21.9.02

Það sem bjargar mér í dag er msn-tjattið við Fancy og perubrjóstsykur....
Jæja...kvöldið í gær var nú bara sérdælis prýðilegt...ég ætlaði að taka því ofurrólega en það fór alveg útum þúfur...þegar við vorum búin á myndinni...sem var mjög góð by the way og inniheldur eitt snilldarlegasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð í bíómynd....þá settumst við inná Grandrokk því það var ekkert laust borð á Hverfis...það var rosa fínt...hjúkkan stakk samt af mjög snemma...læra læra læra...ég fékk egó-búst er ég hitti Óla bassa...gaur sem ég var einu sinni rosa skotin í því hann sagði að ég liti frábærlega út...og hann bauð mér á tónleika með hljómsveitinni sinni Sein á Vídalín á fimmtudag klukkan tíu...ég þarf víst að mæta núna því ég beilaði síðast...ætli mar reyni ekki að mæta....svo skrapp ég yfir á Hverfis og hitti pabba og Sonju Skonsu í röðinni þannig að ég hellti í mig bjórnum á Grandrokk og stakk af yfir á Hverfis til þeirra...djammaði svo með Sonju fram á rauða nótt...jarðarberið og bróðir hennar Ed komu reyndar seinna yfir en sátu allan tímann uppi þannig að ég hálfpartinn stakk þau af held ég...fann þau svo ekki þegar ég var að fara...o jæja....en ég var komin heim klukkan sex og vaknaði eldspræk klukkan átta eftir nettan 2 tíma svefn sem er alltaf klassískur og fór í fótsnyrtingu sem ég fékk í afmælisgjöf...það var hrein snilld og löngu tímabært...fékk samt ekkert naglalakk..mig langaði í naglalakk :( ...en núna er ég mætt til vinnu til að vinna upp þessa blessuðu tíma endalausu...og svo á eftir er barnaafmæli hjá dóttur landnámsmannsins...en hann er kærastinn hennar Earlie Pearlie..en ég er sátt við gærkvöldið fyrir utan kannski röð af vandræðalegum augnablikum...en það er bara cool...en í kvöld verður tekinn nettur Gaukur og vonandi verður bara stuð stuð stuð
Stay black

20.9.02

Jæja...þá er dagskrá kvöldsins komin á hreint...ég og hjúkkan ætlum að öllum líkindum að fá okkur eitthvað fitandi snarl þegar ég er búin í squashi og vonandi ís líka..nammi namm...svo ætlum við að skella okkur í bíó með jarðarberinu og bróður hennar, honum Ed og svo verður líklega tekinn nettur Hverfis á þetta með einum Carlsberg eða svo...úfff...strax komin með vatn í munnalinginn minn...en annars segi ég bara GÓÐA HELGI...tralalalalal...
Stay black
Mottó dagsins:
Ölvaður perri

Jæja...hann Árni töffari starfsfélagi okkar verður þrítugur á morgun og því var aðalumræðan í morgunkaffinu í morgun hvað ætti að gefa kappanum í afmælisgjöf...ég kom með hverja frábæru hugmyndina á fætur annari eins og stóran dall af hrásalati....silkiboxer og ilmjurtir og flottustu hugmyndina af öllum...g-streng með fílsrana...en neeeiii...þau ætla að gefa honum einhverja arty farty mynd...ég held að ég sé einfaldlega soldið á undan minni samtíð....því miður...konan hans hefði örugglega verið hæstánægð að fá að leika við fílinn sem býr innst inni í honum Árna Smárna...but I guess we will never know...or want to know for that matter...
Stay black
Jæja...ég fékk afmælisgjöf í gær frá Evu bestuvinkonu...ógeðslega gaman að koma heim eftir laaangan vinnudag..fara inní herbergið sitt og finna þar óvæntan afmælisglaðning...og viti menn...það var stórt stórt stórt plakat með Sean Connery í From Russia with love...ömurlegasta bond-myndin en Sean er náttleg jömmí jömmí jömmí...mmm...hengdi það strax upp en ég verð samt að hliðra hinu dótinu í herberginu til svo hann fái að njóta sín almennilega...takk takk Eva koss og knús...ógeðslega ánægð með etta plakat....núna vakna ég á hverjum morgni og get horft á næstum því life-size-version af Sean Connery....grrrrr
Stay black

19.9.02


You are Marvin the Martian!

You love conquering worlds and things that go kaboom. You have control over lots of amazing technology, but are a bit of a wimp.

Take the What Looney Tunes Character are You? Quiz by contessina_2000@yahoo.com!

Það er kakósúpa í matinn á morgun....með tvíbökum....how gay is that?!?!?!
Hetja vikunnar er tvímælalaust ítalski tónlistarmaðurinn Nek...en hann hefur ekki einungis undurfallega rödd og er einn fallegasti karlmaður sem ég hef séð á ævinni...heldur hefur honum tekist að bola ekki einungis Cure úr græjunum heldur líka David Gray og The the...og þá er nú mikið sagt....til hamingju Nek og njóttu vel og lengi
Stay italiano
Og afmælisbarn dagsins er einmitt Ása Magg....til hamingju litla krúsídúlla og við sjáumst hressar og kátar á laugardag....
Í nótt fékk ég ógeðslega martröð sem ég ætla ekki einu sinni að hafa hér eftir...tengist kattadrápum og eiturslöngum *hrollur* *hrollur* *hrollur*...en í morgun vaknaði ég ógeðslega þreytt í skokkið en ákvað samt eftir mikla togstreitu að fara því ég borðaði þvílíkt mikinn ís í gær..nammi nammi namm....en ég komst í þetta þvílíka góða skap og djammstuð á skokkinu og sönglaði Shakiru á spænsku alla leiðina með litla húffann minn í eftirdragi...sem tók einmitt uppá því að gelta á gamlan mann sem gat varla labbað...mjög hissa á því að gamli maðurinn hafi ekki gefið upp öndina en honum brá svo mikið að hann gat ekki einu sinni skammað mig fyrir að hafa húffann lausan...kannski talaði hann ekki útaf því að læknirinn hans hefur sagt honum að ef hann talar þá dettur hann í sundur...hann er...HOLDSVEIKIMAÐURINN....aaaaaaarrrrrrrrrrrggggggggg..........gott skap gott skap...en helgin leggst samt ekki vel í mig því vinir mínir eru eitthvað daufir...svo ekki sé minnst á Fancy sem ætlar að taka því rólega með Trínu...músí músí mú...en hann er samt búnað plana massíva sumarbústaðaferð fyrstu helgina í október og þá verður sko djammað eins og aldrei hefur verið djammað áður!!! Allavega ég, Fancy, Trína, Senior Diddi og Sonja...og auðvitað dreg ég hjúkkuna með svo ég verði ekki 5. hjólið...mér finnst það nú samt mjög gaman...eheheh...NOT....en helgin núna lýtur sem sagt frekar dauft út...kíki samt í ammæli til Ásu Magg og Rakelar á laugardag á Gauknum og þar um kvöldið eru víst afmælistónleikar Undirtóna...með Jet Black Joe og eitthvað rosa sniðugt...gaman gaman...og hjúkkan verður dregin með whether she likes it or not....en í kvöld eru útgáfutónleikar Leaves á NASA og mig langar nú soldið á þá en jæja...engir peningar...engir vinir....bara vinna...sumarið er endalaust fyrir hina vinnandi alkóhólista....og lífið er endanlegt...
Stay black

18.9.02

Star Quiz @ Malandi.org
Hvað er svona merkilegt við að vera tom boy?! Af hverja vilja stelpur ekki vera kvenlegar? Ég er stelpa og mér finnst gaman að vera kvenleg...ekki það að það takist neitt rosalega oft enda vaxin eins og 14 ára strákur með offituvandamál...en ég meina...stelpum finnst það geðveikt cool að vera tom boy...úfff...þær halda að strákum finnist það rosa hipp og cool...eeeeen...þeim finnst það ekki sexy eða sætt...þeim finnst það cool! Ef ég væri strákur þá vildi ég ekki eiga kærustu sem væri tom boy...ok ok...sexiness comes from the inside...en hver vill ríða trukkalessu?! Besides...ég myndi vera frekar abbó því kærastan mín væri alltaf að hanga með einhverjum gaurum! En jæja...það er náttlega munur á tom boy og lessu...en stelpur...kvenleiki er cool....I don´t get it...vinkonur mínar sögðu við mig ekki fyrir löngu að ég væri tom boy....bara útaf því að ég sagðist ekki þola háhælaðaskó...skiljanlega...it´s hell..ég á eina svona skó sem eru dauðanum þægilegri en that´s about it...hmm...ok...svo finnst mér skemmtilegra að djamma með strákum en stelpum...það er nú eiginlega bara útaf því að þá losnar mar við hinar frægu klósettsamræður á milli kvenna...sem enda yfirleitt faðmlögum, gráti eða bæði...urrrgg...ef þú getur ekki tekist á við tilfinningar þínar þá ekki reyna að drekka þær í burtu...þoli ekki svona samræður...byrja yfirleitt á því að stelpurnar hrósa hvor annari fyrir fatnað eða skart eða hár eða eitthvað og svo er byrjað að tala um stráka og loks bobbla einhverjar leyndar tilfinningar uppá yfirborðið og þá er fjandinn laus og tárakirtlarnir gefa sig endanlega og allt endar þetta með ósköpum...ég segi fyrir minn smekk að ég fer að djamma til að skemmta mér...ekki til að hanga grátbólgin inná klósetti meðan allir segja mér hvað ég er rosa sæt og frábær...ullabjakk...I wanna dance the night away...það er reyndar einn galli við það að djamma með strákum...þá er aldrei reynt við mann...ég reyndar er ekki að fíla þetta fara heim með gaur pissfull dæmi en það er ágætt stundum ef maður er á þeim stað...og þá ætti mar að láta sig hafa það og djamma með stelpum...úff...erfitt líf...en...mar reynir að komast í gegnum þetta einhvern veginn....niðurstaðan er einfaldlega sú sama hvar þú ert...pissa frekar í þig heldur en að fara með stelpu á klóið og...
Stay black
Jæja jæja...ég og systa bara að meika það í squash heiminum...við vorum voða rólegar í gær að spila squash því systa er búnað vera rosa veik og svona....kemur ekki sæti sæti sæti nýsjálenski þjálfarinn Glen og réttir okkur nafnspjald og spyr hvort við viljum ekki taka þátt í mótum og svona því hann hafi séð okkur svo oft spila hérna og svona....íha íha andale andale...ein enn sönnun þess að hann er bullandi ástfanginn af mér...þorir bara ekki að viðurkenna það greinilega...æjjj hann er í afneitun og þetta er hans leið til að bjóða mér á deit...æjj en sætt...hehehehe...halló veruleikafirring!...neinei...við ætlum að hugsa málið ég og systa og svona...er nú reyndar ekki mjög hrifin af því að taka þátt í einhverjum mótum og gera mig að fífli.....en jæja...sjáum til....en yfir í annað....sleppti bíó í gær vegna óviðráðanlegra ástæðna en tók frekar til í herberginu mínu því vinkona mín bailaði á mér....skemmti mér við það að vekja fólk og reyna að hressa það við...en það snérist nú smá uppí höndunum á mér...en svo var the bachelor á skjá einum sem er snilld! Snilld snilld snilld...djöfulsins player er þessi gaur...úff úff úff....og gellurnar efnishyggjuhórur dauðans...nema þarna ein eða tvær en ég held að hann hafi sent aðra þeirra heim...svo tók ein þessu svo nærri sér að kalla þurfti á sjúkrabíl og læti...og hún var bitrasta af þeim öllum....og hún var ljót! Eða..nei...við skulum ekki segja ljót heldur óheppin með útlit....en þetta er snilldarafþreying þessi þáttur...lélegt sjónvarpsefni er alltaf skemmtilegt...en þetta er sko LÉLEGT sjónvarpsefni...horfi á það aftur í næstu viku....en eftir bachelor þá stóð ég mig að því að horfa á innlit útlit sem er þrælskemmtilegur þáttur því hann er svo súr en samt fyndinn...Vala Matt er svo mikil pæja og Kormákur er svona skrýtni gaurinn og Frikki Weiss...úff...á ég að byrja á honum!? Þvílík píka...úfff úff....en fínn þáttur í alla staði....
Stay black

17.9.02

Charlie's Angels Quiz @ Malandi.org
Jæja...nokkuð ljóst að ég þarf ekki að fara ein í bíó því jarðarberið er búið að plögga bróður sinn Edward sem talar enga íslensku með mér...og vonandi hjúkkunni líka...ef gaurinn skyldi nú vera einhver sækó...ehehehe...segi svona...verður örugglega rosa fínt...alltaf gaman að kynnast nýju fólki...
Stay black
Váááá...ef ykkur leiðist og þurfið smá upplyftingu....og sönnun þess að það er til fullt af meira sick fólki en akkúrat þú þá kíkið á þetta....blogger dagsins á radio x....
Jæja...Lilja Gnarr er núna orðin Lilja Bjargvættur...vá hvað er erfitt að vera svona frábær...úfffúff...strákar munið bara að ég er á lausu...ég er frekar snyrtileg og reyni að fara í sturtu á hverjum degi ef þið hafið áhyggjur af því ehehee...þvæ hárið á mér svona þrisvar í viku...nei nei svona án gríns þá hringdi hjúkkan í mig í gær þegar ég var að keyra heim úr vinnunni og hún var að eipa með tremmakast og frosk í buxunum yfir þessu clausus dæmi...og blablabla...ég sagði henni bara að slappa af, fara í ræktina...eða fá einhverja aðra líkamlega útrás....nenni ekki að hafa hana svona á eipinu mikið lengur...það fer henni ekki vel....og viti menn...um hálf sjö vekur hún mig þessi elska...nýkomin úr World Class (yuck yuck yuck...þotulið dauðans...Veggsport rúlar) og búnað hlaupa 4 keis....og tja bara tremmakast farið og allir í góðum fílíng...Lifesaver I am...vildi samt að ég væri Lifesaver því ég væri jafn sæt og nammið en mar getur nú ekki fengið allt sem mar vill....íha....og út af þessu þá er ég næstum því búnað plata hann á kvikmyndahátíðina í kvöld að sjá Hable con ella eftir snillinginn og klámhundinn Pedro Almodovar....snilld snilld...hann getur ekki hætt við núna því þá þarf ég að fara ein og hver veit hvað getur gerst ef mar fer einn í bíó...úúúúú...
Stay black

16.9.02

Æj æj æj ...núna er fólk farið að sjá utan á mér að ég er lonely og sad piparjónka....úff...þá er það orðið hart...jarðaberið er nefnilega að reyna að koma mér á sjéns með bróður sínum sem er búsettur í Bretlandi og er að koma í heimsókn...hún heldur að honum leiðist....leiðast...á Íslandi!? Það getur ekki verið...örugglega ekkert skemmtilegra en að vappa einn um Reykjavíkursvæðið....úfff...ég öfunda hann og ég held að ég myndi bara skemma Íslandsdvölina fyrir honum...ehehehe...en ég er líka komin með það á hreint að vinkonum mínum finnast fyrrverandi kærastarnir mínir ekkert sætir...Jóhanna ofurskutla sagði meira að segja um helgina að ég gæti ekki verið með svona pretty-boys...þeir væru of venjulegir fyrir mig!!! Með öðrum orðum...þeir eru of sætir og flottir og ég á ekki sjéns í þá...einmitt....of venjulegir...hvað er það...er ég svona óvenjuleg!? Og hvað er að mínum fyrrverandi?! (eheheh...bara fyrir hjúkkuna).....ó well..nenni ekki að velta mér upp úr þessu...I will meet someone...sætur eða ljótur...hver er dómbær á það anyway...þú verður ástfanginn og sjálfkrafa verður sú manneskja fallegasta manneskja í heiminum og allur heimurinn bliknar og dofnar þegar þið horfist í augu....ehehehe...ok ok...ef ég væri strákur þá væri búið að berja mig fyrir væmni...bara sanna fyrir hinum ýmsu sem ég perraðist í um helgina og talaði um rassaríðingar við 24/7 að ég get verið dama...væmin og jökkí....sko mig.....
Stay black
Lag dagsins er snilldarlagið Slow emotion replay með þeirri frábæru hljómsveit The the...lengi búnað ætla að láta þetta hér þannig að here it goes...enjoy and be happy

The more I see
The less I know
About all the things I thought were wrong or right
And carved in stone

So, don't ask me about
War, Religion, or God
Love, Sex, or Death
Because

Everybody knows what's going wrong with the world
But I don't even know what's going on in myself
Everybody knows what's going wrong with the world
I don't even know what's going on in myself

You've gotta work out your own salvation
With no explanation to this Earth we fall
On hands and knees we crawl
And we look up to the stars
And we reach out and pray
To a deaf, dumb and blind God who never explains

Every body knows what's going wrong with the world
I don't even know what's going on in myself
Everybody knows what's going wrong with the world
But I don't even know what's going on in myself
Everybody knows what's going wrong with the world
I don't even know what's going on in myself

Lord, I've been here for so long
I can feel it coming down on me
I'm just a slow emotion replay of somebody I used to be
Lord, I've been here for so long
I can feel it coming down on me
I'm just a slow emotion replay of somebody I used to be
Jahá! Það er aldeilis....

Aries



What's *Your* Sex Sign?
Heyrðu...hitti Vigni, vin hennar Earlie Pearlie systu á laugardag....hann var í rosa stuði og sagði mér ýmislegt sem ég gerði um afmælishelgina mína...mér fannst hann nú vera aðeins of hreinskilinn og núna ætla ég að leggja mig fram við að gleyma þessari helgi og vona að systir mín fái nú ekki slæmt orð á sig eftir mína framkomu...eheheh...æjjj þú veist Erla...þarna sem á skrýtnu, grófu, fullu systirina með kórónu...æjjj já...sú Erla....en allavega...alltaf gaman að fá að heyra það sem mar gerir undir áhrifum áfengis...í góðu flippi er ég þrátt fyrir þetta og nokkuð sátt við sjálfa mig og mín fyllerí...þó ég geri stundum hluti sem grætir annað fólk þá geri ég það bara með gott í huga...stundum tek ég niður fyrir mig og neyðist til að hjálpa barnalegu fólki sem er nýbyrjað að tala og labba en ég er nú bara góðhjörtuð í mér og tek að mér vonlausa leikskóla-drop-outs...eheheh...by the way þá var þetta eingöngu fyrir hjúkkuna....sem sagði að ég væri eins og miðaldra spænskur róni í nýju flottu skyrtunni minni...well...ég kyssi allavega ekki fólk sem ég er skotin í og sting það svo af....íha! Faceee....I put honey in it!
Stay black
Æjj....núna eru komnar nýjar myndir af litlu sætu dúllunni...check it...sætasta barn í heimi!
Já...í gærkveldi sugum við Fancy í okkur menningu og fórum á spænsku kvikmyndahátíðina....við sáum Tesis eftir Alejandro Amenábar...hún var rosa fín...rosa spenna...gaman líka að heyra spænsku og actually skilja smá...alger snilld...en við hittum Sigrúnu Eiríks spænskukennara og það var fínt því hún er alltaf hress...hefði kannski átt að sleppa bíói og sofa í staðinn því ekki var mikið gert af því um helgina og því sit ég núna í vinnunni og ég efast um að ég meiki deginn af sökum ofþreytu...en við sjáum hvað setur....what doesn´t kill you makes you stronger...
Stay black

15.9.02

Jæja jæja....frábær helgi...I put honey in it...massívt djamm tekið báða dagana og ekkert slakað á í taumlausri drykkju og rugli...á föstudaginn byrjaði ég ein heima að drekka tinto de verano yfir djúpu lauginni...life is just sooo sweet...mamma skutlaði mér svo á 22 þar sem ég hitti Freyju og dró hana með mér á Astro til að hitta Nurse Óla...vá hvað Astro er sorglegur staður en ó jæja...hjúkkan var orðin peðölvuð en samt gaman að honum...hitti Evu Ósk sem er alltaf gaman og hún er alltaf jafn sæt og fín...svo dró ég hjúkkuna pissdrukkna á Hverfis og á leiðinni fékk hann að bulla vel og lengi í fólki í símaskránni minni...takk Óli...ég elska þig líka....á Hverfis hittum við svo costa-frændurna Gísla, Arnar og Dóra og fegin er ég því því ég þurfti að senda hjúkkuna heim því hún meikaði ekki sukkið og ég nennti ekki að hætta að djamma....svo tókum við Arnar misheppnaðasta pöbbarölt í heimi þar sem við völdum okkur einn misheppnaðan stað hvor..Arnar valdi Píanóbarinn því hann ætlaði að næla sér í eina tælenska...og ég valdi Glaumbar því það er sveittasti og leiðinlegasti staður á Íslandi....en þetta var fíluferð því það voru engar tælenskar á Píanó og mar varð ekkert sveittur inná Glaumbar...kvöldið endaði svo á Kebab og Select....var orðin mökkölvuð og svaf yfir mig á laugardag í vinnuna...sem gerist aldrei...mætti vel íþí í vinnuna og stelpunum fannst það nú bara gaman....hefði svo sem alveg getað sleppt því að mæta því ég gerði ekki jack shit enda yfirbuguð af þreytu....svo fékk ég mér velsveitta pizza hut hut hut pizzu eftir vinnu og gerði heiðarlega tilraun til að leggja mig...en þegar það gekk ekki poppaði ég upp freyðivíns flöskunni minni og byrjaði að drekka yfir never been kissed....svo kom Jóhanna super gella og Nurse Óli til mín og við tjékkuðum á popppunkti sem er snilld...svo keyrði daddy cool (blóðpabbi minn sem sagt) okkur í partý til Beggu costafara...þar voru bara keflvíkingar og hjúkkur en fólk kannaðist við nafnið mitt...liljagnarr.blogspot.com bara orðið household nafn....hvort ætli það sé meira sad en cool...hummm....svo stungum við af úr partýinu á hverfis og deildum borði með Val og félögum...svo seinna um kvöldið bættist Fancy í hópinn....ekkert nema gott um það að segja nema hann stakk af á Kaupfélagið for crying out loud..hann náttlega kominn í pakkatilboð blessaður kallinn....þannig að ég og hjúkkan kíktum þangað yfir en vorum fljót að fara út þegar ég var búnað pirra gaurinn á bongótrommunum nóg...þá lá leiðin á Vegamót þar sem við hittum Burkna og Einar pabba....rakst líka á Gunna frönskutöffara og Himma rakaða H-ið mouohahahahha.....svo stungum við af aftur á Hverfis og þar var Hjördís skvísípæ....svo stakk hjúkkan af heim og ég endaði bæjartöltið hjá Héraðsdómi Reykjavíkur (ný break grúbba) með Burkna, Einari pabba og Vidda...þeir eru allir úr keflavík þannig að ég get nú ekki sagt að umræðurnar hafi verið mjög vel gefnar...ehehe...hlandbruni og þvíumlíkur krapi...fylgdi þeim svo í leigubíl á Hótel Loftleiði og ég fór áleiðis uppí Breiðholt....gott djamm í alla staði en mætti hafa verið meira um svefn...en tja...maður fær ekki allt sem mar vill...hold me close young Tony Danza....og strákar ef þið viljið vekja áhuga hjá stelpu...geltið bara á hana....
Stay black