27.2.04

...Og ég hélt ég myndi æla í morgun...

...og ekki gleðiælu...o neinei...pirringsælu...

...Gerði þau mistök að láta augun detta á Opruh Winfrey þátt í morgun á hlaupabrettinu í Veggsport...þau mistök ætla ég að varast að endurtaka...

...þátturinn var tileinkaður "Operation Christmas Kindness" sem Oprah sjálf stóð fyrir ásamt sínu fylgdarliði og vinum um síðustu jól. Það sem fólst í þessari "Operation" var að Oprah fór með skarann til Suður-Afríku til að gefa 50.000 börnum jólagjafir - börnum sem höfðu kannski aldrei fengið jólagjafir og voru flest HIV smituð og áttu enga skó...

...ástæðan fyrir þessu "góðverki" var sú að Oprah minntist einna jóla þegar hún bjó í einhverju slömmi og mamma hennar átti ekki pening til að halda jólin hátíðleg eins og annað fólk í nágrenninu...Oprah kveið því sáran að þurfa að fara í skólann eftir hátíðarnar og þurfa að útskýra fyrir hinum krökkunum af hverju hún hafði ekki fengið jólagjafir eins og venjuleg börn...Oprah var næstum því komin með magasár af áhyggjum þegar loksins daginn fyrir jól birtust nunnur úr hverfiskirkjunni og gáfu henni og 2 systkinum hennar jólagjafir...og Oprah fékk þessa fínustu dúkku...og fylltist gleði- og velþóknunartilfinningu...og þessa tilfinningu var hún að reyna að kalla fram í hjörtum barnanna í Suður-Afríku...

...þetta er svo sem allt gott og blessað...og sumir kannski farnir að velta því fyrir sér af hverju ég hafi verið svona pirruð út af þessu "góðverki"....en málið er bara að þetta "góðverk" er ekki í þágu neins nema Opruh sjálfrar...það var allavega ekki málið að vekja athygli á slæmu ástandi í Suður-Afríku heldur einungis til að stilla einni af ástsælustu sjónvarpskonu Bandaríkjanna á einhvern ofurmannlegan stall...

...ég verð svo reið þegar frægt fólk reynir að upphefja sig á þennan máta...eins og hún sé ekki nógu fræg fyrir! Og að tileinka heilan þátt um hvað hún er frábær, æðisleg og meiriháttar er náttúrulega til háborinnar skammar...og það í hennar eigin sjónvarpsþætti!

...og það var ekki nóg að dásama "góðverkið" hennar Opruh (sem hún by the way gerði alveg upp á eigin spítur því hún var sögumaður) heldur þurfti að bæta inn Titanic-fiðlutónlist líka...og svo til að toppa þetta allt var sjálfur Nelson Mandela floginn á staðinn í helicopter og læti...eeeen nei...Nelson litli toppaði þetta reyndar ekki...toppnum var náð þegar Oprah hélt ræðuna sína við afhendingu jólagjafanna...þar sagði hún að hún væri "Living proof" þess hvað fólk getur náð langt með menntun...bídddddu...er hún eitthvað þroskaheft?! Að segja þetta við börn sem flest hver vita ekki einu sinni hvað orðið "education" þýðir...

...eeeen ballið var sko ekki búið...því næst tók ungur Suður-afrískur drengur til máls...þá hélt ég að mér væri allri lokið...ég þakkaði bara guði fyrir að hlaupatíminn minn var að renna út...eeeen þessi litli drengur dásamaði góðverkið hennar Opruh í hástert og auðvitað var ekki þurrt auga í húsinu...tja...hver vill veðja um að þessi litla, hjartnæma ræða hafi verið samin fyrir litla drenginn...sem kann eflaust ekki að skrifa...hvað þá að lesa...

...það sem svo kórónaði þennan uppsafnaða pirring var bandaríska konan sem var að tölta rólega með sinn hamborgararass við hliðina á mér sem sneri sér að mér og sagði orðrétt: "We lived in South Africa for 4 years and some people there have never even had shoes, not even grown men. It's soooo amazing that she's doing this..."

...svo mörg voru þau orð...en ég er hress...Íslenski Dansflokkurinn í kvöld með Earlie Preggó Sissí...úúú það verður gaman...
Stay black - Salinto!
...Og var að fá verðlaunin mín...

...fyrir karókíkeppnina núna áðan og ég er bara in seventh heaven sveimérþá...

...fékk hvorki meira né minna en 15.000 kr. gjafabréf á Café Óperu...jiddúddamía...held maður skelli sér bara á salatið og drekki svo líkamsþyngd sína í bjór...
Stay black - Salinto!

26.2.04

...Og stefnan er tekin á Hverfisbarinn...

...með systrum mínum...í fimmtudagsöllarann...líst vel á það....
Stay black - Salinto!
...Og ég er búin að finna...

...tvo vinnubloggara til viðbótar...ooo lífið er svo yndislegt...

...annars vegar er það Innblaðs-sjarmörinn Tóti sem fellur kylliflatur alla daga fyrir okkur skvísunum í smáauglýsingum...enda ekki furða...Tóti geislar af þokka og fegurð og er alltaf snyrtilegur í klæðaburði og orðheppinn mjög...nú í seinni tíð hefur Tóti einnig getið sér góðs orðs á öldum ljósvakans...ekki einungis sem frábær blaðamaður heldur hefur andlit hans einnig fengið að líta dagsins ljós á skjánum...

...hins vegar er það leiklistarmógúllinn og stórsöngvarinn Valur sem reyndar fellur ekki kylliflatur fyrir okkur heldur meira lallar framhjá okkur á leiðinni í kaffivélina...Valur er alltaf til í gott spjall og af honum geisla gáfur miklar og dýrslega eðlið skín í gegnum allt sem hann gerir...Valur er söngvarinn í hljómsveitinni Ríkinu og liggur rauður þráður kommúnismans í gegnum allt sem hann lætur frá sér...

...Lifi byltingin! Lifi bloggarar!
Stay black - Salinto!
...Og mér finnst bara eins og...

...líf mitt sé staðnað...ég veit að það er leiðinlegt að hlusta á nöldrandi og kvartandi manneskju but let´s face it...það er enginn að biðja ykkur um það...

...mér finnst bara eins og ég eigi eftir að rotna hér hjá þessu fyrirtæki...svarandi ókurteisu fólki í símann og setjandi reikninga í umslög...kannski er ég bara pirruð út af því að ég er komin með milljón paper cuts og 2 plástra á hægri hendina en saaaaamt...cooommmon...is this all I´m good for?! Djísus...ég hef svo háleit markmið fyrir framtíðina og ég er ekki einu sinni nálægt því að ná þeim...fussss...ég meina ég get ekki sótt um skóla fyrr en í júlí og þá fyrir árið 2005...ó mæ goddddd....

...kvarta kvarta kvarta...nöldur nöldur nöldur...og hver er niðurstaðan...ætla ég að hætta að vinna hjá DV og Fréttablaðinu? Og svarið er nei, ég bara tími ekki að missa félagsskapinn. Ætla ég þá að halda áfram að vinna þessa vanþakklátu vinnu og kvarta yfir því að ekkert sé að gerast í mínu lífi? Tja...já ég hafði nú hugsað mér það. Og hvað get ég gert til að komast eitthvað hærra í lífinu? Ég bara veit það ekki - en allar uppástungur eru vel þegnar....
Stay black - Salinto!
...Oooog ég get ekki beðið...

...eftir útborgunardeginum...úfff...

...ég ætla sko að detta alvarlega í það tónlistarlega séð og fara á fyddlerí í Skífunni á mánudaginn...ójá ójá...efst á lista er Cure-safndiskadótið og Pearl Jam...eeen svo er aldrei að vita hvað fleira bætist í kokteilinn...sérstaklega ef útsalan verður ennþá í fullum gangi...

...ég ætla líka að athuga hvort þeir í Skífunni geti verið svo elskulegir að panta geisladiska með The Lost Patrol inn fyrir mig þar sem ég er ekki svo heppin að eiga kreditkort...sem er alger bömmer því ég fann 2 geisladiska með þeim á Amazon og ég hélt þeir hefðu bara gefið út 1...fusss...

...annars er Nonni Reiðufé kominn í tækið...Beyonce var svona ekki alveg að gera sig til lengdar...
Stay black - Salinto!
...Og ég er algjörlega dottín...

...í poppið...í dag er það Beyncé Knowles...hvað verður næst...
Stay black - Salinto!

25.2.04

...Ooooog...

...norðurljósamyndirnar eru allar komnar inn...check it!
Stay black - Salinto!
...Og öskudagur...

...er svona dagur sem ég veit ekki hvort ég á að elska eða hata...

...tók strætó úr Veggsport í morgun og uppí vinnu og í Ártúni fylltist strætóinn af grímuklæddum krökkum sem fóru guðblessunarlega út í Kringlunni...eeeen ég fann fyrir miklum pirringi út í þau...veit ekki af hverju...held að helsta ástæðan fyrir þessum áðurnefnda pirringi hafi verið sú staðreynd að það er ekkert lagt upp úr búningunum eins og þegar ég var krakki...nú haldar krakkar að þeir geti bara spreyað lit í hárið á sér, klætt sig í plastpoka og sungið einhver ömurleg lög eins og Gamla Nóa og búist við að fá fullt af nammi fyrir...ussss....

...ég samt elska þennan dag því mig langar alltaf að vera krakki aftur á þessum degi...fannst svo gaman alltaf á öskudeginum. Saumandi öskupoka marga daga á undan...tínandi til alls konar drasl til að nota í búninginn og æfandi sönginn langt fram í tímann...

...núna er þessi dagur orðinn soldið Blaaaa...og búnað missa marks...fílaðaekki...
Stay black - Salinto!
...Og snillingur dagsins er tvímælalaust...

...hún Íris megaskvísa og stefnumótaráðgjafi sem kom með græjur hingað í vinnuna...ooooog brilliant disk með Whitney Houston...úúújeee...verðum við á útopnu í dag eða hvað...hún fær rafræna knúsið í dag...

...How will I know if he really loves me...
Stay black - Salinto!
...Og ég bara trúi varla...

...hvað popptónlist í dag er ömurleg...jisssssús...blöskraði nú bara í Veggsport áðan er ég reyndi að hlaupa af mér allt það sem fer í taugarnar á mér við sjálfa mig...það reyndar gekk ekki...en ég náði að pirra mig endalaust mikið á óforskömmuðum, dekruðum tónlistarmorðingjum...

...ég er nebblega mikill Stevie Wonder aðdáandi...mér finnst hann algert æði...ooog ég trúði varla mínum eigin eyrum um daginn þegar ég heyrði einhverja misheppnaða útgáfu af laginu Signed, Sealed, Delivered í flutningi einhvers ömurlegs boy bands...svo sungu þeir það svona 20 sinnum hægar en það á að vera...hvað er það?! Usss...

...eeen ég lét þetta ekki fara alvarlega í taugarnar í mér þar sem fólk getur nú gert mistök...eeeen í morgun var mér nóg boðið...sá í morgun á Popp tíví einhverja gellu...sem var ekki einu sinni sæt...binda Stevie niður, drepa konuna hans og nauðga svo laginu Superstition fyrir framan hann og börnin hans...djísus...alger skelfing...og svo ekki nóg með að útsetningin hafi verið léleg og söngurinn hræðilegur heldur notaði hún svo einhverja svona tölvufídusa í röddinni á tíðum sem fer alveg með daginn sko...

...og maður hefði haldið að ég hefði reynt að koma mér upp á tónlistarlegra hærra plan eftir þessa skelfingu og skella Tom Waits, Cure eða Nick Cave í...eeeen neeeei...ég ákvað að hlusta á gæðapopptónlist...gæðapopptónlist sem lætur mig smella fingrunum og langa að syngja og dansa af gleði...ójá...enginn annar en Justin Timberlake vermdi mín eyru í morgun...

...og ég skammast mín ekkert fyrir það...
Stay black - Salinto!

24.2.04

...Og sökum anna...

...hef ég klárað smásöguna mína á mettíma...hæfileikar mínir komu sjálfri mér á óvart meira að segja...held að sé mál að hætta á Fréttablaðinu og DV og einbeita sér að ferlinum...
Stay black - Salinto!
...Og dagurinn í gær var yndislegur...

...jisús minn góður...það þarf alltof lítið til að gleðja mig...

...byrjaði á því að fara tussulegri en allt í vinnuna og dagurinn leið eins og 10 mínútur sveimérþá...það er alltaf svo gaman í vinnunni...já já já....fengum meira að segja bollur og allt...finnst reyndar bollur ekkert spes góðar en lét mig hafa það...leið eins og góðum 5000 kílóum þyngri þar sem ég var búin að háma í mig gómsætri hjónabandssælu fyrr um daginn...

...Nurse Óli kom svo og sótti mig og við renndum við í ísbúðinni við Hagamel eins og okkur einum er lagið...oooog meeeen hvað ég er veik fyrir þessum ís...ég get borðað hann endalaust...endalaust segi ég...eeen lét miðstærð duga eftir bolluátið....síðan kíktum við aðeins heim og töluðum um viðtalið hans Óla...hann er nebblega að fara í viðtal í dag hjá Flugleiðum...hann fer kannski að flugfreyjast í allt sumar...gaman gaman....síðan toppuðum við algjörlega daginn með því að kíkja á Burger King í Smáralind...og ég er ekki frá því að ég hafi fengið snert af matareitrun...mér leið allavega svo illa í maganum að ég tók þá skynsamlegu ákvörðun að skella mér á hlaupabrettið í Veggsport...

...dagurinn var svo kórónaður með yndislegri sturtu og brilliant Sörvævor þátti...takk fyrir mig Guð...
Stay black - Salinto!
...Og eins og fólk hefur kannski tekið eftir...

...af fjölda færslna á þessari síðu þá er ekkert voðalega mikið að gera í vinnunni hjá mér...þannig að maður bloggar þá bara...þá lítur allavega út fyrir að maður sé að gera eitthvað voða mikið ehehe...neeeeeei...annars finnst mér ömurlegt þegar er svona lítið að gera í langan tíma...þá missir maður alveg vinnulostann svokallaða...nennir ekki neinu...ekki það að mig langi að vera sveitt að svara í símann...það er nú til millivegurinn sko...æjji feeeck it...

...skrifaði smásögu í gær...eða byrjaði á henni...er komin með góða byrjun...eitthvað um 3 blaðsíður...hygg á að klára hana í vikunni...oooo mér finnst svo gaman þegar ég fæ svona skrifbrjálæði...sem gerist sko ekki á hverjum degi...annað hvort þegar ég er mjög hamingjusöm eða mjög döpur...gaman að því...skemmtilegra væri þó að vera heima sofandi núna...
Stay black - Salinto!

23.2.04

...Og hvað er málið með...

...að Svanhildur Hólm hafi verið valin kynþokkafyllsta konan annað árið í röð og ég komst ekki einu sinni á blað...usss...dómarahneyksli!
Stay black - Salinto!
...Og af hverju...

...er þessi yndislega helgi búin...buhuhu...get varla haldið augunum opnum ég er svo mygluð og tussuleg...fussss...finnst sko að mánudagar ættu bara að vera kúrudagar...bannað og vinna og allt svolleis...

...eeeeeen það sem dró kannski helst til tíðinda er Landsins snjallasti...

...ég og Íris fórum að styðja Tótann okkar (og smá Símon líka) í landsins snjallasti fjölmiðlamaður...var tekið upp á laugardaginn en ég veit ekki hvenær þetta verður sýnt...

...veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þennan þátt og þessa upptöku...hef eiginlega of mikið neikvætt að segja þannig ég er að spá í að sleppa því all together...eeen það er svo freistandi að dissa hann...eeen þar sem ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þá nenni ég ekki að skrifa um etta...vááá þetta var useless...

...fæ bara bjánahroll þegar ég horfi á Hálfdán...

...og ég óverdósaði af appelsíni...

...ooog tónlistin er skelfing...

...eeeen einn liður í þessum þætti var kappát...allir þurftu að reyna að torga hálfum lítra af Royal búðingi...í mismunandi litum...virtist ekki vera neitt voðalega girnilegt en samt sem áður var ég með það í maganum allan fokkíng daginn að mig langaði í karamellu Royal búðing...ooooog ég gat ekki gleymt lyktinni í settinu þannig að eftir gómsætan mat á Indókína þá neyddist ég til að rölta inn í næstu hverfisbúð og kaupa mér búðing...og mmmmm...þetta var svo alveg jafngott og manni minnti...úúfff...minnti mig bara á þessa sérstöku daga þegar mamma gerði Royal búðing fyrir matinn og setti inn í ísskáp og svo kepptist maður um að klára matinn svo maður fengi búðing sem fyrst...mmm...those were the days...held ég geri Royal búðings át vikulegan viðburð um helgar...sveimérþá...
Stay black - Salinto!