28.1.05

...Og mér finnst...

...Þorsteinn Guðmundsson algjör snilld..."Vá ég er alveg dottin út. Ég var farin að hugsa um skútu."...hve mikil snilld er þessi náungi!?

...annars er það idolið sem á hug minn allan í augnablikinu...ektamaðurinn sofandi en þegar hann vaknar er það þrítugsafmæli...veit ég á ekki að fara því ég er ekki alveg búin að jafna mig en ég fer samt...
Stay black - Salinto!
...Og ég er ekki frá því...

...að litla hjartað sé að springa úr þjóðarást...

...er að horfa á Ísland-Rússland og svei mér þá...Ísland byrjaði fimm mörkum undir og náðu ekki skora eitt einasta mark...nú eru þeir komnir yfir strákarnir...10-9...magnaður andskoti...og á móti sjálfu stórveldinu Rússlandi...

...mér er sama þótt þeir tapi...þeir eru hetjur...

...og jú ennþá veik...annars gæti ég varla verið að horfa á þennan leik...það er ömurlegt að vera veikur...helvítis hiti í manni...tók smá dansfílíng áðan þegar ég vaknaði því ég meika ekki bara að liggja og gera ekki neitt...eftir um það bil fimmtán mínútur af dansi plús magaæfingar og armbeygjur þá var ég orðin jafn sveitt og eftir fimm kílómetra hlaup...ótrúlegt...og ömurlegt í senn...

...en það er mikil boðshelgi framundan...þrítugsafmæli í kvöld hjá vini ektamannsins...útskriftarveisla annað kvöld ásamt kveðjupartíi...held ég verði edrú og kvöld og keyrandi svo ég geti skotist heim þegar hausverkurinn og síþreytan fer að segja til sín...annars óska ég ykkur góðrar helgar...og held ég að ég endurveki partímynd helgarinnar sem ég lét alltaf hér inn á föstudögum í den...og í tilefni idol keppninnar um næstu helgi þá birti ég mynd síðan á síðustu idol keppni þar sem ástarörvar amors fönguðu bæði mig og ektamanninn...tíminn líður aldeilis hratt...hér er partímyndin...

Stay black - Salinto!

27.1.05

...Og það veitir mér...

...einhverja undarlega ánægju að eiga fullt, fullt af gamanþáttum á dvd eða vídjó...veit ekki af hverju...en það gerir það...

...ég á alla friends-þættina á vídjó....alla family guy á dvd með ektamanninum...tvær fyrstu seríurnar af simpsons á dvd með ektamanninum og síðan fékk ektamanninum the office safnið á dvd í jólagjöf sem ég er einmitt að horfa á núna í veikindum mínum...það er svo gaman að dást að þessu safni...yndislegt...núna þurfum við bara að fara að safna cheers...

...en veikindin eru að hverfa...sem betur fer...komin með fráhvarfseinkenni frá þessari frábæru vinnu sem ég er í...ótrúlegt en satt...djöfull er maður nú heppinn....

...en Íris crazyness hringdi í mig áðan og nú er bara rétt rúmlega vika í idolið og við ekkert byrjaðar að æfa skemmtiatriðin okkar...uss uss uss....ég er reyndar búin að sauma búninginn minn en Írisar er eftir...en við neglum þetta...því við erum stjörnur og við erum bestar....
Stay black - Salinto!

26.1.05

...Og klukkan...

...er að verða hálf fjögur...ég er veik heima og búin að sofa í allan dag...frábært ekki satt...ömurlegt...

...og í þessi skipti sem ég hef rankað við mér og staulast inn í eldhús og aftur fram í sófa þá er akkúrat ekkert í sjónvarpinu...Stöð 2 vinnur ekki fyrir veika fólkið...bastards...
Stay black - Salinto!

24.1.05

...Og dansinn heldur áfram...

...þriðja vikan af dansnámskeiðinu er að byrja og ég fíla það vel...ekki spillir svo fyrir að Pétur nokkur Blöndal alþingismaður er að hrista sig með okkur stelpunum...ég kalla hann góðan...

...en það er eitthvað svo ótrúlega fyndið og jafn ótrúlega sorglegt að horfa á þennan mann í þessum tíma...fyrsta lagi kann hann ekki að hreyfa sig sem er svo sem allt í lagi...efast um að ég sé mikið skárri í mjaðmahnykkjum en hann...en svo bara er hann eitthvað hálf ógó lógó...held hann sé með gráa fiðringinn á háu stigi...mætti í stuttum þröngum hjólabuxum í tímann í dag...hvað er það?! Hef síðan heyrt að hann eigi dansgólfið á NASA um helgar þannig að kannski er hann að æfa sig...maður getur ekki alltaf verið með sömu sporin á djamminu...en að sjá þennan mann fara í splitt og gera hip hop moves er ekki málið...hann er eins og gamall órangúti sem er að elta sinn fyrsta GSM síma...órangútinn er þá Blöndalinn og GSM síminn flotti danskennarinn...sad little man...

...annars er það karókí keppni 4. febrúar sem ég og Íris pæja erum að skipuleggja, við syngjum líka í henni og verðum með skemmtiatriði...ætli fólk fari nokkuð að fá leið á okkur? Naaaa...en þetta verður massastuð...á Ölver...en í fyrra var keppnin 5. feb á Shooters í Kópavogi...þar sem leiðir mín og ektamannsins lágu saman...vá...it´s been a year already...úff...time flies when you´re having fun and are in love...en ég og Íris erum búnar að redda killer stjörnudómurum og það stefnir allt í frábært partí...á morgun fer ég að sauma búninga fyrir atriðið okkar þannig að þetta er allt að smella saman...
Stay black - Salinto!
...Og blogg...

...er ekki beint orð dagsins...eða vikunnar svo talað sé um það...ekki búin að vera dugleg...

...en ég vil óska augnadansaranum og sjarmörnum Gumma Jóh með fjórða sætið í vali á kynþokkafyllsta manni ársins 2004 á Rás 2...hann á þetta fyllilega skilið strákurinn...sendið honum skeyti...

...annars eru orð dagsins og vikunnar allrar Eva Cassidy...þvílíkur snillingur...hér fær að fjúka Say Goodbye...yndislegt lag í alla staði...

It’s funny how the distance can make you feel close
And the things you lost are the things you want most
The weather’s fine here – perfect shade of blue
I guess that’s why I’ve been thinking of you

Chorus
So I call you up just to tell you why
Why I left you and say goodbye
Ooh must be the mood I’m in
I’m thinking of you again
I call you up just to tell you why
Why I left you and say goodbye
I know you’re different now and I guess I changed too
And I thought what was once so right was so wrong for you
Yesterday I was talking and I heard your name
The weather’s fine here with a slight chance of rain

Chorus

Time makes you sorry for the things that you’ve done
Sometimes you walk away and sometimes you run
And the weather’s fine here; I can feel a slight chill
Somethings change babe and some never will

Chorus
I call you up just to tell you why
To say I love you and to say goodbye

Stay black - Salinto!