6.3.08

...Og misskilningur milli manna...

...er voðalega leiðinlegur...eiginlega það versta sem ég veit um...

...held ég fari ekkert nánar ofan í saumana á vissum misskilningi sem ég er með í huga...ætli ég verði bara ekki að reyna að læra eitthvað af honum og halda áfram...æi það er aldrei gaman að líða illa yfir því að maður finnst maður hafi sært einhvern...voðalega langt síðan ég hef fengið þá tilfinningu enda reyni að forðast það að særa fólk eins og vonandi flestir...en það var ekki ætlunin...

...bara rétt vika í páskafrí og ég er eiginlega komin í frí "mode"...mig langar að vera full á hverju einasta kvöldi...laaangt síðan ég hef fengið þá tilfinningu...mikið af nýjum/gömlum tilfinningum að hrærast í mér þessa dagana...gaman að endurupplifa sumar...skrýtið að endurupplifa aðrar...og frekar leiðinlegt að upplifa nokkrar...

...á laugardaginn er ég að fara í svaka partí og ég ætla mér að verða hrikalega skemmtilega full og hamingjusöm...eins og ég varð hífuð og hamingjusöm í gær...

...á mánudaginn held ég síðan til Silkeborg með bekknum fyrir ofan mig þar sem þau eru að fara að leika þar og ég að stjórna hljóðinu...við gistum og svona þannig að vonandi er eitthvað stuð í Silkeborg...aldrei komið þangað áður...

...á þriðjudaginn er ég boðin í mat...

...á miðvikudaginn er ég að fara í afmælismat...

...fimmtudagurinn er nokkuð laus...

...og á föstudaginn er komið frí...

...á laugardaginn fer ég upp í lest og til Evu fallegustu...

...á mánudaginn ætlum við Hans-Christian að taka smá photosession í Köben...

...annað er óráðið...en verður örugglega yndislega skemmtilegt...
Stay black - Salinto!

4.3.08

...Og maður getur verið...

...svo mikill mongó...en ég er box meistari í Nintendo Wii!



Stay black - Salinto!

3.3.08

...Og ég man varla eftir...

...annarri eins mánudagsmæðu...jiminn eini...

...ég svaf hrikalega lítið þessa helgi sem er mér sjálfri að kenna og þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að ég væri að deyja...líkaminn vildi bara ekki vinna með mér...en ég tók mig saman í andlitinu og dreif mig í skólann klukkan níu...eeeen þegar ég kom þangað þá fékk ég að vita að ég hefði ekki átt að mæta fyrr en klukkan tíu...þið getið rétt ímyndað ykkur ánægju mína!! Eeeen í staðinn fyrir að leggja mig og mín lúnu bein þá vann ég í staðinn fyrir Séð og Heyrt og kom því frá...sem var yndislegt...

...þegar ég var búin í skólanum var ég ekki mikið hressari en ákvað að drífa mig á hlaupabrettið...og þegar ég kom í ræktina voru öll hlaupabrettin upptekin...típískt...þannig að ég fór á ljótu stigavélina þangað til hlaupabretti losnaði...hefði bara átt að fara heim því guð minn góður...ég gat varla lyft upp fótunum og eftir skitna þrjá kílómetra var ég svo búin á því í fótunum að ég þurfti að hætta áður en ég myndi detta niður dauð...

...sííííðan ákvað ég (góð ákvörðun...sé það núna) að fara í sveittu skokkpeysunni og þröngu skokkleggings í búðina að versla í matinn því mig langaði að fara í dekursturtu heima hjá mér...og hvern rekst ég á...jú nítján ára gaur sem ég fór einu sinni í sleik við á úthverfabarnum...sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema að okkar kynni voru fremur sérstök og hann kom ekkert alltof vel fram við mig...þannig að ég ákvað að eyða allri minni orku í að forðast hann...sem var erfitt því við fórum sömu leiðina í búðinni...eeen ég ákvað að vera sniðug og fara vitlausa leið að kassanum svo ég myndi ekki rekast á hann þar líka...en viti menn! Hann ákvað líka að fara vitlausa leið (örugglega til að forðast mig) og eftir að við vorum búin að þykjast ekki sjá hvort annað alltof lengi þá ákveð ég að segja hæ við hann með bros á vör enda algjörlega snauð hvers konar tilfinningum í hans garð...og greyið...held að hann haldi að ég sé enn miður mín því hann var eins og hálfviti á svipinn hehe...sem var fyndið og ég labbaði út úr búðinni með bros á vör...

...síðan kom ég heim...fór í mína góðu dekursturtu og steinsofnaði...yndislegt...

...sit hér með í vörinni og er að horfa á hrikalega góða mynd sem ég verð að horfa á í pörtum...Le Schaphandre et le papillon...eða Diving Bell and the Butterfly...mæli með henni...

...í dag er fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég er ekki full af heimþrá...er bara nokkuð góð...en hlakka rosalega mikið til að koma heim í sumar...en ennþá meira hlakka ég til þess að fá páskafrí...jiminn eini...það verður svo hrikalega gott að komast í frí þó það sé reyndar mjög gaman í skólanum líka og ég hef sjaldan lært jafn mikið um leiklist og sjálfa mig...allt sem ég er búin að vera að læra síðustu þrjú árin er að koma heim og saman og ég næ betur og betur að aðskilja mitt persónulega líf og leiklistina...sem er rosalega góð tilfinning...og eftir aðeins rúmlega eina og hálfa viku verð ég í lest til Kaupmannahafnar á leiðinni að hitta Evu yndislegu og eyða með henni yndislegum frídögum...og við ætlum sko að hafa það yndislegt þó við séum báðar staurblankar...þurfum svo sem ekki pening til að skemmta okkur vel saman...það hefur ekki stoppað okkur hingað til...
Stay black - Salinto!