30.11.02

Jæja...ég veit að frí er kennt er við blogg átti að ráða ríkjum þessa helgi en það er bara svo margt að bærast um í hausnum á mér til að ég geti þagað....

Búin að pæla mikið í trausti og samböndum í dag á meðan ég var að baka jólasmákökur fyrir mömmu..hún er nú búnað baka ofaní mig síðustu 20 árin þannig að I thought it was only fair to spare her this year og besides þá finnst mér gaman að baka og það er eitthvað sem ég ku gera vel þannig að það er leiðin til að koma sér í góða skapið...kom mér reyndar í úber gott skap áðan í Smáralind þegar ég keypti fullt af fötum fyrir pening sem ég á ekki :)...en jæja...back to the beginning...traust og sambönd...þessi hugsun dagsins á rætur sínar að rekja til staffadjammsins í gær og atburðum þar...segi ekki meira um það en ég fór að spá svona í lífinu...það helsta sem maður vill út úr lífinu er måske að mennta sig í einhverju sem manni finnst skemmtilegt og fá góða vinnu, kaupa sér íbúð, hund, bíl og flott húsgögn...eignast kannski nokkur börn og finna mann/konu sem maður elskar og getur treyst....en það er hægara sagt en gert...ég hef það það gott að ég get eignast alla þessa hluti if I put my mind to it en að finna mann sem maður getur ekki eingöngu elskað heldur líka treyst...vúúússj...það er ekki létt...ég meina þó að maður treysti maka sínum þá bara getur komið upp sú staða að annar aðilinn er leiður á lífinu og vill smá krydd...og leitar kannski í faðm annars einstaklings...hvað veit maður hvað gerist á djamminu þegar enginn sér til...en ég er ekki að segja að ég sé alsaklaus sjálf...ég hef gert hluti sem ég hefði kannski ekki átt að gera og hafa breytt lífi mínu alveg óskaplega mikið en ég sé ekki eftir þeim...hlutir gerast af einhverri ástæðu...og maður á líklegast að læra eitthvað af þessum hlutum en ég virðist ekki læra...ég er svo fegin því í dag að vera piparjónka því ég held að ég þekki sjálfa mig einfaldlega ekki nógu mikið til að hleypa annari manneskju inní líf mitt...þ.e.a.s. binda mig algjörlega við aðra manneskju...allan pakkann...hús, hundur og bíll og allt það...mig langar alveg í kærasta...það er ekki verra...en ég held að áður en ég fari að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á allt mitt líf þá þarf ég að rannsaka mig aðeins meira og upplifa fleiri hluti...komast útúr þessu verndaða umhverfi og upplifa heiminn áður en ég dey...ég er nefnilega alls ekki hrædd við dauðan heldur hrædd við það að deyja og hafa ekki gert allt sem ég vil gera...og þess vegna trúi ég því að ég fái annað tækifæri til að gera allt sem mig langar að gera og sjá allt sem mig langar að sjá...vonum bara það besta...

Og önnur lítil hugleiðing...hvað er málið með að fólk kalli blogg blögg og bloggara blöggara!? Þetta heitir ekki blögg!! Hvað er það anyways...og hvaðan kemur það?! Bara útdeila smá pirring á liðið sem kann ekki að tala og segja þeim að shape up, be men and say it loud: B-L-O-G-G...nowww....was that so hard?!

And while I remember...ég fékk bestu secre santa gjöf ever...fékk bleikt og blátt og framan á því var stór mynd af Eddie Vedder og stóð Lilja love Eddie Vedder...alger hreinasta snilld!!!! Verst að secret santa gellan mín kom upp um sig...og mig líka reyndar...en maður fyrirgefur henni það nú...hún er nú svo sæt þessi elska...Stay black

29.11.02

Jæja jæja jæja...jólagleði í vinnunni núna eftir nokkrar mínútur...íha..íha...allir fullir og vitlausir og Rut Reginalds að skemmta...ehehe...ég hélt nú bara að hún væri dauð blessunin...þetta verður eitthvað forvitnilegt...allir að komast í jólagírinn og líður að skreytingartímum...og svo fæ ég og náttlega allir hinir svona Secret Santa gjöf...weee...gaman að fá pakka...gaman gaman...en allavega...I´m off for now...stór helgi í aðsiglingu þannig að lítið verður um blogg...
Stay black

28.11.02

Ííí...Lillan er dæd stelpa...ahh...það er þekkt staðreynd að krakkar ljúga ekki...mar hefur nú oft brennt sig á því...en í dag er annað uppá teningnum...það er nefnilega dóttir einnar konu sem er að vinna með mér sem er sjö ára og hún sagði við mömmu mína að henni findist ég vera alveg rosalega sæt :) *brosútaðeyrum* þetta er bara mesta hrós sem ég hef fengið alla mína ævi held ég bara...mér finnst þetta mergjað og er því í rosa góðu skapi akkúrat núna...var að koma af málþingi í Norræna húsinu þar sem talað var um verkefnið sem ég og hinar gellurnar erum að vinna við að þýða og svona...rosa menningarlegt...manni langar nú bara hálf að vera í háskólanum til að geta sest niður og talað við fólk um málefnaleg málefni og skoðanir...það er svo gaman...fólk sem hefur sömu áhugamál og maður sjálfur og er að læra það sama...far away dream...

Stay black
AAAAAAAAAAAAAAAaaaaaaaaaaaaaaaaaAAAAAAAAAAAAAAaa Cdcovers.cc er búnað taka öll audio covers út!!! NEEEEEEEIIIIIII!!!
Getnaðarvörn aldarinnar...

..And we have a winner ladies and germs....getnaðarvörn aldarinnar er án efa þegar ég var í Veggsport í gær að klæða mig fyrir smá hlaup þá voru svona nokkrar gellur svona um 10 ára að fara í sturtu...og þær þurftu endilega að syngja eitthvað í sturtu...sem var æðislegt áður en þær byrjuðu á píkuskrækjunum...ok...píkuskrækir eru pirrandi bara svona venjulega...en í surround...vúúússj...unbearable...meeeen....allavega...tvímælalaust getnaðarvörn aldarinnar...klapp klapp...

En vá...ég er búnað vera að hlusta mikið á nýja Coldplay diskinn og hann er alger snilld...sumir óprúttnir náungar voru búnað lauma því að mér að þetta væri ekkert spes diskur but I disagree...því meira sem ég hlusta á hann því meira fíla ég hann...Parachutes er náttlega betri...hann er snilldarverk...en þessi er ekkert langt á eftir...strax komin með nokkur uppáhaldslög...The scientist eins og msn-félagar mínir hafa tekið eftir...Clocks, Green eyes, Warning Sign og A rush of blood to the head...held samt mest uppá The scientist og Clocks en það fer örugglega að breytast því hin lögin nálgast óðfluga toppsætið...dadadara...spennan magnast...en í steríóanlegginu í dag verða því...

....A rush of blood to the head - Coldplay...
....Galfjaðrir - KK...
....Parachutes - Coldplay...
....Best of - Nick Cave and The Bad Seeds..
....Play - Moby...

Úúú...liggur við að mar sleppi bara Sigurjóni og co fyrir þennan playlista en ég er eiginlega of skotin í Þráni til að gera það...tíhí
Stay black

27.11.02

Töfff...lag á nýja Coldplay disknum tileinkað mér...Green eyes...búnað gleyma því að söngvarinn ætlaði að semja lag um hve falleg augun mín eru...æjji hann er svo mikið krútt
Stay black
Tja...orð dagsins er dramaqueen...en við förum ekkert nánar út í það (frekari útlystanir sendist til áhugasamra í tölvupósti)...en hetja dagsins í gær er án efa hún mútta mín...ég kom heim eftir sqaush og ljós og leið eitthvað hálf illa því ég held ég sé að verða veik...má það eiginlega ekki því það er stór dagur í dag í vinnunni og ég varð eiginlega að mæta...en hún spáði fyrir mér í gær og viti menn...sagði allt það sem mig langaði að heyra og allt sem að ég var að hugsa um...sem gerði mig mjög glaða en í leiðina skeptíska...ok ok...hún spáði öllu sem ég vildi að myndi gerast innan næsta mánaðar en samt verð ég að passa mig á því að trúa ekki öllu sem hún segir því þá verður maður fyrir vonbrigðum...en ég hef alltaf getað haldið mig svona nokkurn veginn á jörðinni og ég hef ekki áhyggjur...reyndar það sem hún var að segja eru vinkonur mínar líka búnað vera segja mér en ég vil ekki trúa því því það myndi vera of gott til að vera satt...en jæja...en mamma sá líka einhver leiðindi...ekki hjá mér...heldur einhverju pari sem ég þekki...ég vona að það verði ekkert alvarlegt því það er svo gaman að sjá alla vini mína svona happy...kemur í ljós...en svo sagði hún soldið fyndið...„þú þekkir voðalega mikið af strákum...þú átt miklu fleiri strákavini...jahá...þeir eru nú flestir voðalega góðir strákar" ehehe...mér fannst þetta soldið fyndið því á síðustu mánuðum hef ég einmitt eignast miklu fleiri strákavini en stelpur...mér finnst það bara gott og gaman...fíla það í tætlur enda eru strákavinir mínir bestustu strákar í heimi og ég myndi ekki vilja skipta á þeim og neinni stelpu!

...en í dag dreymi ég dagdrauma...um það sem mamma segir og stærri brjóst....orðin leið á því að vera vaxin eins og 12 strákur...eða Meatloaf for that matter...en jæja...koma tímar koma ráð...
Stay black

26.11.02

Úúúúú...lag dagsins er tvímælalaust The scientist með Colplay...núna er mar kominn í tónleika fílínginn...mér finnst þetta lag mest fallegt....fyrir utan það er reyndar næsta lag á eftir því á disknum uppáhaldið mitt...ég á samt eftir að hlusta betur á hann...sofnaði yfir honum í gær...held ég sé að verða veikur...sem má ekki gerast því mikil djammhelgi er í uppsiglingu...ó well...kemur í ljós...

Come up to meet you, tell you I'm sorry
You don't know how lovely you are

I had to find you
Tell you I need you
Tell you I set you apart

Tell me your secrets
And ask me your questions
Oh let's go back to the start

Running in circles
Coming up tails
Heads on a silence apart

Nobody said it was easy
It's such a shame for us to part
Nobody said it was easy
No one ever said it would be this hard

Oh take me back to the start

I was just guessing
At numbers and figures
Pulling your puzzles apart

Questions of science
Science and progress
Do not speak as loud as my heart

Tell me you love me
Come back and haunt me
Oh and I rush to the start

Running in circles
Chasing our tails
Coming back as we are

Nobody said it was easy
Oh it's such a shame for us to part
Nobody said it was easy
No one ever said it would be so hard

I'm going back to the start

Jahá...í gær komst ég að því að ég á enga vini...það skrifaði mér enginn svona comfort mail og þ.a.l. var dagurinn frekar ömurlegur...greinilegt að jólagjöfin í ár er flaming doggy bag það er víst...ein manneskja náði að gleðja mig og það í gegnum sms...efast að hún hafi lesið bloggið mitt þannig að hún er hetja gærdagsins...reyndar var það hann en whatever...you know who you are og takk takk takk....það er alltaf svo gaman þegar fólk hugsar vel til manns...anyways...hvað er málið með jólabókaflóðið í ár?! Brillíant money-maker þessi Waris Dírí bók og þarna framhaldið að hann var kallaður þetta...úfff...þetta fólk kann sko að gera bækur..hef lesið hvorugar en heyri hjá fólki að þetta séu rosa góðar bækur en ekki beint til að gera framahaldsbækur...en fólkið sem gerir þessar bækur er svei mér snjallt...hinum almenna Jóa finnst náttúrulega ógeðslega gaman að lesa um ófarir annara og hve ömurlegt sumir hafa það til að láta sjálfum sér líða betur...uss uss uss....þannig að núna eru komnar framhaldsbækur af viðbjóðnum...brillíant!!! Annars eru svona tvær bækur að koma út sem mig langar að lesa...ekki mikið það...auðvitað er það plebba-bókin eftir Jón Gnarr...what else...og svo Frida...mig langar meira en allt að lesa hana...um líf spænskrar listakonu...very interesting...reyndar langar mig líka að lesa Hundasögur eftir Þorstein Guðmundsson...en það er allt og sumt...en ég fæ örugglega engar bækur í ár því ég fékk svo margar í fyrra og ég er ekki enn búnað lesa þær...en ég hef nógan tíma til að lesa milli jóla og nýjárs þannig að ég tek þetta allt til baka...GEFIÐ MÉR BÆKUR!
Stay black

25.11.02

devil
What Type of Kiss are You??

brought to you by Quizilla

Jahá!! Þar hafiði það!
Mér leiðist í prófunum...af hverju sendir mér enginn mail?! Vitið þið ekki að lyktin af mér finnst ekki í gegnum tölvupóst?! Æjji fleeee..skemmti mér við það að skoða bókstaflega alla tilveruna því ég hef ekkert til málanna að leggja....

En heyriði...mér finnst skrýtið að þegar maður stofnar svona e-mail reikning þá er maður beðinn um að skrifa svona secret question sem maður verður svo beðinn um að svara ef maður gleymir lykilorðinu sínu...well...ég hef lent í því að gleyma svona lykilorði og maður er ekkert beðinn um þessa spurningu heldur fær mar bara eitthvað nýtt og blablabla....hver er þá tilgangurinn með þessa blessuðu secret question....er þetta bara til að vera pirrandi eða?! Loka ég þessum pirringi með valinkunnum orðum eins ónefnds félaga...whatthefuck dot com...
Stay black
Magnað!
Jæja...nýir diskar komu í hús í gær...reyndar gamlir nýir diskar...en nýir í mínum augum...ég náði í KK, Depeche Mode, Eminem, Moby, Nick Cave og Coldplay svona rétt til að koma mér í fílínginn því óðum styttist í tónleikana þeirra...en styttra er í Nick Cave...íha íha...andale andale...ég get ekki beðið!!! Baaaaahhhhhhaaahahahahahahah...I´m going crazy...föst niðrí einhverri kennslustofu í vinnunni með einhverjum ráðgjöfum sem ég þekki ekki neitt að skoða eitthvað kerfi sem ég skil hvorki up né niður í þannig að þetta verður ekki góður dagur...fæ ekki einu sinni tækifæri til að hlusta á alla þessa nýju gömlu tónlist...buhuhu....náði reyndar aðeins að hlusta á KK í morgun...þetta er einhver svona best of diskur...sem er alger hreinasta snilld!! Vegbúi, When I think of angels, Bein leið, Lucky one og fleiri fleiri fleiri mögnuð lög..þannig að eftir survivor þá er stefnan tekin á að hlusta á eftirfarandi....

...Parachutes - Coldplay...
...A sudden rush of blood to the head - Coldplay...
...Galfjaðrir - KK...
...8 mile - úr myndinni...
...Singles ´86-´98 - Depeche mode...

Næ þessu örugglega ekki öllu en jæja...ég reyni samt...mig langar að vera uppi hjá tölvunni minni og messanum mínum þar sem ég get hlustað á alla tónlistina mína og spjallað við skemmtilegt fólk inná milli þess sem ég vinn mína einkar skemmtilegu vinnu...jahú jahú...ef þið viljið gleðja mig í eymd minni þá endilega sendið mér mail á skurdy69@yahoo.co.uk...plís plís plís...help a friend...brighten up my day...common people...throw me a freakin´ bone...a buhu...jæja...breikið er örugglega að verða búið...
Stay black
Vááá...sofnaði yfir þætti um Björk í gær og ég var búnað gleyma hvað hún gerir snilldarlega góða tónlist...ég á tvo diska með henni..Post og Homogenic og ég hlusta á þá alltof sjaldan mar...vúússsj...

...Annars var tekið gott tjútt um helgina á laugardaginn með Fancy, Hjúkkunni, Krín og Andy á Hverfisbarnum auðvitað...ég var svívirðilega drukkin og má þar kannski kenna rauðu aftershocki um...hömm hömm...fer nú bráðum að sjást í botninn á þessum unaðsdrykk...komst að því að ýkt sætur strákur sem er að æfa squash er að vinna á Hverfisbarnum...destiny?! I think so...svo hitti ég Óla Palla elskuna mína...hann var samt ekki að vinna en hann faðmaði mig samt og gaf mér koss á kinnina...ég er að stinga undan konunni hans smátt og smátt u see...þetta er allt liður í stóru stóru plani...mouhahahahha....svo í gær var mér boðið í mat hjá systu alveg dauðþreytt og soldið þunn...en meeen...hún gerir góðan þynnkumat...kjúklingasamloka ala Álasund og franskar...ekkert smá gott...þó hún næði að troða næstum öllu sem ég borða ekki á þennan litla disk en það fór nú allt vel...svo kíkti ég til Ormsins og fékk að skrifa aðeins meira...engin smá leech ég...vúúússsj og skundaði mér síðan heim á Rauðu eldingunni eins og kellingabíllinn hennar múttu er kallaður...makes her feel like she´s cool so I get the car more often ;)

Stay black