27.9.03

...Og djöfull er ég ánægð...

...með Skjá einn núna...sem við erum by the way búnað fá í hús loksins loksins...og Popp tíví...jú mikið rétt...Popp tíví hefur aldrei náð fótfestu í sjónvarpi heimilisins en núna góðir hálsar er allt komið í gott lag ;)

...eeen eins og ég segi er ég ánægð með Skjá einn...og af hverju gætuð þið spurt ykkur...jú...ég skal svara þeirri spurningu með bros á vör...einfaldlega vegna þess að þeir eru búnir að taka þáttinn Malcom in the Middle og döbba hann...það finnst mér brillíant framtak...fyrst var ég ekki alveg viss...ég reyndar horfi ekki á þennan þátt þannig að þetta skiptir mig engu stórmáli...en ég var samt ekki viss hvort þetta væri töff...eeeen mér finnst þetta rosalega sniðugt...auðvitað eigum við að gera meira af þessu...og jú auðvitað vakna raddir núna sem finnst þetta haddló og eitthvað þannig en mér finnst þetta bara mikilvægur liður í því að viðhalda íslenskunni sem á á brattann að sækja...slangur er orðið alltof stór partur af daglegu tali og ýmis slanguryrði eru farin að festast í íslensku máli alltof fljótt...og án íslenskra séreinkenna...mér finnst þetta skelfileg þróun miðað við bókmenntaflóru og -sögu Íslendinga og því finnst mér Skjár einn algjör meistari og frumkvöðull...og það er nú ekki auðvelt að hætta á það að vera ekki töff núna á 21. öldinni þannig að ég styð þetta heils hugar og ég er ekki frá því að mig langi frekar til að horfa á 'Malcom in the Middle' hér eftir...eða ætti ég kannski að segja „Magnús í miðjunni"...
Stay black - Salinto!
...Og gærkveldið...

...var nú bara þónokkuð gott...fyrsta sinn í langan tíma þar sem ég hitti ekkert sveitt fólk...klöppum fyrir því...bara matarboð hjá Fancy og svo bara niðrí bæ...komin heim um 6-leytið...mjög þétt og gott og góður félagsskapur...

...eeeeen ég vaknaði í morgun og horfði á Idol sem ég hafði tekið upp kvöldið áður á meðan ég var að drekka mig fuddla...og ég verð að segja að þessi þáttur var miklu miklu betri...og ó mæ god ég varð ástfangin af gaurnum sem söng haddna Sabiu-lagið inná klóssti...mmmm...ég er búnað raula það í allan dag bara út af honum...úúú...ef einhver þekkir hann endilega hook me up sko því jú mikið rétt...maður er enn á lausu...deitið mitt stóð sig nú ekkert alltof vel í gær...gaf mér engan bjór, káfaði ekkert á mér, hló ekki að bröndurunum mínum og lét mig svo detta á rassinn...takk fyrir það...
Stay black - Salinto!

26.9.03

...Og hvað er málið með...

...Birgittu Haukdal og vera alltaf með sólgleraugu inni....usss...þetta er bara alls ekki töff...og náttlega ekki bara sólgleraugun hennar Birgittu...heldur bara allra sem eru með sólgleraugu inni...og þá sérstaklega á skemmtistöðum...

...Oooog svo er líka óstjórnlega óþægilegt að tala við fólk sem er með sólgleraugu...usss...það er bara eins og maður sé að tala við sjálfan sig sveimérþá...og svo er líka varla þörf fyrir sólgleraugu á Íslandi um vetur...

...Ég held ég sé bara bitur af kuldanum...
Stay black - Salinto!
...Og...

...ég sá svo mikið af míní-celebum í gærkveldi að mér er bara illt í maganum...
Stay black - Salinto!

25.9.03

...Og ég er farin að kvíða...

...óstjórnlega fyrir því að byrja að vinna aftur...úúúfff...actually fara í vinnu í 8 tíma samfleitt...það hljómar hálfhræðilega eftir dýrindismánuðinn sem maður er búnað eiga hér á klakanum...núna er ekkert elsku mamma lengur...engin seta á kaffihúsum borgarinnar klukkutímum saman...neeeei...það er bara harkan sex...eeen náttlega góða við það er að maður fer að meika einhvern monní aftur...sem verður nú ljúfara en allt...það er ekkert sem skemmir stoltið meira en að lifa á lánum frá foreldrum sínum...fussumsvei...alveg mannskemmandi það...

...eeen til að fagna betri tímum þá ætlum við Sigga Vala að skella okkur út á lífið í kvöld...og ég segi sko ekki hvert því ég er ekki stolt af því hvert ferðinni er heitið...eeeen ekkert verður nú drukkið af áfengi að ráði því á morgun er ferðinni heitið í kveðjuhóf Fannars og þar verður fríhafnarveigunum sturtað í sig...

...eeen ég finn að betri tímar eru í uppsiglingu og veturinn verður sko sannarlega betri en í fyrra...og mannbætandi...
Stay black - Salinto!
...Og ég bara steingleymdi að heiðra...

...átrúnargoðið mitt í vikunni...usss...það ætti nú aldeilis að flengja mig fyrir það...eeen jæja...þannig er nú mál með vexti að mesti töffari í heimi, hann Nick Cave, átti ammæli í vikunni...nánar tiltekið á mánudaginn síðasta....og sannar það forkveðna að allir snillingar í heiminum eru meyjur...ja nema þeir sem eru vogir...við látum þá fljóta með líka...

...eeen hann Cave fæddist í bænum Warracknabeal í Ástralíu á þessum degi árið 1957...sem gerir hann 46 ára í dag kaddlinn...og verð ég að segja að hann lítur stórfenglega vel út miðað við dópneyslu og fyrri störf...

...ég vil hér með biðja herra Cave formlega afsökunar á því að hafa gleymt að blogga um þennan merkisdag...ég gleymdi deginum sjálfum auðvitað ekki...svo er systur minni að þakka sem glaðlega minnti mig á hann...

...eeen ég held bara uppá daginn í dag frekar og kveiki kannski á kertum...eitt fyrir hvert ár...og svo náttlega skellir maður sér út á lífið í tilefni dagsins...og auðvitað í tilefni nýrrar vinnu og betri tíma...halleluja God is in the house under fifteen feet of pure white snow where the wild roses grow when I first came to town and the ass saw the angel...

Feliz cumpleanos senor Cave...



Stay black - Salinto!

24.9.03

...Og lífið er aldeilis að glæðast...

...hjá Lillunni þessa dagana...sveimérþá...

...í gær hringdi ungur maður í mig og bauð mér út á deit...mangað fannst mér það og litla piparjónkuhjartað á mér tók nú bara kipp eftir margra mánað vonleysi og þunglyndi...reyndar var þetta nú bara hann Nurse Óli...sem er reyndar ekkert bara...að bjóða mér með sér sem date í matarboðið hans Fannars á föstudag...sem mér er by the way líka boðið í...eeeen samt fallegt af honum Óla að hugsa svona til sín þegar hann hefur engan annan kost þar sem kærastan hans kemst ekki...awwww...svona er sannur vinur...

...svooooo eru nú aðalfréttir dagsins þær að maður er hreinlega kominn með vinnu...jahérna og sveiattan...fór í vinnuviðtal í morgun og var ráðin eftir hádegi...sniiilld...og hvar eruð þið (þeir fáu sem lesa þetta bull) kannski að spyrja ykkur...júúú á þeim stórgóða og handbæra fjölmiðli Fréttablaðinu...ojájá...ég byrja á mánudaginn og leggst þetta bara andskoti vel í mig...svo ef þið eruð góð þá get ég kannski reddað ykkur Fréttablaðinu á góðum díl...aldrei að vita í hvaða spotta maður getur togað...
Stay black - Salinto!
...Og lag dagsins í dag er tvímælalaust...

...tileinkað henni Siggu Völu snillingi...þetta lag minnir mig bara á allar stundirnar sem við áttum saman...og eigum enn þann dag í dag...og enn fremur á allan húmorinn og skrýtlurnar sem mynduðust á ótrúlegustu tímum og sem við hlægjum enn að í dag...þetta er fyrir þig Sigríður Vala...takk fyrir mig...(og auðvitað góða nótt)

Tale as old as time
True as it can be
Barely even friends
Then somebody bends
Unexpectedly

Just a little change
Small to say the least
Both a little scared
Neither one prepared
Beauty and the Beast


Ever just the same
Ever a surprise
Ever as before
Ever just as sure
As the sun will rise

Tale as old as time
Tune as old as song
Bittersweet and strange
Finding you can change
Learning you were wrong

Certain as the sun
Rising in the east
Tale as old as time
Song as old as rhyme
Beauty and the Beast

Tale as old as time
Song as old as rhyme
Beauty and the Beast

Stay black - Salinto!

23.9.03

...Og hvað er málið með...

...að það sé svona erfitt að skrá sig atvinnulausan...og fussumsvei...
Stay black - Salinto!

22.9.03

...Oooog ég hata að eiga ekki pening...

...til þess að kaupa mér pláss fyrir myndirnar mínar...því í dag fór ég og sótti síðustu filmurnar í framköllun og hugsaði mér nú gott til glóðarinnar að fara að skanna herlegheitin inn...og viti menn...þá er dótið mitt útrunnið hjá pbase þannig að ég get ekkert öpplódað meiri myndum hér heldur þurfti ég að stofna nýjan reikning fyrir restina af myndum...sem eru hér by the way...enjoy!
Stay black - Salinto!
...Oooog ég sá...

...myndarlegasta mann sem ég hef séð í laaaangan tíma í dag...og auðvitað var hann með nothing-stelpu...
Stay black - Salinto!
...Og vááááá...

...hvað tónlestrarkennarinn minn er leiðinlegur...meeen ó meeen...svona eldri kona sem gengur um í kaðlaprjónspeysu...ullabjakk...og svo er hún alltaf að reyna að vera svona geðveikt sniðug og solleis...sem gæti alveg verið krúttlegt ef hún væri bara nógu gömul en þetta er eiginlega bara vandræðalegt því svo þorir enginn að segja neitt og það er eiginlega bara þögn...nema maður verður eiginlega að hlægja af sögunum hennar annars er andrúmsloftið alveg óbærilegt þannig að þetta er eins konar vítahringur og ég er viss um að engum líður vel þarna inni...og sérstaklega ekki mér þar sem auk þess að hlægja af misjöfnum sögum kennarans míns þá þarf ég að syngja fyrir framan fólk...og ég kann nú bara akkúrat ekkert að syngja...ennþá allavega...þannig að ofan á vandræðalega andrúmsloftið bætist svona "það kunna allir að syngja betur en ég" complex...

...eeen tímarnir eru voða skemmtilegir og líða hratt þrátt fyrir þessa hryllingslýsingu...
Stay black - Salinto!
...Oooog ég hata...

...fólk sem lýgur...
Stay black - Salinto!
...Og mamma og systa eru búnað vera að fá það...

...yfir einhverju nýju Engjaþykkni með unaðsbragði (úúú þetta er nú bara í nafninu...) og er mamma búnað vera að pressa á mig síðan ég kom heim að prófa það...það eru by the way akkúrat 3 vikur í dag síðan ég kom heim ;)...eeeenníveis...áðan þegar ég kom úr göngutúr með Hnoðrann minn þá ákvað ég að smakka...og ekki get ég nú sagt að ég hafi fengið það við þessa smökkun...og ætti ég nú að geta það þar sem ástarlíf mitt er álíka spennandi og horfa á málningu þorna...en já..ágætismjólkurafurð er þetta nú samt...soldið mikið fitandi en ég læt það liggja milli hluta...morgunkornið er nú samt það gott eintómt að ég gæti alveg fengið það í réttu hugarástandi...ég þarf kannski að grennslast fyrir um hvernig blóðættingjar mínar hafa farið að þessu...
Stay black - Salinto!
...Og það er nú bara ókeypis...

...í strætó í dag...jáhérna hér...mér finnst að allir ættu að fara í strætó í dag...þó að það sé nú soldið risky þar sem strætóbílstjórar Reykjavíkurborgar og nágrennis keyra eins og svín...manni er nú stundum ekki alveg sama...eeeen jæja...allt sem er ókeypis hlýtur samt að vera gott ehehe...og ekki nóg með að það sé bara ókeypis heldur hanga bækur á hverjum stól...maaagnað...ég lenti í sama strætó úr og í Veggsport í morgun þannig að ég hefði getað lesið bókina þarna um af hverju konur geta ekki bakkað í stæði og það (man ekki alveg titilinn) en ég lagði ekki í það þar sem ég hef nógu litla trú á karlpeningnum eins og er...vil nú ekki minnka hana neitt frekar með því að lesa kynjahlutverkabók...
Stay black - Salinto!

21.9.03

...Og er ég skrýtin...

...að þykja Jóhannes í Bónus mjöööög myndarlegur maður?
Stay black - Salinto!
...Og maður er nú bara nærri því sprunginn...

...eftir kvöldmatinn heima hjá Annie Siggie systu...úff mar...það var sko Tandori kjúlli með grænmeti og uppáhaldinu mínu...mmm...jógúrtsósu...sveimérþá ég gæti borðað hana eintóma...mmm...nan brauð og jógúrtsósa á Austur Indía fjélaginu er náttlega bara best...buhuhu....af hverju bíður mér aldrei neinn út að borða?!

...svooo fékk ég annað uppáhaldið mitt í eftirrétt...sem er nú eiginlega uppáhald númer 1 sko...og það er náttlega blessaður ísinn...ekki frá því að mér finnist betra að borða ís þegar er svo kalt að maður heldur að fingurnir á manni séu að detta á...sveimérþá og jahérna...

...eeeen umræðan við matarboðið var nú frekar grá og heit verð ég að segja...en alkóhólismi var svona aðalumræðuefnið...og hvernig maður skilgreinir alkóhólisma...og eftir skilgreiningu móður minnar þá gæti ég alveg titlað mig alkóhólista...eða gat...núna á ég náttlega engan pening til að vera alkóhólisti...og ég á engan suger daddy niðrí bæ sem býður mér White Russian...eeeen ég á þó heilmikið af áfengi...og ekki drekk ég það ein heima þannig að ég er þó ekki langt leidd...eeeen æjjj ég veit ekki hvar maður dregur línuna og því leiddist þessi umræða fljótt út í eitthvað annað...

...eeeen Annie lánaði mér bók...Dauða rósir eftir Arnald Indriðason...þykir víst alger hneisa að ég hafi bara lesið eina bók eftir hann...og enn meiri hneisa þykir það að ég varð fyrir vonbrigðum og fannst mér hún frekar fyrirsjáanleg...allavega endirinn...jú þá er ég að tala um þá ágætisbók Grafarþögn...eeen mér finnst Arnaldur eiga allt gott skilið því bókin er vel skrifuð og heldur manni alveg í spenningi...eeen samt fyrirsjáanleg...að mér finnst...ég má samt ekki láta Dauða rósir og Arnald skemma sistemið mitt því ég er með sér strætóbók sko...þannig að Dauða rósir verður svona heimaaðkúramigákvöldinoghugsaafhverjuégáekkikærasta-bókin...

...ooog ég skil ekki af hverju ég var að blogga þessi ósköp um ekki neitt...
Stay black - Salinto!
...Oooooog í dag er...

...sunnudagur...en það gæti svo sem verið hvaða dagur sem er því ég geri hvort sem er ekkert alla daga...allir dagar eru eins og sunnudagar í mínum augum...tja...neee...maður má nú ekki draga úr því sem maður "þykist" gera á daginn...ég fer nú í söngtíma á morgun og svona ...hvaða hvaða...nóg að gera...

...eeeen ég fattaði það í Veggsporti í gær að ég gleymdi sjampóinu mínu þar í síðustu viku...sem ætti svo sem ekki að vera neitt stórmál ef sjampóið kostaði ekki fokkíng 1500 kaddl!! Úff...ég er svo agalega gleymin að það er ekki fyndið...en ég er þó sérstaklega utan við mig þegar ég er nýkomin úr sturtu þannig að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona nokkuð gerist...nema núna fannst það ekki aftur...ég hringdi í Veggsport áðan og allt kom fyrir ekki...ekkert sjampó...ojæja...ætli ég verði ekki bara að leika Inspector Gadget og finna þann sem rændi sjampóinu mínu...vonandi er sá hinn sami (væntanlega sama samt) ekki með permanent því þetta sjampó er bara fyrir solleis fólk ha ha ha ha...mouhahahaha...that´ll teach him (en þetta er væntanlega her)...
Stay black - Salinto!