17.5.04

...Og nú er fyrsta degi mínum...

...í blaðamennsku lokið...ó well ó well...

...veit ekki hvernig ég stóð mig en ég held að þetta hafi gengið svona ágætlega...reyndar var ég svoldið utanvelta þar sem ekkert var fyrir mig skrifborðið eða tölva...þannig að ég plantaði mér bara einhvers staðar hjá einhverjum sem var í fríi...eeen vonandi breytist það á næstu dögum...

...þetta leggst bara vel í mig...fæ að skrifa í Birtu og Allt-síðurnar og það getur verið bara sérdælis prýðilegt...lífið er bara nokkuð yndislegt...
Stay black - Salinto!
...Og aðfaranótt miklu Metallica miðasölunnar...

...skellti ég mér barasta í bíó með henni Evu minni og ektamanninum auðvitað. Við skelltum okkur á The Butterfly Effect með stórleikaranum Ashton Kutcher...

...ég veit ekki hvort þessi mynd er góð eða hvort hún naut bara góðs af því að vera næsta mynd á eftir Van Helsing sem ég sá...eeeen ég skemmti mér vel...og hún var veeeel scary sko...

...það var náttúrulega frekar lítið sem gekk upp í þessari mynd þannig séð...ef maður tekur mið af raunveruleikanum...og ekki var þetta nein Óskarsverðlauna-frammistaða sem leikararnir sýndu...eeeen það skiptir ekki öllu máli...

...myndin var betri en ég bjóst við...eigum við ekki að láta þar við sitja...reyndar hef ég óbeit á myndum sem ég þarf að taka fyrir augun og kreista höndina á næsta manni á eeen þetta kallar nútímasamfélag víst skemmtanagildi...and I let myself get sucked in goooood...
Stay black - Salinto!