11.7.03

...Og rétt í þessu...

...var ég að borða algera snilldarpizzu...mmmm...urðum nebblega svo svöng hérna...vorum að mála í dag (Gunni gerði nú mest af því samt) og færandi allt í íbúðinni til og pakka og læti...skelltum okkur hérna á pizzastað...sem er einmitt í leiðinni kebabstaður því ekki er hægt að fá pizzu hér nema gerða af Tyrkja...og ironically enough heitir staðurinn Bella Italia...hehehe...við vorum ein þar að borða fyrir utan tyrknesku fjölskylduna sem á staðinn...ég fékk mér pizzu með kebabi og salti og ógirnilegt sem það virðist vera þá var þetta ein besta pizza sem ég hef smakkað á minni stuttu en skemmtilegu ævi...mmmm...alger snilld...það er margt skrýtið í Danmörkunni en það virðist bara vera nógu skrýtið til að vera gott...yfirleitt...

...en talandi um skrýtið þá er planið á morgun að fara í frisbí golf...ójá...það er víst til hér...og ekki bara hér heldur eru frisbí golf vellir til út um allan heim! Magnað nokk finnst mér og ég bara hlakka til...vonandi fer svo að við förum því þetta er sko saga til að segja barnabörnunum...ef þau verða einhver...

...annars er gleði hér...sólin skín ekki en nóg er af rigningunni...íbúðin er aðeins í rúst og Eva sofnuð á sófanum...svona er Álaborg í dag...
Stay black - Salinto!

10.7.03

...Og gaman er...

...að vera þunnur í útlöndum...og gaman er þegar maður er líka sveittur...og gaman er þegar maður er líka svangur...og gaman er þegar maður lætur plata sig í ræktina á svona dögum eins og í dag...gaman gaman...og já það var gaman...í allri hreinskilni (kaldhæðni slepptri þ.e.a.s.)...ég og Eva Dögg skelltum okkur sko í ræktina þegar maður var búinn að sofa gærkveldið úr sér...fórum nebblega smá á djammið..var ekkert rosalegt...en djöfull gat ég sofið í morgun...það var gott...mmm...sleeev...en já...það var rosa fínt í ræktinni...ég er náttlega bara komin með fráhvarfseinkenni á hreyfingarleysi...alveg rosalegt...það er svona þegar maður er vanur æfingu tvisvar á dag og fer svo bara í sukkið í útlöndum í 2 mánuði...það boðar ekki gott....eeeen ég tók samt góða syrpu á hlaupabrettinu í morgun og var ekki alveg eins out of shape og ég hafði haldið...maður reynir svo kannski bara að fara að skokka í fyrramálið...mér finnst bara ósanngjarnt að maður eigi að þurfa að vera eitthvað healthy svona í útlöndum...maður á alltaf að fara gott að borða...borða útlenskan ís og nammi og liggja bara í leti og njóta frísins...en jæja...ekki verður á allt kosið...

...svo eldaði ég í kveld...undur og stórmerki...og það var ætilegt...en svo sem ekki mikið meira en það...en ágætis tilbreyting frá skinkunni sem er búin að vera borðuð 3 daga í röð eða eitthvað ehehe...svo var bara Crash Bandicoot tekinn á þetta...en sá leikur gerir okkur Evu trítilóðar...ekki góð þróun og er Gunni orðinn nett pirraður held ég ...segir samt ekki mikið þessi elska...

...svo er bara allt í rusli núna í litlu sætu íbúðinni þeirra því Gunni er að mála og svona...verða víst að mála og taka til áður en þau skila íbúðinni...voða gaman ...mikið stuð og klikkuð stemming og allt það...

...en núna er maður bara að bíða eftir því að fara til Finnlands...get ekki beðið eftir að sjá Anne, mína ástkæru pennavinkonu sem ég hef svona by the way aldrei séð in real life...það verður eitthvað magnað...en ef maður er opinn fyrir nýju fólki þá verður þetta gaman...leiðinlega er að hún verður einmitt á Íslandi þangað til ég kem heim...buhuhu ...ég sem hefði viljað sýna henni 101 Reykjavík...en hún verður bara að koma einhvern tímann aftur...vonandi heilla Gullfoss og Geysir hana það mikið að hún tímir því...sjáum til...

...en í dag var hiti...svimi svimi svitabað eins og misvel gefinn maður söng einhvern tímann...nóg af hakki í ísskápnum og ást og hamingja alls staðar...nóg af vinnu fyrir hermann Guðs....svona er Álaborg í dag...
Stay black - Salinto!

9.7.03

...Og ef að...

...þumallinn á mér er ekki að fara að detta af þá veit ég ekki hvað...ég og Eva tókum nett góða syrpu í Crash Bandicoot í gær...meen ó meeen...kláruðum leikinn og ákváðum þá að fara og ná öllum kössum í öllu borði...svo ákváðum við að taka Time Trial á þetta og reyna að ná svona aukadæmi sem gerir manni kleift að fara í svona leyniborð...úff..já við erum sjúkar...ég samt byrjaði daginn heilsusamlega...fór út að skokka hér í Aalborg Öst en svo var það bara ród tú perdempsjon sko eftir það...sódóma og gómórra að vera hér hjá Evu og Gunna...gefa manni alltof mikið að borða og láta mann hanga í tölvuleikjum allan daginn ehehe...eeeen dagurinn var sérdælis prýðilega skemmtilegur....á meðan Gunni var í óðaönn að pakka þá brilleruðum við Eva í tölvuleik og við urðum svona nettsteiktar og hálfgeðveikar á því líka...Gunni getur vottað um það....hefur örugglega ekki verið það skemmtilegasta að hanga með okkur...og ég hef líka sjaldan á ævinni hlegið svona ógeðslega mikið...svo blandaðist geðveikin sykursjokkinu sem við fengum því við fundum íslenskt nammi inn í skáp...og hver segir nei við Nóa Siríus súkkulaði...þó að það sé gamalt...ég bara spyr?

...í dag veit ég ekki hvað planið er...mig langaði að kíkja í ræktina en Eva er orðin eitthvað hálfveik greyið og sýgur bara uppí nefið og hallelúja...ekki gaman að því...en við verðum samt að kíkja niðrí bæ til að kíkja á eitthvað borð fyrir mömmu hennar og pabba og eitthvað...

...í kvöld er svo eitthvað kveðjudjamm fyrir Norðmann sem býr hérna og er vinur Evu og Gunna...Jens heitir sá ágæti maður og djammið verður byrjað á þeim klassastað Burger King og svo verður haldið í aðaldjammgötuna í Álaborg og drukkið þar til allir drepast...vakna svo aftur...drekka meira...fara í 7-11...og taka svo fyrsta morgunstrætó heim...svona er lífið...svona er Álaborg í dag...
Stay black - Salinto!

7.7.03

...Og þetta er búið að vera...

...himneskur dagur!

...Eftir að Eva vaknaði fórum við niðrí þvottahús og þvoðum smá þvott og svo var stefnan tekin beint á Playstation 2 leikjatölvuna (ójá...maður er að sjúga í sig danska menningu hægri vinstri)...og hvaða leikur var tekinn...ójú..leikurinn sem ég og Eva lifðum í fyrsta árið okkar í FB...besti leikur í heimi (fyrir utan kannski Tekken 3...annars spila ég ekki mikið Playstation þannig að ég hef ekki mikinn samanburð)...allavega...þessi leikur vekur upp brjálaður minningar og herlegheit og það er bara gott mál...reyndar vorum við alltaf að spila númer 1 en núna eru breyttir tímar...tæknin hefur flogið fram...og viti menn...jú góðir hálsar þetta er CRASH BANDICOOT 3 ...alger hreinasta snilld! Eina sem ég gæti hugsanlega sett út á hann (fyrir utan það að ég dett alltaf og dey því tölvan er að svinnnddla á mér) það er að eftir og fyrir hvert borð er bara Loading dauðans á næsta borði...alveg pirrandi...en hvað leggur maður ekki á sig fyrir Crash...hann er svo mikið krútt...

...Svona núna eru Eva og Gunni búnað vera að pakka á fuddlu og ég fékk náttlega að lauma DVD spilaranum mínum og nokkrum bókum með því þau taka einhver rosa gám og eru með room to spare...og auðvitað blóðmjólkar maður þau eins og maður getur því maður hefur ekkert hitt þau í lengri tíma...mouahahha...

...En ég held ég hafi ekki minnst neitt á það hvað ég er fegin að vera komin aðeins nær mínu landi...gamla Íslandinu...þó að öll lönd (sem ég hef heimsótt) séu góð á sinn hátt þá verð ég nú að viðurkenna að Ísland er best í heimi...maður fattar það barasta ekki hvað maður hefur það ótrúlega gott fyrr en maður fer loksins frá litla skerinu...það er nú samt óendanlega gaman að heimsækja nýja heima og kynnast nýju fólki og því er ég ekki að segja að ég haldi mig á Íslandi það sem eftir er...þvert á móti...núna er maður kominn með ferðabakteríuna og þá er ekki aftur snúið...næsta ferðalag verður samt tekið utan Evrópu held ég barasta...aðeins að prófa eitthvað alveg splunkunýtt...því náttlega þegar maður heldur sig í Evrópu þá er vissulega mikill mismunur en samt alltaf sami kjarninn...þannig er það nú bara...en það er gott að vera smá í Danmörku og fara svo til Finnlands...Skandinavían klikkar ekki....myndarlegir karlmenn og góður bjór..ó já já já...og gott Select þegar maður er á leiðinni heim...reyndar heitir það ekki Select hér í Álaborg...heldur 7 - 11 ...en þetta er allt sama dæmið...ég og Eva tókum einmitt nett 7-11 hér á sunnudagsmorguninn þar sem ég var búnað bíta það í mig að elda...Eva átti hakk þannig að við fórum í 7-11 og keyptum lauk, sýrðan rjóma, ost og nachos og ég gerði þetta dýrindis (aðeins öðruvísi) super nachos sem er samblanda af mínu gamla góða super nachosi og hakkréttinum hennar Bettie...og það var snilldin eina...góður morgunmatur..nammi namm...

...En niðurstaðan er samt jafnframt að Ísland er best í heimi...og eins og ég hef alltaf sagt...Grasið er ekkert grænna hinu meginn...það er bara öðruvísi...
Stay black - Salinto!
...Og núna held ég barasta...

...að ég sé hætt að skrifa gamla góða spammið og einbeiti mér að blogginu í smá tíma...held að fólk sé orðið nett þreytt á þessu spammi frá mér alltaf hreint...enda hef ég svo sem lítið að segja núna...maður bara að chilla í Danmörku með Evu vinkonu í góðum fílíng...

...magnað hvað svona smá tími í burtu getur sýnt manni að Ísland er best í heimi...maður finnur allt þar og Íslendingar eru algerir snillingar...eða tja...margir hverjir...mættu kannski vera aðeins persónulegri...aðeins minni víkingar...en svona erum við víst bara...algerir Barbarar...gaman að því...

...en í gær pantaði ég flug frá Finnlandi til London 8. ágúst...ég hlakka ekkert smá til að fara því vonandi kemur Bettie með og það verður brjálað stuð að hitta þessa gutta aftur sem við vorum að djamma með...þeir eru meira en skemmtilegir og alveg jafnmiklir vitleysingar og við...gaman að því...minna mig líka á litlu sætu strákana mína á Hverfisbarnum heima á Íslandi og þá hitnar manni nú um hjartaræturnar...

...eeen furðulegustu hlutir sem maður saknar...ég sakna þess að keyra bíl...ég sakna þess að klappa hundinum mínum og knúsa hann...ég sakna þess að fara í ræktina og spila squash...ég sakna vatnsins...en fyrst og fremst sakna ég íssins...maaagnað...

...eeee núna er ég að spá í að fara að hætta þessu bloggi þar sem ég hef akkúrat ekkert að segja...held ég fari að æfa mig í dönskunni...NOT...

Stay black - Salinto!