12.11.07

...Og ég kom til Árósa...

...rúmlega níu í morgun eftir engan svefn...skellti mér þá beint í Kvickly og keypti mér epli, gulrætur og sushi til að svala sárasta hungrinu...hitti kennarann minn þar...sem ég er by the way smá ástfangin af...og við löbbuðum saman í skólann...

...hann spurði mig hvað ég hefði gert um helgina og ég fór að lýsa þessum frábæru Take That tónleiku sem hafði verið draumur minn í tólf ár...og þá sagði hann við mig að draumur minn hefði sem sagt ræst...og ég jánkaði því...og þá fór ég að hugsa að það hefur sveimér þá aldrei gerst í fullorðnislífi mínu...að draumur minn hafi ræst...þetta er orðatak sem maður notar oft en skilur ekki beint hvað það þýðir...en í gær skildi ég það...draumur minn rættist...ef maður getur látið einn draum rætast á ævinni þá er það nokkuð gott...ég hlakka til að láta næsta draum rætast...verða fræg Bollywood stjarna og ferðast á enda veraldar...víhí! Það getur ekkert stoppað mig núna...

...get ekki hætt að brosa og hlusta á Take That...lífið er svo dásamlegt að það er ekki einu sinni fyndið...þó ég sé búin að sofa í samanlagt fjóra tíma og búin að vera í skólanum í 10 tíma...og kjúklingurinn minn er endalaust lengi að steikjast...þá get ég bara ekki annað en brosað framan í heiminn...

...og ég er búin að tryggja mér miða á The Cure í Köben í febrúar...annar draumur rætist...fíla þetta draumastand...


Stay black - Salinto!

11.11.07

...Og ég er ennþá jafn...

...ástfangin af Take That og ég var fyrir tólf árum...tónleikarnir voru geðveikir! Ég hef aldrei farið á svona flotta tónleika á ævinni...þegar maður fer bara á tónleika á Íslandi býst maður við engu en vá...þetta var náttúrulega sjúklegt...ég öskraði textana eins og smástelpa og kunni ennþá gömlu sporin eins og algjör nörd...var sex metra frá sviðinu og hélt ég myndi deyja...úfff...ég verð lengi að jafna mig á þessu....



Stay black - Salinto!