24.8.07

...Og nú er aðeins...

...rétt rúmlega vika þangað til ég yfirgef landið og því ákvað ég að setja saman topp tíu lista yfir sumarævintýrin...frábært sumar í alla staði...og auðvitað byrjar upptalningin á neðsta sætinu...

10 er fyrir tónleika







Hitti strákana í TOTO og var eins og versta grúppía...en þeir elskuðu mig samt...knúsuðu mig og kysstu og kölluð mig sweatheart og darling...tónleikarnir voru ágætir...tóku ekki mörg af mínum uppáhaldslögum en voru helvíti massaðir á sviðinu.
The Rapture kom skemmtilega á óvart...frábærir tónleikar í alla staði og söngvarinn alltof kynþokkafullur...
GUs Gus klikkaði ekki á menningarnótt...
Toby Rand tryllti gaukinn og varð að sjálfsögðu ástfanginn af mér...ég afþakkaði pent...
Kaupþingstónleikarnir voru skemmtilegir og var Helgi Björns nánast í sleik við mig allan tímann...ásamt Nylon stelpunum og Garðari Cortes...kvarta ekki...

9 er fyrir bíó



Bíódagar Græna ljóssins eru reyndar ekki búnir en ég er búin að sjá fimm myndir í boði Senu og þær hafa allar verið frábærar...fór á frumsýningu Astrópíu á miðvikudag og leið eins og stjörnu á rauða dreglinum...myndin var líka fín...mæli með henni...

8 er fyrir fótbolta



Hann er skemmtilegur...það var fátt skemmtilegra en að sjá Fylki vinna Val 3-2 á Laugardalsvellinum...takk fyrir það...er orðin fótboltablaðamaður Séð og Heyrt og líkar það vel enda ófáir kynþokkafullir þar...

7 er fyrir föt



20 kjólar á einu sumri...ekki slæmt það...

6 er fyrir Ísland



Var dugleg að ferðast um landið...fór til Akureyrar með fjölskyldunni...Grundarfjörð með Árna og Árni tók mig líka á góða rúnta á bæði mótorhjóli og bíl á staði sem ég heimsæki ekki oft...Ísland er fallegasta land í heimi...ekki orð um það meira...

5 er fyrir starfsfólk



Starfsfólk Séð og Heyrt er búið að bjarga geðheilsunni á blaðinu...Ragga, Tobba og Atli eru snillingar og hef ég tengst þeim böndum sem eiga aldrei eftir að slitna...við stelpurnar erum duglegar að elda saman og spila buzz og förum auðvitað í sleik...djók..eða eins og Ragga myndi segja...iiiiii...ég elska ykkur fallega fólk...þið eruð best og ég á eftir að sakna ykkar svooo mikið...sjáumst að ári...

4 er fyrir Árni



Eva kynnti mig fyrir frænda sínum..honum Árna...og við urðum yfir okkur ástfangin...en eins og góð Séð og Heyrt fyrirsögn myndi hljóma þá enntist ástin ekki og eins og Eva Dögg myndi segja þá erum við góðir vinir í dag...

3 er fyrir Glódís



Fékk að passa þennan snilling í heilan dag...það er einn af skemmtilegustu dögum sumarsins...það sem stendur upp úr er þó þegar hún sagði við mömmu sína að ég væri rosalega falleg...oooo mér finnst hún líka fallegasta manneskja í öllum heiminum...kemur mér alltaf í gott skap og það er alltaf stutt í grínið hjá henni...á eftir að sakna hennar óendanlega mikið þegar ég fer aftur út og tárast alltaf þegar ég kveð hana...

2 er fyrir Svanfríður og Íris



Þær klikka ekki á kantinum enda fallegastar á Íslandi og þó víðar væri leitað...Svanfríður kom mér hressilega inn í fótboltann og Íris kynnti mig fyrir Guitar Hero...þarf ég að segja meira? Elska ykkur að enda veraldar og til baka!

1 er fyrir Evu Dögg



Hún yfirgaf landið fyrir stuttu og er að brillera í Danmörku...komin inn í háskólann enda algjör snillingur og fallegasta manneskja í heimi...hún kynnti mig fyrir Árna (sjá listann)...leyfði mér að hjálpa sér að mála og setja upp partítjald og hélt kveðjupartí á einu skemmtilegasta kvöldi sumarsins...svo er hún líka besta vinkona mín og frábær! Ég elska þig að eilífu því þú ert best Eva mín!

Stay black - Salinto!

21.8.07

...Og það var ekki leiðinlegt...

...í vinnunni á Kaupþingstónleikunum...með þennan voðalega litla passa sem sást varla...hann Eggert tók þessa mynd...



Stay black - Salinto!

20.8.07

...Og ég skemmti mér...

...konunglega um helgina...þó karlmenn séu enn aumingjar hó hó hó...greinilega enginn sem vildi taka mig á orðinu og afsanna þá kenningu...en það er allt í lagi...i know i'm fabulous...

...byrjaði daginn á græna ljósinu í gær og sá Sicko sem var fín...ég hló og grét...á átta myndir eftir á passanum mínum og í dag stefni ég á Deliver Us From Evil ef ég næ að komast nógu snemma heim...gaman gaman...

...á miðvikudaginn er svo frumsýning Astrópíu...ég innilega vona að ég fái lítinn aulahroll...

...Gus Gus voru geðveikir...ekkert meira um það að segja...

...var full í fjóra daga í röð...komin aftur í danska formið...enda eins gott...maður er að fara út eftir tæplega tvær vikur...éééég hlakka svo til...

...og þetta var eflaust leiðinlegasta bloggfærsla í heimi...mæ ó mæ...
Stay black - Salinto!