21.10.04

...Og...

...það hefur verið heldur lítið bloggstand á mér þessa dagana...maður þorir nú varla að tjá skoðanir sínar á frjálsum miðlir þegar Vítisenglar og glæplýður ryðst óvænt inná vinnustaðinn manns og tekur mann og annan hálstaki...það er samt eitthvað soldið skemmtilegt við að vinna á umdeildum stað...we mean something...

...enníhús...eitthvað aukablað í næstu viku og ég með tonn af verkefnum sem mér einhvern veginn tókst að skila eiginlega öllu í dag...held að eitthvað æðra máttarvald hvíli yfir mér því ég fór meira að segja út í mat...og skrifa á milljón þess á milli...þess vegna er það sem ég nenni ekki að blogga því ég er eiginlega komin með ofnæmi fyrir tölvuskjánum og lyklaborðinu í enda dagsins...fusss...

...annars bloggaði ég í gær...og sagði ykkur frá afmælisbarni dagsins...í gær...gyðjan hún Sigga Vala V varð X-gömul og við óskum henni til hamingju með það...í gær...

...Iceland Airwaves er víst byrjað...og ég með armband...en algjörlega orkulaus...er að fara að stússast með Írisi í kvöld en reyni samt að komast aðeins út eftir það...reyni kannski að ná Botnleðju eða eitthvað...annars ætlum við Brynhildur ofurskutla með drottningarhárið að nýta okkur boðsmiða á frumsýningu Screensaver með Íslenska dansflokkinum...ó hvað maður er menningarsinnaður...reyni að kíkja á Airwaves eftir það líka en mér til mikillar mæðu missi ég þá af uppáhaldinu mínu, Dáðadrengjum, þar sem þeir byrja að spila klukkan 21.15...poooo...lífið er ekki sanngjarnt...en í sárabætur eyddi ég um hálftíma áðan að hlusta á Bara smá af vefsíðunni þeirra...aftur og aftur og aftur...

...svo ætla ég að reyna að baka um helgina...

...annars er ég aðalskutlan á svæðinu í dag þó ég segi sjálf frá...allavega aðalskutlan í mínum heimi...ó well...ég er kannski engin skutla...whatever...ég er í boots-inum mínum sem ég keypti útí London sem eru killer-flott...svo með loðkraga um hálsinn...einnig frá London...og í fínu, nýju pilsi...jú...frá London...aaaa...ektamaðurinn fékk sko að þjást í stóru búðunum í stóru borginni á stóru eyjunni...mouhahahah...

...klukkan er 18.45 og ég er að hugsa um að stimpla mig út og kíkja á Eldsmiðjuna með Írisi...sem er mánaðarlegur viðburður...og yfirleitt um mánaðarmót...eeen það gleymdist eitthvað í þetta sinn...meeen hvað ég er svöng...
Stay black - Salinto!

20.10.04

...Og...

...ég er orðin ástfangin af þessum stelpum...deeem þær eru góðar...þær minna mig svoldið á Spice Girls í den...bara betri...ó how I love cheap music...

...annars fann ég diskinn minn sem brotnaði með Lost Patrol í London beibí...yeah! Oooo...hann er yndislegur...svo keypti ég mér líka nýjan geislaspilara því sá gamla var bara barn síns tíma greyið...may god have mercy on his soul...

...annars vona ég að allir sem einn taki höndum saman og óski Siggu Völu V grísku gyðju til hamingju með afmælið...ég mun ekki upplýsa aldur hennar hér í beinni því það gæti verið svolítið viðkvæmt...eeen samt ekki...hún er svo dirty...til hamingju skvís og vonandi áttu góðan dag snillingur!

...síðan á ektamaðurinn afmæli á mánudaginn...maður er algjörlega blankur...og svo koma jólin...æ æ æ...
Stay black - Salinto!