19.11.04

...Og í dag...

...birtist fyrsti pistillinn eftir mig í Fréttablaðinu...ég neita því ekki að ég fékk sting í magann þegar ég skrifaði hann og þorði varla að skila honum inn...hve margir lesendur segirðu? Jááá...hundrað þúsund...ekkert mál...en mér fannst gaman að skrifa pistilinn...vonandi fannst einhverjum gaman að lesa hann...vonandi fæ ég að gera svona aftur...

...en í dag fór ég líka í jarðarför en móðir besta vinar míns var lögð til hinstu hvílu...sorglegt en satt...ég (frú grenja) stóð mig mjög vel þangað til ég sá vin minn...þá algjörlega missti ég mig...hef aldrei kynnst öðru eins...ég vildi bara hoppa yfir alla og stökkva á hann og knúsa hann...en gat það ekki...en þetta var falleg jarðarför og greinilegt að margir elskuðu þessa yndislegu konu þar sem mætingin var þvílík...blessuð sé minning hennar
Stay black - Salinto!

16.11.04

...Og ég skil ekki alveg...

...Survivor um þessar mundir...hann er bara ekkert voðalega skemmtilegur...það er enginn sem ber af í hressleiki og almennri gleði og enginn sem ég held með...en samt horfi ég...mánudagskvöld eftir mánudagskvöld...í staðinn fyrir að gera eitthvað pródúktívt þegar ég kem heim úr dansi...

...en já...dansinn...jiddúddamía...hélt ég væri svona ágæt í rútínum en í gær lærði ég dans sem ég bara næ ekki að tengja saman...kræst...eeen það er bara challeng...sem er fínt...það heldur manni við efnið og þjálfar hugann...það er ekkert gaman að gera bara það sem maður getur...maður verður að ýta sér lengra og lengra...íha...

...eeeen helgin var mjög erfið...og ég er eiginlega ekki búin að jafna mig...fékk sting í allan líkamann í morgun þegar ég var að hlaupa sem segir mér að lifrin sé að kvarta...því þvílíkan bjór hef ég sjaldan innbyrt og akkúrat núna um helgina...
Stay black - Salinto!

14.11.04

...Og...

...ég fór í búð á föstudaginn...kaupa í matinn og svona...þið vitið...maður er orðin svo mikil haus frau (nei ég lærði aldrei þýsku því miður)...allavega...þar hitti ég stúlku sem ég hef ekki hitt lengi og fer greinilega vel með sig...alltaf gaman að sjá fólk fara vel með sig...annars kvartaði hún undan bloggleysi hjá mér...og ég samþykkti að það gæti verið meinið sem þjakar mig þessa dagana...I´ve lost the will to blog....aaaa....en ekki hafði ég hugmynd um að þessi unga stúlka læsi bloggið mitt á annað borð og fékk ég því nagandi samviskubakteríu sem er farin að éta sig í gegnum hægra heilahvelið mitt...og því fannst mér ég skulda samfélaginu það að blogga...og blogga mikið...gjörið þið svo vel...

...ég og Íris skelltum okkur á útgáfutónleika Nylon í síðustu viku...í Smáralind...voða stuð...ég trúi ekki ennþá af hverju ég sannfærði Írisi um að fara á þessa tónleika...við vorum þunnar...er það ekki nógu góð ástæða fyrir að fara ekki...en við fengum frímiða...maður má nú aldrei sleppa svoleiðis...eeeen þetta var ekki eins hræðilegt og ég hafði vonað...reyndar áttu dansarnir frekar heima í Tónabæ '94 en á Nylon tónleikum 2004 og stelpurnar hans Einars Bárða tóku þetta ekki á nógu mikilli innlifun...þetta var gert í hálfkáki...þær settu engan kraft í dansana og stundum ekki heldur í röddina sem var miður...svo kom uppáhaldsparturinn minn...þar sem þær völdu sér allar eitt lag sem hafði einhverja sérstaka merkingu fyrir þær og sungu fyrir áhorfendur...en meðal aldurinn var by the way sjö ár..."alvöru" tónlistarmenn velja lög eftir aðra því þau hafa mjög djúpstæða merkingu...hafa komið þeim í gegnum erfitt tímabil eða veiti þeim innblástur eða eitthvað því um líkt...en Nylon stúlkurnar fóru ótroðnar slóðir eins og í öllu öðru og fluttu hvert lagið af fætur öðru sem hafði komið þeim langt í söngvakeppni...væntanlega í grunnskóla...hvað er það?! Jæja...Steinunn litla bjargaði þessu alveg með Dancing in the Street sem var einfaldlega uppáhaldslagið hennar...annars stóð Klara sig best í söngnum og allar stúlkurnar stóðu sig jafn illa á danssviðinu...og ekki hjálpaði tíu ára stelpan fyrir aftan mig sem öskraði píkuskrækjum uppí eyrað á mér og náði algjörlega að eyðileggja Einhvers staðar einhvern tímann aftur...takk fyrir mig...

...en í dag er ég þunn...óvissuferð í vinnunni í gær og þvílíkt stuð og swing...brutumst hér inní Skaftahlíð til að halda partíinu gangandi og skildum við húsið með öryggiskerfið vælandi..ábyrgðin uppmáluð...tókum karókí session á Ölveri og var því hvíslað í eyra mitt að ég væri stjarna kvöldsins...mikið var!
Stay black - Salinto!