28.11.03

...Og eitt í viðbót...

...1001 nóttin hafi nóg að gera á mánudaginn...

...ég vil bara monta mig aðeins...

...fyrr á þessu ári vann ég í tveim vinnum og átti því ávallt þónokkurn pening um mánaðarmót en drakk þá alla frá mér og var blönk um 20. hvers mánaðar og þá var gripið í kreditkortið góða...

...nú vinn ég eina láglaunaða vinnu...borga 2/3 af þeim í skuldir um mánaðarmót sem skilur mig eftir með ekki svo mikið á milli handanna...en nú...þegar aðeins 2 dagar eru í mánaðarmót þá á ég enn pening inn á debbanum mínum...sem dugir ekki fyrir einum, ekki fyrir tveimur heldur næstum þremur bjórum...

...geri aðrir betur...

...maður þarf nú að vera sparsamur...efast um að ég fái desemberuppbót frá Skýrr þar sem ég hef örugglega drukkið hana alla frá mér...eða einhverjir aðrir á mínu nafni...
Stay black - Salinto!
...Og ég er búin að finna draumaprinsinn minn...

...og jájá...það hlaut að koma að því...ég hef fundið hann...ekki bara búin að púsla honum saman í einhverju tölvuforriti á netinu heldur hef ég fundið hann...hann er til...og hann er lifandi..og það sem skiptir mestu máli...hann er á lausu!

...en þar sem ég er alger kjáni í samskiptum mínum við hitt kynið þá legg ég ekki hjarta mitt í sölurnar og ætla frekar að einbeita mér að frama mínum...ha ha ha ha...frama smama...neinei...ég er bara búnað horfa alltof mikið á Opruh held ég...ég ætla að play it cool og ef hann uppgötvar ekki hvað ég er sæt, meiriháttar, frábær, kynþokkafull, fyndin, brosmild, gáfuð, getnaðarleg, falleg og mikill húmoristi þá má hann bara eiga sig eins og allir aðrir kaddlar...og hana nú!
Stay black - Salinto!
...Og í kvöld...

...er maður víst að fara út á lífið...en nota bene : EDRÚ...og enn fremur nota bene : Á BÍL!

...mig langar nú samt í nokkra kalda en ég vil helst ekki vera að mæta þunn í leiklistartíma 3. tímann í röð...maður þarf nú að vera sætur fyrir strákana sko...er eina stelpan með 2 strákum...og þarf væntanlega að kyssa annan þeirra...úúú...klám...gaman gaman...er alveg búnað læra línurnar mínar að ég held þannig að það er bara gleði...

...en í kvöld er stefnan tekin á staffadjamma með 1001 nóttinni...svo ball á Gauknum með sálinni þar sem við ætlum að mæla okkur mót við LL Cool J...sem verður væntanlega í rífandi sveiflu eftir Idol-keppni þeirra skýrrara....

...annars ætla ég að enda þetta föstudagsromsublogg á spakmælum vikunnar...sumir hard core aðdáendur muna kannski eftir að maður var alltaf með flöskudagsmynd hérna áður fyrr...eeeen nú er ég hætt að vera alki og því byrja ég helgina með spakmæli...og í dag varð þetta fyrir valinu:

...Aldrei að treysta manni sem á hund með flösu...
Stay black - Salinto!
...Og ég barasta gleymdi...

...að skrifa skýrslu og segja frá tónleikunum sem ég fór á um daginn...

...þið verðið að afsaka en ég ber fyrir mig þessari klassísku afsökunarsetningu..."ég hef bara svo mikið að gera..."

...en já...tónleikarnir með Heru voru snilld...reyndar fannst mér nú mesta snilldin við þessa tónleika ekki Hera sjálf heldur upphitunarsveitin Súkkat og meðspilarar Heru, þeir Megas og KK...það fer bara um mig sæluhrollur þegar ég hlusta á KK spila...úúúú...hann hefur þennan grófa kynþokka sem ég leita að...*sleeeev*...

...eeeennníveis...tónleikarnir voru yndislegir enda er varla hægt að finnast annað um Heru þar sem hún er svo barnalega, saklaus og sæt...ojájá..músí músí...

...eeen það sem spillti soldið stemmingunni voru sjóararnir þarna á hægri kantinum í salinn...með brennivín í vatn í annarri og grásleppu og harðfisk í hinni...usss...þvílíkur lýður...og ekki batnaði það þegar hún Hera blessuninn ákvað að taka vel valin lög með Bubba...þá ræsktu sjóararnir sig...skyrptu harðfiskinum út...brutu glasið á enninu á sér og byrjuðu hástöfum..."OG ÉG GEEEET EKKI...OG ÉG GEEEEEEEEEEEEETTTT EEEKKI...." *brennivínsdauði* *læti* og *almenn óhamingja viðstaddra*...en hún Hera lét þetta ekki á sig fá og á endanum var lýðurinn farinn að róast...fyrir utan þegar blessunin var klöppuð upp og kom aftur upp á svið þá heyrðist í einum vakna til lífsins og stynja með loðnuna í augunum: "Hún er algjööört gúddl þessi delpppa!" *haus oní klósett* *æl*

...allt í allt góðir tónleikar og vonandi fer maður að sjá meira af snillingunum í Súkkat sem einmitt tóku lag sem samið er um okkur Siggu Völu V at hotmail punktur com..."Sódavatnssystur"....tælingaraðferð nútímans...
Stay black - Salinto!
...Og jiiii...

...hvað ég vorkenni krökkunum hans Jóa Fel ef öll barnaammælin þeirra eru svona stirð, leikin og leiðinleg...jiddúddamía...

...gerði heiðarlega tilraun til að horfa á Eldsnöggt með Jóa Fel hérna síðastliðið miðvikudagskvöld en ég gafst upp...sveimérþá...missti bara alla trú á þessum annars gullfallega manni...ojjjjbarasta..."Jæja krakkar...hérna koma pulsur og túnfisksamlokur"...er hægt að vera samkynhneigðari?! Tja ég held barasta ekki...minnti mig nú bara á barnaammæli hjá Jackó Wacko þar sem allir krakkarnir sátu grafkyrrir af ótta við að fá eitthvað beinstíft og lítið utan í sína óæðri parta...

...ég lét nú einu sinni hafa það eftir mér að mér findist Jói Fel það getnó að mig langaði að sleikja bringuna mína...Já Nei....baaaa...curse the day I said that...eftir að hafa séð manninn opna munninn og actually tala þá hef ég misst kynhvöt mína að eilílfu...

...amen...
Stay black - Salinto!

26.11.03

...Og dagurinn í gær...

...var án efa sá besti í mínu lífi...

...í gær fékk ég góða hugmynd...

...í gær talaði ég við besta vin minn...

...í gær var mér sagt að ég væri með fallegan líkama...

...í gær fannst mér í fyrsta skipti gaman að Ísland í bítið...

...í gær fékk ég mér smákökur...

...í gær kom Leoncie í heimsókn...
Stay black - Salinto!

23.11.03

...Og djöfull var...

...Idol þátturinn á föstudaginn misheppnaður!! Ó guð minn góður...ég var svo sem alveg sátt við úrslitin því gaurinn er foxí en djöfull fannst mér haddló að bara endursýna allt dæmið og ekkert leyfa þeim að spreyta sig aftur! Jiddúddamía...svona álíka spennó eins og að reykja hass eða horfa á málningu þorna...

...ég vildi samt Tinu Turner gelluna inn...finnst hún alger snillingur...og ekki spillar nafnið..."all maruud"...

...eeeen það er alveg magnað hvað ég valdi vitlausa tímasetningu til að læra söng...allir eru húmoristar og eru með sama brandarann..."á að fara í idol á næsta ári?!" ha ha ha...ooooo.... svo fyndið...svona álíka jafnfyndið og þegar fólk var endalaust að kommenta á vatnsdrykkjuna mína hérna um árið...ha ha ha ha...sorry the laughing choked me...
Stay black - Salinto!
...Og það hringdi nú barasta...

...blaðamaður í mig áðan...habba habba hei! Spennó....
Stay black - Salinto!