31.1.03

Og jæja...

...Íslendingar töpuðu í gær...eins og við mátti búast en auðvitað heldur maður alltaf í smá von...nú jæja...við komumst samt kannski á Ólympíuleikana sem er cool...en þetta var nú soldið bitursætt í gær...ég vissi ekki almennilega með hverjum ég átti að halda því jú ég fékk bréf í gær frá Spáni sem sagði mér að ég væri að fara í byrjun maí í eitthvað stöðupróf...that´s right! Lilja got in! Lilja is going to Spain...aaaa...núna er þetta eitthvað svo raunverulegt og það sem kom mér rosalega á óvart var að ég var svo glöð þegar ég fékk þetta bréf að ég hoppaði um allt og knúsaði og kyssti húffann minn...ég hélt kannski að ég myndi fara á einhvern bömmer þar sem ég er búin að fá svona smá panic attack útaf þessu en núna er þetta að gerast...ég er að fara...ég er ekki lengur bara að tala um að fara heldur er þetta raunverulegt...vááá þetta er skrýtin tilfinning...og það er svo stutt í þetta....bara 3 mánuðir...ég vona bara að ég finni eitthvað af því sem ég er að leita að þarna úti og ég vona líka að ég eigi eftir að kunna vel við mig þarna því þá get ég verið þarna lengur...weeeee....og auðvitað vona ég líka eftir góðum innfluttum Carlsberg...
Stay black

30.1.03

Og enginn getur staðist mig...

...fór á Esso áðan að taka bensín og viti menn...flirti-afgreiðslugæinn gaf mér rúðupiss þessi elska...ótrúlegt hvað ég er ómótstæðileg...true að ég held að allir hafi fengið svona ókeypis en ég held enn að ég sé svona special...Ormur fór sko rétt á eftir mér og fékk ekkert rúðupiss...ha ha ha ha
...talandi um Orm þá fór ég að heimsækja þessa nýju útvarpsstjörnu þegar ég var búin í vinnunni í dag því ég var búin svo óskaplega snemma...hann er nefnilega byrjaður á fimmtudagsmorgnum í þættinum hjá Hemma feita og Jóni Mýrdal...Rödd sannleikans...Ormur Karlsson...soldil mikil steypa en Ormur tekur sig vel útí útvarpinu...endilega hlustið á þessa video killed the radio star á Radio Reykjavík alla fimmtudagsmorgna klukkan hálf níu..handhafi fálkaorðunnar...
Stay black
And again and again...

...voðalega margar óstaðfestar fréttir er maður að fá þessa dagana...soldið skrýtið, gaman, leiðinlegt, dapurt, ánægjulegt og hlægilegt allt á sama tíma...samt er þetta akkúrta tíminn fyrir svolleis fréttir því mér er alveg sama...kannski út af því að ég þarf að einbeita mér að því sem ég er að gera en ekki því sem allir aðrir eru að gera...makes sense...en það er furðulegt að fá fréttir sem maður er búinn að búast við heillengi og svo loksins þegar það gerist þá verður mar eitthvað sár og læti...skrýtið hvernig mannshugurinn virkar...

...en on to happier things...ég er gaur í dag...íha..mér finnst svo gaman þegar ég er gaur...reyndar var búið að semja um það í vinnunni að ég myndi bara vera gaur á mánudögum en í dag er fimmtudagur og ég ákvað að vera gaur í víðu hermanna-gangstah-buxunum mínum, rauðu gangstah-diesel-skónum mínum, súperman-costadelsol-bolnum mínum og auðvitað með drapplituðu-gangstah-töskuna mína...kannski bara útaf því ég pissaði á mig í gær af spenningi yfir leiknum...neeee...so all in all...I´m a gangstah...íha...neee ég er náttlega ekki svona alvöru gangstah því ég er bara lítil íslensk stelpa...lítil íslenska stelpa sem í dag ákvað að vera gaur...
Stay black

29.1.03

And I just realized...

...að snooze-draumarnir eru miklu skemmtilegri en hinir venjulegu draumarnir...mig dreymir alltaf eitthvað voðalega spennó og solleis þegar ég er að snooze...ég nefnilega er snooze-óð og snooze-a í minnsta lagi hálftíma á hverjum morgni...pretty sick but I love it...eins og í morgunn dreymdi mig bókstaflega alla vini mína og kunningja í einhverri heavy sápuóperu...ég var ekki mikið í henni...meira svona by stander...en þetta var snilld...ógeðslega ruglað og fucked up...snooze-draumar eru sem sagt betri...og curse the one sem segir að snooze sé fyrir letingja...ég er sko enginn letingi...it´s been a business doing pleasure with you...
Stay black

28.1.03

Og maður er svo einföld, lítil sál...

...æjji hvað mér finnst gaman þegar maður kemur að tölvunni sinni í vinnunni eða heima og það er svona lítill msn-gluggi á skjánum sem segir að einhver@hotmail.com vilji tala við mig...æjji mér finnst það svo krúttaralegt...sérstaklega þar sem það er búið að gerast 3 sinnum á 2 dögum...það er auðvelt að gleðja einfalt hjarta...
Stay black
Og ég er enn hrædd um líf mitt...

...Squashleikirnir hjá mér og systu eru alltaf að verða meira brútal...dúndurboltar farnir að hitta aðra staði en veggina...misviðkvæma staði en staði samt sem þeir eiga ekki að lenda á...en í dag held ég að hámarkinu hafi verið náð þegar systa náði einhvern veginn að fella mig (ég hef örugglega átt einhverja sök í máli) og ég kastaðist eftir gólfinu og spaðinn á undan mér...er með sár á olnboganum og að drepast í hægra lærinu...en jæja...hvað gerir maður ekki fyrir íþróttina sem maður elskar...vonandi getur maður samt farið að hlaupa á morgunn og unnið vel valdan samstarfsfélaga í squashi...aftur...mouhahahah...fingers crossed

...en já...það kom póstur í dag á Alla Starfsmenn sem var eins og guðsgjöf til okkar Siggu Völu...ISO-gæðavottunarkvendanna....sem sagt listi yfir alla sem fara til Köben...OG maka! Sumir fá stóran plús fyrir að koma með maka og sumir...tja...sumir gætu fengið rosa plús en sumir eru búnað firra sig þeim munaði að fá nokkurn tímann plús og þurfa að sætta sig við að vera fastir í botnsætunum...en jú þið lesið rétt...Sigga Vala er komin aftur frá l´Italie og núna stendur ISO sem hæst ef við eigum einhvern tímann að komast að niðurstöðu...auðvitað er toppsætið svona nokkuð ljóst en allt veltur náttúrulega á aðalgæðapunktinum...Köben 2003.....en auðvitað má reyna að hala inn bónusstig þangað til og eins og fyrr segir eru rauðir bílar....jakkaföt og allar gjafir vel þegnar...
Stay black
Og tja...

...ég fór alltíeinu að hugsa um það í Veggsport í morgun hvaða 5 lög hafi breytt/bjargað mínu lífi svona eins og er oft spurt í Undirtónum og svona...ég held ég gæti ekki nefnt nein 5 lög en ég reyndi samt að finna 5 lög sem eru svona næst hjarta mínu....svona misjafnlega góð en jæja...

....Black með Pearl Jam...auðvitað...engin spurning að þetta lag er og verður alltaf í mínu fyrsta sæti...
....What´s this life for með Creed...sumarið '99....alltof margar minningar tengdar þessu lagi og flestar frekar slæmar en samt er þetta lag eitt af mínum favorites...
....I believe when I fall in love (this time) með Stevie Wonder...snilldarlag með snilldarmanni...
....Cut here með Cure...fjandinn...sumarið 2002 í hnotskurn...eins og lag númer 2...margar slæmar minningar en miklu fleiri góðar...þetta lag minnir mig alltaf á Costa del Sol en þar reyndi ég að blasta Cure eins mikið og ég gat á meðan Alla var ekki heima..ha ha ha...
....The ship song með Nick Cave and the Bad Seeds....uppáhaldslagið mitt með þessum snillingum...toppurinn á tilverunni þegar Cavearinn var klappaður upp 9.des og tók þetta lag...nammi

....og ég verð að koma einu enn að....svona bónuslag...

....Close to me með Cure...að mínu mati besta lag þeirra....kemur mér alltaf í gott skap og þess vegna er Hverfisbarinn uppáhaldsstaðurinn minn því þetta er alltaf spilað þar....
Stay black

27.1.03

Og hvað er málið...

...með að mig langar ekki eins mikið til Spánar og mig ætti að langa...meeeen...er búnað fá þessa tilfinningu oftar og oftar yfir síðustu daga...svona eins og eitthvað togi í mig hér...skil ekki hvað það ætti að vera...kannski hundurinn minn...veidiggi...kannski er það bara útaf því að það gengur allt svona frekar vel hér...nema boyfriend-statusinn er ennþá status kvó....en ég meina ég er í fínum vinnum...er að æfa squash á fullu (með nýja spaðann minn...sem er snilld!!) og á rosa góða vini sem eru alltaf til staðar....og það náttlega breytist allt þegar maður fer svona út...kannski missir maður samband við einhvern og svona...hver veit...en mér finnst samt eins og eitthvað sterkara sé að toga í mig...og mér finnst svo pirrandi að vita ekki hvað það er...

...en á léttari nótum....er ekki neins staðar hægt að fá almennilegar íþróttabuxur!? Guð minn góður...allar íþróttabuxur á konur eru svona hommalega eróbikk buxur sem eru heavy þröngar og asnalegar...og ég bara pulla það ekki alveg off...þannig að ég reyndi að fara í kaddlabuxur en þær gera ekki ráð fyrir mjöðmum og rassi...og þar sem ég hef nóg af því þá gekk það ekki heldur...baaa I´m going insane...held ég fái mér bara svona gangstah-white-men-can´t-jump-stuttbuxur from the hood....wöööörd
Stay black
Og HA HA HA HA HA....

...Mér finnst æðislegt að ég var að fá óstaðfestar fréttir um doldið sem hefðu fyrir nokkrum mánuðum gert mig óendanlega dapra og pist....en núna gæti mér ekki verið meira sama!! Ha ha ha ha...ég elska lífið og alla í því...mér finnst fólkið næst í kringum mig alveg æðislegt og fólkið aðeins lengra frá mér soldið magnað...tíhí...fyndið hvernig tilfinningar breytast...og það er svo æðisleg tilfinning þegar maður uppgötvar að sumt fólk hefur ekki sama hald á manni og það hafði...ég veit að þetta meikar ekki neitt sense...en so fucking what...it´s my brain...it´s my feelings so who cares if you get it or not...
Stay black...peace out...and keep fucking
And I´m shocked to my very core...

Deeem it...var svona light móðguð í gær þegar ég sá að gæðastjórinn hafði sagt að ég vissi örugglega ekki hver galdrakaddlinn er...auðvitað veit ég hver galdrakaddlinn er ...hann er bæði galdramaðurinn í strumpunum (sem gæðastjórinn á litla styttu af og hefur hana með sé hvert sem hann fer ...ha ha ha...geymir hana nálægt hjartanu...) og gamli dúdinn sem kemur í fyrirtæki og vottar þau...hva...halda sumir að ég sé bara blaut á milli eyrnanna...sumir fá nú ekki mörg bónusstig fyrir þetta...fussumsvei...
Stay black
Og a la la la la long....

Það er komin ný könnun á liljagnarr.blogspot.com...og jú þar er spurning um djúpu laugina og Lilluna...og Óli það er ekki útaf því ég er desperate eða langi í þennan misheppnaða þátt...langt því frá...heldur er það útaf því að vinnufólkið er að reyna að lokka mig í hann..sumir í alvöru en sumir ekki í svo mikilli alvöru...mig langaði bara að vita hvaða álit fólk hefur á mér...hvort það haldi að ég sé mest desperate gella í heimi eður ei...ef niðurstöðurnar úr þessari könnun hvetja mig til að fara í djúpu laugina þá skýt ég mig fyrst í hausinn og fer svo að gráta...
Stay black
Og baaaaa....

...keypti mér nýjan bol í monsoon í gær...finnst hann alveg ógeðslega flottur...eeeen...þetta er brjóstabolur!!! Ég meika það engan veginn og það passar ekki alveg að vera í bol innan undir...og hér sit ég við tölvuna mína í brjóstabolnum...ó nei ó nei ó nei! Væri kannski alltílæ ef mar hefði eitthvað til að sýna eeeen the farm ain´t crowing a lot of crop around these places...æjjj...en þessi bolur er svo flottur...og ég verð að not´ann því mér finnst hann svo flottur...ojæja...guess there´s only one thing to do...fara í sílíkon...
Stay black

26.1.03

Og óóó meeeen....

....er að skanna inn Costa del sol-dagbókina mína fyrir Guðjón og meeen mig langar í þennan tíma aftur...djöfull var ógeðslega gaman...og Guðjón...ef þú ert að lesa...sorrí að ég hef verið svona lengi að drulla mér í að skanna þetta...Lilla er bara bissí these days...en núna er ég að hespa þessu af...en þetta gerir mig svo dapra að lesa þessa bók því það var svo gaman þá og það er ekkert gaman núna því maður er bara á litla leiðinlega Íslandi...eeeen...not for long...aðeins rúmlega 4 mánuðir í brottför...peace out...
Stay black
Og hvað er gaman að rólyndis - og áfengislausum helgum...

...NOT! Djöfull langaði mig að detta í það um helgina...bæði í áfengi og á útsölum...en ég náði að hemja mig...á föstudaginn kíkti ég bara á netta kaffihúsastemmingu á hverfis með Beggu og við vorum komnar heim og undir sæng um eittleytið...mjög stilltar stelpur...náðum að catcha vel upp...við erum svona vinkonur sem hittumst ekkert voðalega oft en þegar við hittumst þá erum við samt alltaf jafngóðar vinkonur...þetta var svona eins og eitt stórt trúnó...voðalega gaman...ennþá skemmtilegra þar sem við erum að ganga í gegnum svona svipaða erfiðleika í lífinu þó ólíkar séum við mjööög...

...svo á laugardaginn kíktum við Jóhanna í bíó...á Jackass the movie...sem er hin hreinasta snilld...ég hló allan fucking tímann...djöfulsins vitleysingar...og meeen hvað Johnny Knoxville er sætur...slef slef slef...draumamaðurinn minn sko all wrapped up in one...mmmm...enníhú...svo tókum við nettan fílíng í bænum....og tókum regluna um 2 sleesy staði og tvo siðsamlega...reyndar breyttist það í 3 sleesy staðir og 2 siðsamlegir...byrjuðum á þeim siðsamlegu...Hverfis og Sólon...entumst lengur á Sólon þó mér finnist það nú vafasamlega sveittur staður...alveg misheppnaðir gaurar þar líka...vúússsj...kom mér samt á óvart hve mikla athygli maður fékk í bol uppí háls innan um allar píku-bimbóarnar þarna inni...en enníweis...þá var komið að sleesy stöðunum og auðvitað var byrjað á Nelly´s...the queen of sleesy places...meen ó meeen...hann verður alltaf verri og verri þessi staður...en jæja....þar samt hitti ég á gott fólk sem á ekki heima þarna inni..sorglegt...næsta stoppustöð var Viktor...og æj æj æj...það er sveitt stemming...mar labbar þar einu sinni í gegn og hver einasti maður afklæðir mann með augunum...og svo var endað á meistara sveittu stemmingarinnar...Glaumbar *klapp* *klapp*...en svo bara skunduðum við okkur heim á leið og sængin var vermd um fjögurleytið...og sofnað eftir svona tæplega einn friends-þátt eins og vanalega....góð helgi í alla staði og ég er ekki frá því að egóið hafi fengið mikið búst...svo ekki sé minnst á coolið mitt sem fer alltaf stighækkandi...
Stay black