalega orðheppin og sniðug...alltaf...

...ég fór að hugsa hvað það væri gaman að vera alltaf fyndinn og vita alltaf nákvæmlega hvað maður á að segja...og vera svona heavy spontant...þá væri maður nú töffari...ó já já...

...ég hugsaði þetta lengi lengi og er ég sveif á vit blundsins míns eftir vinnu þá dreymdi mig minn nýja persónuleika...sniðugu Lilju...skemmtilegu Lilju...fyndnu Lilju...

...er ég vaknaði af djúpum svefni þá fannst mér í stutta stund að ég væri í alvörunni svona...eeen þegar ég hröklaðist fram og lenti í samræðum við fjölskyldu mína þá rak ég mig fljótt á að svo var ekki...ég var ennþá sama, ósniðuga, seinheppna Lilja....

...í þessum djúpu þönkum mínum fór ég leiðar minnar í leiklistartíma...veðrið var vont og ég hafði enga trú á mér...ég sat sem fastast og horfði á fyrstu senu tímans sem ég viljandi bauð mig ekki fram að taka þátt í...eeen þegar kom að annarri og jafnframt seinustu senu tímans þá sá ég mig tilneydda til að reyna á það hvort maður hefði nú einhverja hæfileika og gæti gert eitthvað af viti í ljósi hugarástands dagsins...

...og viti menn...ég fékk uppreisn æru...alveg óundirbúin undir það sem koma skildi fór ég inn í atriðið með engan texta en einungis hugmynd um hvers konar manneskja ég vildi vera og náði einhvern veginn ásamt honum José kaddlinum að vekja upp skellihlátur hjá öllum viðstöddum...þó sérstaklega kennaranum sem hváði þetta vera eitt fyndnasta atriði sem hann hafði séð í langan tíma...

...ég yfirgaf tímann með bros á vör...og var glödd með vanilluís...sem skemmdi nú ekki fyrir...

...í dag er ég ánægð...í dag er ég fullviss um að ég sé bæði sniðug og skemmtileg...í dag er minn dagur...
Stay black - Salinto!

2.3.04

...Og djöfulsins fíbbbl eru þetta...

...þarna í Sörvævör! Djísus kræst...mig langar mest bara að hætta að horfa á þennan þátt...þeir eru búnir að kjósa alla skemmtilegu út...tja nema Big Tom...

...í síðustu viku var það fyndna gerpið hann Rob...sem var svo sem í lagi...fannst hann sniðugur en syrgdi hann ekkert obboslega...en núna síðast í gær var það Richard Hatch...sjálfur Richard Hatch! Konungur og hinn eini sanni Sörvævör! Mesti snillingur sem litið hefur dagsins ljós í þessum blessaða þætti...og þau kusu hann út! Slökum alveg á því! Djöfulsins fæðingarhálfvitar og hórur...

...mér er skapi næst að gefa út þá yfirlýsingu að ég muni aldrei horfa á þennan þátt aftur...en ég veit ég mun ekki standa við það...
Stay black - Salinto!
...Og blessunin hann...

...Maggi Próförk...eða Doctor Schnitzel eins og hann er kallaður í hinum stóra bloggheimi...varð eitthvað súr um daginn er ég fór fögrum orðum um hina margfrægu vinnubloggara hér í húsinu...

...það sem Schnitzelið (er ég að skrifa þetta rétt eða er ég eitthvað mongó?!) gerði sér ekki grein fyrir að ég var fyrir löngu síðan búin að uppgötva hans rithæfileika og renna mínum fögru augum yfir hans einstaklega velheppnuðu bloggfærslur á öldum ljósvakans...

...þar með bið ég Herra og Doctor Schnitzel formlega afsökunar á þessum fíflahætti mínum og vona að við getum haldið áfram okkar rafrænu vináttu í gegnum hinn undursamlega samskiptamáta sem bloggið er...

...það er svo gaman að vera nörd...
Stay black - Salinto!