17.4.04

...Og hérna kemur svo...

...ferðasagan frá Köben...reyndar óprófarkalesin þannig að hún er örugglega full af villum...but...enjoy...

Ástfangin í Köben páskahelgina 2004

Dagur 1 (09/04 2004 – Föstudagurinn langi):

Vöknuðum alveg eldsnemma og aldeilis ekki endurnærð eftir aðeins 2 tíma svefn sökum Sugababes-tónleikabrjálæðis kvöldið áður.
Kl. rúmlega 5 var lagt af stað til Keflavíkur, á réttum tíma ótrúlegt en satt.
Við komuna í Leifsstöð biðu okkar páskaglaðningar frá Nóa Siríus sem spilltu sko aldeilis ekki fyrir – 4 páskaegg nr. 1 og fullt, fullt af konfekti sem kom sér vel þar sem bæði páskaegg skötuhjúanna voru skilin eftir á litlu eyjunni í Atlantshafinu.
Í Leifsstöð var að sjálfsögðu tekið smá forskot á sæluna og einn bjór opnaður með stæl rétt fyrir 7 um morguninn – ektamaðurinn var nú reyndar ekki svo djarfur og lét kaffið nægja.
Kl. 7.30 var lagt í ´ann með því ágætisflugfélagi Iceland Express og var flugið sérdælis prýðilegt – þar var sofið, heklað, hlustað á tónlist og litið í tímarit til að stytta sér stundir.
Lendingin á Kastrup var mjög svo mjúkleg og ekki spillti fyrir að fyrsta manneskja sem blasti við manni er maður steig inn í flugstöðina var sjálfur Friðrik Weishappel. Því miður var Frikki kallinn á leiðinni til Íslands þannig að maður sá hann ekkert meira í ferðinni – hefði þó verið gaman að taka með honum nett karókí – en maður gerir það bara næst.
Yndislegt að koma til Köben svona ári eftir síðustu heimsókn og þá rifjuðust óneitanlega margar misgóðar minningar upp, nær allar tengdar Siggu Völu V, en þó ekki allar.
En til að forðast pirring og eymsli í höndum og fótum þá ákváðum við að taka leigubíl á gistiheimili Guðna þar sem við myndum eyða næstu 4 nóttum. Við hefðum þó alveg eins getað labbað því leigubílstjórinn vissi ekkert hvert hann var að fara, gat ekki skilað okkur á réttan stað og rukkaði okkur auk þess offjár fyrir skutlið. En þetta atvik gleymdist fljótt þegar Guðni leiddi okkur inn í vistarverur okkar sem voru svona sérdælis góðar og huggulegar. Þá var tekið smá lúr og síðan beint á Strikið í bjór, Valentine´s pizzu og nachos.
Um 16-leytið var maður orðinn frekar hífaður en lét það ekki stoppa sig og héldum við því áfram að svolgra í okkur bjór.
Á endanum var stefnan tekin á Sam´s bar – besta karókí bar í bænum, síðan var stoppað í 7-11 og skellt í sig einni Flödebölle og síðan beinustu leið heim til Guðna með strætó númer 12 á Hedegårdsvejen ;)


Dagur 2 (10/04 2004 – laugardagur):

„Einn af bestu dögunum með Liljunni í Köben” skrifar ektamaðurinn orðrétt um þennan dag.
Dagurinn byrjaði snemma og án allrar þynnku. Við tókum okkur tölt út í bakarí þar sem Liljan gæddi sér á gómsætri, franskri vöfflu og ektamaðurinn fékk sér eitthvað smördeigs, eplarusl. Eftir það var Tólfan tekin niður á Ráðhústorg og búðirnar skoðaðar aðeins. Ekki mikið keypt þennan daginn heldur meira skoðað og vorum við alltof upptekin að hrista af okkur hóp af „feitum”, íslenskum gelgjum sem eltu okkur út um allt.
Eftir bæjarferðina var tekin góð sturta og skipt um föt og síðan stefnan tekin yfir á Nörrebro þar sem beið okkar yndislegur matur hjá Sverri og Sigurrósu, vinafólki ektamannsins svokallaða. Engi furða þótt maturinn hafi runnið svona vel í mann enda Sigurrós kokkanemi og alles. Alger snilld og fá þau stóran, feitan plús fyrir mjög skemmtilegt og afslappað kvöld.
Eftir matin héldum við auðvitað í bæinn og var farið á þungarokksstað sem heitir því skringilega nafni Tex Mex. Þar var voða fínt Metallica-coverband að spila og skemmtu viðstaddir sér mjög vel með viðeigandi látum og luft-trommusólóum.
Við skötuhjúin urðum eitthvað dösuð af öllum bjórnum og fórum tiltölulega snemma heim, svona um 3-leytið og tókum okkur góðan lúr. Reyndar var tekinn Burger King og nettur ís á þetta fyrir svefninn. Góður skítur.


Dagur 3 (11/04 2004 – Páskadagur):

Setningar dagsins eru tvímælalaust: „Þú ert minn Hasselhoff” og „Suma hluti lánar maður ekki” – já skötuhjúin orðin ansi skrýtin af bjórþambinu en samt í fullu stuði.
Risum seint úr rekkju og fengum okkur voða næringarríkan morgunmat (nachos með öllu tilheyrandi). Röltum í bænum og settumst inn á einhvern sniðugan pöbb með voða fínni Live music – svona Lation Lover að taka ballöður og ýmislegt fleira sniðugt. Ætluðum að beila á djamminu og demba okkur í kúr og vitleysu en hættum fljótlega við það þegar vínandinn fór að svífa á okkur. Fyrrverandi samstarfskona ektamannsins, vinur hennar og brasilískur elskhugi hans komu svo og drukku með okkur og stefnan var svo tekin á Sam´s bar – karíókí staðinn fræga. Þar komst ég að því að ég er tvímælalaust versti karíókí-söngvari í Danmörku, ef ekki Evrópur og ef ekki öllu heiminum. Réðst heldur ekki á garðinn þar sem hann var lægstur þar sem How Will I Know með Whitney Houston var blastað og þar var bókstaflega sussað á mig.
Um 4-leytið eftir dágóða karókí-sveiflu og alltof mikið af Íslendingum ákváðum við skötuhjúin að leggjast í rekkju þar sem hellurnar fyrir eyrunum og suðið í hausnum var orðið óbærilegt.


Dagur 4 (12/04 2004 – Annar í páskum):

Jæja, nú var risið úr rekkju ekki fyrr en 15-leytið enda ekkert opið og við bara í ruglinu. Þá var bein leið niður á Strik á glæsipöbbinn Dubliner þar sem horft var á voða skemmtilegan fótboltaleik að hætti hússsins.
Eftir leikinn var tekin strætóferðin endalausa í gömlu vinnuna ektamannsins sem er svona líka voða fínn listigarður skástrik kirkjugarður. Voða fallegt. Þar eyddum við dágóðri stund í sólinni en síðan var haldið aftur á Strikið í þvílíkan ógeðismat á einhverju subbu Kína-stað. Alger viðbjóður sem ég óska ekki neinum. Fitukjöt, ógeðslegar núðlur og skrýtnar rækjur, mjög svo skrýtnar.
Eftir ógeðismatinn sagði hungrið aðeins til sín þannig að ferðinni var heitið í 7-11 þar sem smá nammi var keypt og síðan var haldið heim til Guðna í sjónvarpsgláp og afslappelsi fyrir síðasta daginn. Vekjararklukka stillt kl. 8.


Dagur 5: (13/04 2004 – þriðjudagur)

Og viti menn – vekjaraklukka stillt kl. 8 og fólkið reis úr rekkju kl. 8. Magnaður skítur.
Pökkuðum öllu saman, tókum aðeins til og skiluðum herberginu til hans Guðna kallsins.
Dagurinn byrjaðir á góðu rundstykke í 7-11, nammi namm. Því næst var sko tekin búðarleiðangur þar sem markmiðið var að eyða öllum peningunum okkar í föt, geisladiska og almenna vitleysu á milli þess að sötra bjór og borða pylsu.
Hittum Sverri, Sigurrósu og litlu Heklu aðeins yfir nokkrum bjórum, kvöddum svo með smá ekka og skelltum okkur í taxa á flugvöllinn með brillíant bol í farteskinu („Bowie says let´s dance).
Í flugstöðinni hittum við svo samstarfskonu ektamannsins aftur og vin hennar og fengum að heyra meira að ævintýrum þeirra.
Fluginu okkar seinkaði aðeins og því fórum við ekki í loftið fyrr en um 21-leytið og lentum heima í 3 stiga hita um 23-leytið.
Fríhöfnin var tekin með stæl og síðan brunað heim á Flókann í Devito´s og Survivor.


Mögnuð ferð að baki með mögnuðum ektamanni. Takk fyrir mig.

Stay black - Salinto!
...Og ég varð svo heppin um daginn...

...er ég keyrði yndislega bíl ektamannsins um Reykjavíkurborg í sól og blíðu að heyra Eurovision lagið okkar ástsæla aftur...

...nú eru skiptar skoðanir um þetta lag en þó virðist mér sem flestir séu að fíla það alveg í tætlur og finnist það æðislegt...mér aftur á móti finnst það ógeðslegt...mér finnst Jónsi ógeðslegt...og mér finnst ógeðslegt að lag sem er svona greinilega stolið (Come what May úr hinni yndislegu Moulin Rouge) fái að keppa í svona keppni...

...mér finnst það líka magnað að hitta allt þetta fólk sem finnst þetta svona æðislegt lag en svo getur ekki svo mikið sem ein manneskja raulað fyrir mig texta- eða lagabrot úr því...skrýtið fyrst það er svona meiriháttar, frábært og yndislegt...

...Kannski er ég bara svona bitur...ég á náttúrulega heima í þessari keppni...

...og ég ætla ekki einu sinni að byrja um casting-ið í Hárið...og Hárið yfir höfuð...
Stay black - Salinto!

15.4.04

...Og það var svolítið skemmtilegt áðan...

...að ég fór til læknis...sem er svo sem ekki frá sögu færandi...nema hvað að ég labba inn á biðstofuna og þar er bara dúndrandi rokkmúsík...

...og ég sem hélt að læknisheimsóknir væru nógu stressandi án þess að vera með hellur fyrir eyrunum...guess I was wrong...
Stay black - Salinto!

14.4.04

...Og jæja...

...þá er maður kominn aftur frá Köben...eftir ó svo gott frí...margt sem gerðist og frá nógu að segja frá en núna þarf maður víst að koma sér inn í vinnurútínuna aftur (með miklum erfiðleikum) og því mun bloggið sitja aðeins á hakanum í dag...og kannski á morgun...hver veit...

...annars er ég bara hress...enda engin ástæða til annars þar sem maður á 8 ára fermingarafmæli í dag...

...til hamingju ég!

...og bara svo þið vitið það þá eru nellíkur uppáhaldsblómin mín og gott væri að fá smá pening eftir eyðsluferðina miklu ;)
Stay black - Salinto!