19.4.03

Og tár mín eru sæt í dag...

...því ég var að lesa svo krúttlegt entry í gestabókinni minni...fólk getur verið svo æðislegt þó maður þekki það ekki neitt...manni hlýnar bara um kaldar hjartaræturnar...tala nú ekki um köldu puttana og tásurnar...takk fyrir mig *koss* og *knúþþþ*

...eeeen að öðru...ég var að fatta að ég á svona hlekkjaarmband og er með svona 4 hlekki í því...sem mér finnst frekar sorglegt þar sem ég er næstum búnað eiga það í ár...heilt ár! Hvað er málið með það?! Held að það sé útafþví að þegar maður á ekki kærasta þá hefur maður engann sem gefur manni gjafir svona bara út af því...sem er svo sem ágætt...fólk á ekkert að vera að eyða einhverjum pening í mann...en það væri nú samt nice að fá hlekki svona from time to time....eina fólkið sem hefur gefið mér eru Unnur, Auður og Freyja og ég mun ávallt elska þær fyrir það...og auðvitað muna eftir þeim...er það ekki annars tilgangur í svona hlekkjaarmböndum? En ég held ég fari bara að kaupa mér mína eigin hlekki...þannig er ég bæði sorgleg og pathetic og fæ bara hlekki sem mér finnst ógeðslega flottir...svo er það líka góð aðferð til að eyða pening...
Stay black - Salinto!

18.4.03

Og ég er svo gleymin...

...gleymdi að minnast á snilldarmálshátt sem ég fékk í páskaegginu á starfsmannafundinum á miðvikudaginn:

„Hamingjan er heimafengin og skal ekki
tína í garði annara"


...eða eitthvað á þá leið...finnst þetta frábær málsháttur...mar ætti kannski bara að lifa eftir þessu og sleppa heimshornaflakki...ooo neeee...
Stay black - Salinto!
Og muniði ekki þegar...

..maður val lítil gelgja og var alltaf að gera svona LOVES dæmi fyrir þann sem mar var skotinn í og svo fékk maður út einhverja prósentu og eitthvað shittt...ehehehe...var að hugsa til þess áðan og prófaði að gera eitt solleis (segi náttlega ekkert með hverjum tíhí) en það magnaða gerðist að ég og þessi einstaklingur (hahaha...vitið ekki einu sinni hvort etta er kaddl eða kona mouhahah (my plan laugh)) fengum 99%...það hefur aldrei gerst áður...ef ég myndi trúa aðeins meira á örlög þá myndi ég leggja mikla meiningu í þetta en þar sem ég er alltaf að reyna að halda mér meira og meira á jörðinni þá læt ég þetta sem vind um eyru þjóta og held áfram að lifa mínu lífi...eeen það væri náttlega ekkert verra þó að þessi 99% myndu láta sjá sig eftir páska...

...eeeen verið var að flytja upptökur frá Nick Cave á Íslandi 9. desember á Rás tvö rétt áðan og það var luuuuvely...cause I was there! Meeen ó meeen ég algerlega endurupplifði þessa tónleika og það var æðislegt! Lagið mitt var samt ekki spilað...sem var skrítið..eina lagið sem var ekki spilað...en fyrir þá sem ekki vita þá er það The ship song...eeen flottustu lögin á þessum tónleikum voru tvímælalaust Henry Lee, Mercy Seat og God is in the house...reyndar þegar ég pæli meira í því þá var West Country Girl ekki heldur spilað áðan...fuss...það var einmitt eitt af flottustu lögunum líka...eeen þau voru öll æðisleg...oooo...mig langar að sjá þennan Guð í mannsmynd aftur! Og þá á miklu lengri tónleikum..jiiidúddamía...en snillingur dagsins er einmitt Sigga Vala sem lét mig vita af þessari gersemi áðan frá Blöndósi..kiss og knús...
Stay black - Salinto!
Og ég er...

...skannóð í kveld! Kannski útaf því að maður kann ekki að vera í fríi og hefur ekkert að gera...eða útaf því að mér finnst svo gaman að skann..neee...gotto be the first one...
Stay black - Salinto!
Og hve töff er það...

...að tala finnsku?! Meeen ó meeen..ég vona að eitt af því sem ég á eftir að gera um ævina sé að læra finnsku...alger snilld...var einmitt rétt í þessu að sækja um að vinna á finnsku rokkfestivali 13.-15. júní...vonandi fæ ég það mar...finnska vinkona mín verður að vinna þar og þetta yrði nett snilld...svona meðan ég er að bíða eftir að Eva bestavinkona sé búin í prófum...svo fær maður frítt inná festivalið og frían bjór, gistingu og eitthvað annað dót...alger snilld...vinna í 2 tíma og 2 tíma frí...tjékkið á því...snillingur dagsins er einmitt finnska vinkona mín sem þýddi alla umsóknina fyrir mig hehehee...

...og talandi um töff..hve töff væri það ef ég fengi símtal frá einhverjum 3. maí og sá hinn sami væri að segja mér að hann/hún væri að koma með mér út 4. maí! Alger snilld! Og bara til að plögga þetta meira þá eru laus sæti til þennan dag...check it...

...eeen ég er alveg að deyja núna mig langar svo út...var að setja inn myndir frá costa á þessa blessuðu myndasíðu mína...reyndar á ég ekkert essar myndir...svona stolnar héðan og þaðan...en mig langar aftur í tímann núna...aftur til costa...djöfull var það suddalega gaman..held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel á ævinni...oooo...mar verður nú að kíkja aðeins þangað áður en maður yfirgefur Spán..just for old times sake...meeen alive...
Stay black - Salinto

17.4.03

Og vímulausir páskar eru víst...

...úr sögunni þar sem nett fyddlerí var tekið í gær...samt ekkert svaðalegt...þegar ég var búnað sitja á Kringlukránni í klukkutíma að spjalla við Freyju þá skellti ég mér til Stínu skýrrara en þar voru Stefán Hrafn og Sigga Vala í góðu tjútti...endaði svo með Stefáni Hrafni og Stínu á Kaffi List og það var bara sérdælis prýðilegt...fékk reyndar versta White Russian sem ég hef nokkurn tímann smakkað þar...held að gaurinn hafi notað sítrónu vodka eða einhvern fjandann...eeeen ég borgaði ekki fyrir hann só hú gifs a tæní rats eeees?! En þetta var fínt djamm...gaman að djamma svona með vinnufélögunum þegar maður er að fara að kveðja pleisið...svo tekur maður almennilega á því næsta miðvikudag...úhú!

...og talandi um vinnuna þá sleppur maður ekkert frá henni því í dag fór ég í fermingu og með fyrstu manneskjunum sem ég sé er Skýrrari...veit reyndar ekkert hvað hann gerir og varla hvað hann heitir en ég veit að hann er að vinna með mér...hehehe...og auðvitað heilsaði ég honum með virktum...

...eeeen ég fór í kirkju í dag að horfa á fermingu og meeeen hvað þetta er merkingarlaus athöfn...guð minn góður...ég bara skil ekki af hverju krakkar fermast svona ungir...þetta er hræðilegt...algerlega tilgangslaust og asnalegt hreinlega...myndi enginn láta ferma sig ef engar væru gjafirnar that´s for sure...og hræsnin...fólk sem mætir aldrei í kirkju allt í einu mætt í sínu fínasta pússi að syngja sálma og biðja bænir...og er ég eitthvað skárri? Oooo neee...ég er alveg jafnmikill hræsnari og allir hinir...og er ég sátt við það? Tja...eiginlega ekki en það lagaðist um leið og ég kom í veisluna og fékk allar þessar góðu kökur...mmmm...en ætla ég að ferma barnið mitt? Tja...held að þjóðfélagið gefi mér nú ekki marga kosti í þeim efnum...eeen ef ég fermi barnið mitt þá allavega baka ég svona súper góðar kökur eins og voru í fermingunni í dag...
Stay black - Salinto!

16.4.03

Og það er aldeilis flöskudagsskapið í manni í dag...

...ég og stelpurnar ætlum bara að kíkja á vinnupöbbinn núna á eftir þó að ég sé nú reyndar að fara að vinna...en maður er nú bara meira ligeglad ef maður er smá í því...ha ha ha...en fyrst að ég er komin í flöskudagsskapið þá ætla ég nú barasta að óska ykkur GLEÐILEGS FLÖSKUDAGS og gleðilegra páska...
Stay black - Salinto
Og af hverju er ég á lausu?

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Varð að láta þetta hérna því ég er svo stolt..ha ha ha...og ég svindlaði ekki neitt!
Stay black - Salinto!
Og guð minn góður...

..hvað æðri máttarvöld tóku illa á móti mér í morgun eftir mín skemmtilegu veikindi!! Byrjaði með því að ég þurfti að fara að pumpa í dekkið mitt...svo þegar ég var hálfnuð úr Breiðholtinu fann ég eitthvað skrýtið á seiði og þá var bara allt loft farið úr dekkinu..þannig að ég hljóp með hjólið um allt neðra Breiðholt...sem er believe it or not erfiðara en að hjóla...þangað til ég kom á Olís og pumpaði aftur í þetta blessaða dekk..en viti menn...er þá ekki bara stórt gat á dekkinu..þannig að ég leit í átt til Háaleitisbrautar og hugsaði með mér „hlaupa með hjól með sprungið dekk í vinnuna" og leit svo í átt að Mjódd og hugsaði „hlaupa með hjól með sprungið dekk í strætó"...og valdi seinni kostinn..og eyddi heilum 220 krónum í þristinn...sem ég hef barasta aldrei gert áður..og það var fínt...nema það kom gaur inní strætó sem ég bullaði einhvern tímann í á einhverju fyddleríi..og ég svona sveitt og sæt fór alveg í kleinu þegar hann brosti til mín og bara stillti Cure í botn og lét hugann reika...

...eeen í dag er langur dagur þó það sé ekki fimmtudagur því einhverjir snillingar í Kringlunni ákváðu að hafa fimmtudagsopnun því það er lokað á morgun...kannski sömu snillingarnir og ákváðu að hafa opið á Sumardaginn fyrsta..hver veit..hálfvitar! En eftir vinnu ætla ég að kíkja á Kringlukrána...ein...því ég er svo mikill róni ha ha ha..reyndar er hún Freyja mín að vinna þar og ætla ég að kíkja á hana...aldrei að vita nema við förum svo á eitthvað skrall..kemur í ljós...

...eeen hvernig líst ykkur annars á nýju síðuna mína? Hún er under construction akkúrat núna en þetta er allt að koma til...endilega tjáið ykkur...
Stay black - Salinto!

15.4.03

Og jæja já...

...núna er einhver mynd að komast á þessa blessuðu síðu...Fannar er snillingur og náði að bjarga template-inu mínu..þúsund kossar og knúþþþþþ...alger snilli...þið verðið samt að vera þolinmóð því ég er tölvublindasta kona í heimi...
Stay black - Salinto
Og hvað er málið með...

..að allir haldi að ég sé þunn í dag?! Er ég svona mikill svampur eða? Og fólk heldur að ég mæti ekki í boð á daginn og þvíumlíkt...maður verður kannski að fara að endurskoða þessa drykkju eitthvað...eeen ég stefni að drykkjulausum páskum all together! Heyr heyr! Hvort ég stend við það kemur svo í ljós en það er alltaf gott að setja sér markmið from time to time....svo verður tekið nettur þynnkudagur sumardaginn fyrsta því 23. er eitthvað keilufyddlerí í vinnunni...svona síðasta tækifæri til að gera sig og alla aðra að fífli og gera einhvern nettan skandal..eins og að troða keilum uppí óæðri endann á fólki og standa fyrir blautbolakeppni allra yfir fimmtugt...
Stay black - Salinto
Og í dag er Lilla veikur...

...heimasíðugerðin fór alveg með mig í gær heima hjá Fannari því ég kom heim eftir það og ældi öllu sem ég átti og meira til þannig að hér sit ég nývöknuð heima...sem er ekki skemmtilegt því mig langar að vera í vinnunni því mér leiðist..eeen ég á nóg að friends spólum þannig að það er nett ha ha ha...

...eeen ég var búnað gleyma hvað það er ógeðslegt að æla...og hvað þá nokkrum sinnum yfir nóttina...fussumsvei...en hún móðir mín var nú hér og stóð með mér allan tímann því hún er engill...koss og knús...

...eeen heimasíðugerðin gekk líka svona vel þangað til gamla template-ið ákvað bara að poppast upp aftur þannig að ég get ekkert lagað það...verð aðeins að bíða og sjá hvort það fer ekki...annars verður Fannar að redda þessu fyrir mig...við björguðum gamla template-inu þannig að allt er í gúddí...ég bara get ekki breytt linkunum mínum eða neitt...en við björguðum archive-inu mínu (eða skjalasafni ha ha ha) þannig að ég get eytt páskunum í það að læra spænsku og lesa gamalt blogg...gaman að því...

...eeen fyndið í gær að ég íslenskaði allt sem við vorum að gera þannig að Fannar skildi stundum ekkert hvað ég var að tala um...hver kannast ekki við breytur, sniðmát, skjalasafn og stílblað ég bara spyr?! Hahaha...ég er búnað vera þýða svooo lengi að þetta meikar actually brjálaðan sens og ég nota þetta frekar en útlensku orðin! Saaaaadd!

...eeen mamma er að gera mig nett pirraða með brjáluðu gítarglamri þessi elska...hún er nebblega komin í páskafrí..fuss...þessi kennarar þurfa aldrei að gera neitt ha ha ha...eeen hún er nú ekki sú besta að spila á gítar þannig að þetta er ekkert sound of music en maður fyrirgefur henni það nú fyrir að hafa haldið hárinu á manni uppi og svona í nótt...en ég er samt soldið pirruð...but I´ll get over it...

...endilega sendið mér góða strauma í dag og fullt fullt af ís því ég vil ekki vera veik lengur ;) Og enn og aftur afsaka ég þessa síðu í vinnslu...
Stay black - Salinto

14.4.03

Og Rolling Stones eru snillingar....

Childhood living is easy to do
The things you wanted I bought them for you
Graceless lady you know who I am
You know I can't let you slide through my hands

Wild horses couldn't drag me away
Wild, wild horses, couldn't drag me away

I watched you suffer a dull aching pain
Now you decided to show me the same
No sweeping exits or offstage lines
Could make me feel bitter or treat you unkind

Wild horses couldn't drag me away
Wild, wild horses, couldn't drag me away

I know I dreamed you a sin and a lie
I have my freedom but I don't have much time
Faith has been broken, tears must be cried
Let's do some living after we die

Wild horses couldn't drag me away
Wild, wild horses, we'll ride them some day

Wild horses couldn't drag me away
Wild, wild horses, we'll ride them some day

Stay black - Salinto!
Og helgin var það heillin....

...ákvað að vera bílandi á laugardag þegar ég fattaði að ég var akkúrat ekkert búnað sofa...fór til Dísu í eitthvað staffadjamm hjá henni og þaðan niðrí bæ...byrjuðum á Vegamótum sem mér fannst hálfslappt...þegar ég var búin að fá svona u.þ.b. milljón slappar pick-up línur (meira að segja „Kemurðu oft hingað" og ekki í gríni!) þá stakk ég stelpurnar af og hitti Siggu Völu á Ölstofunni fyrir tilstilli okkar ljúfa og hjartahlýja markaðsstjóra...þaðan lá svo leið mín aftur til stelpnanna á Píanó barinn (af öllum fokkín stöðum - og ég borgaði mig inn!!) og svo endaði kvöldið á Prikinu þar sem við náðum í Ofur Dóra og skutluðumst svo á Select í eina pylsu með kartöflusalati (mmmm) og svo bara heim um fimm-leytið...ágætiskveld...ekki mikil stemming en ég hitti fullt af góðu fólki...meirihlutann Skýrrara en það er allt gott að segja um það...

...svo var sunnudagurinn frekar laime til að byrja með...gat varla vaknað í vinnuna sökum þreytu en dreif mig upp og fór svo aðeins fyrr til að fara í fermingarveisluna hjá Simma frænda mínum...gaf honum voða stórt páskaegg og ég held að ég sé besta frænka í heimi núna..hehehe...þetta var svona matarveisla..sem ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af...er hrifnari af svona kökuveislum...eeen þegar ég sá graflaxinn og risafatið af kartöflusalati þá tók ég gleði mína á ný....síðan skutlaðist ég heim og skannaði inn nokkrar myndir (eins og sést hér fyrir neðan) og brunaði svo aftur í Kópamannavog á tónleika hjá Rússibönunum og Vox Academica sem hún Ziggie syngur í...þetta voru svo mergjaðir tónleikar að það hálfa væri nóg...eina sem pirraði mig var myndatökumaðurinn sem var alltaf með vélina á lofti en Jón Ársæll er víst að gera þátt um Diddú (sem var að syngja þarna líka)...æjj þetta var æðislegt...fiðluleikurinn minnti mig samt óneitanlega á strák sem ég var að dúlla mér með fyrir um 2 árum síðan og hann spilaði á fiðlu fyrir mig eina kvöldstund...það var brjálæðislega mikið turn on þannig að ég var hálfspennt alla tónleikana ha ha ha...reyndar minnti fiðluleikurinn mig líka á Warren Ellis á Nick Cave tónleikunum og þá varð ég ekkert minna spennt...svooo bara endaði ég helgina á að horfa á endursýninguna á The Bachelorette sem ég missti af á fimmtudaginn síðasta og var svo þreytt í morgun að það var eiginlega ekkert fyndið!

...eeen skot helgarinnar á hún Guðrún frænka mín...hún heilsaði mér í fermingarveislunni og sagði „Nei hæ. Við sáum þig ekkert áðan. Vorum einmitt að tala um það að þú mættir örugglega ekki í veislur á daginn!" Ha ha ha...hún er alger hreinasti snillingur! Þessi djókur tryggði henni þokkalega boð í mitt kveðjupartí!

...eeen matur helgarinnar var óneitanlega kartöflusalat! Ég held ég hafi overdósað af kartöflusalati en það er nú gott og blessað...nema hvað það er ógeðslega fitandi! But hey...you only live once!

...ooog styrktaraðilar hjólreiðanna eru The Cure með diskinn sem ég var að kaupa The head on the door...sem er vægast sagt snilld!!
Stay black - Salinto!

13.4.03

Og ég var að enda við að...

...skanna inn fullt fullt af nýjum myndum...tjékkið á þeim hér!
Stay black - Salinto!