25.2.04

...Og öskudagur...

...er svona dagur sem ég veit ekki hvort ég á að elska eða hata...

...tók strætó úr Veggsport í morgun og uppí vinnu og í Ártúni fylltist strætóinn af grímuklæddum krökkum sem fóru guðblessunarlega út í Kringlunni...eeeen ég fann fyrir miklum pirringi út í þau...veit ekki af hverju...held að helsta ástæðan fyrir þessum áðurnefnda pirringi hafi verið sú staðreynd að það er ekkert lagt upp úr búningunum eins og þegar ég var krakki...nú haldar krakkar að þeir geti bara spreyað lit í hárið á sér, klætt sig í plastpoka og sungið einhver ömurleg lög eins og Gamla Nóa og búist við að fá fullt af nammi fyrir...ussss....

...ég samt elska þennan dag því mig langar alltaf að vera krakki aftur á þessum degi...fannst svo gaman alltaf á öskudeginum. Saumandi öskupoka marga daga á undan...tínandi til alls konar drasl til að nota í búninginn og æfandi sönginn langt fram í tímann...

...núna er þessi dagur orðinn soldið Blaaaa...og búnað missa marks...fílaðaekki...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: