27.9.03

...Og djöfull er ég ánægð...

...með Skjá einn núna...sem við erum by the way búnað fá í hús loksins loksins...og Popp tíví...jú mikið rétt...Popp tíví hefur aldrei náð fótfestu í sjónvarpi heimilisins en núna góðir hálsar er allt komið í gott lag ;)

...eeen eins og ég segi er ég ánægð með Skjá einn...og af hverju gætuð þið spurt ykkur...jú...ég skal svara þeirri spurningu með bros á vör...einfaldlega vegna þess að þeir eru búnir að taka þáttinn Malcom in the Middle og döbba hann...það finnst mér brillíant framtak...fyrst var ég ekki alveg viss...ég reyndar horfi ekki á þennan þátt þannig að þetta skiptir mig engu stórmáli...en ég var samt ekki viss hvort þetta væri töff...eeeen mér finnst þetta rosalega sniðugt...auðvitað eigum við að gera meira af þessu...og jú auðvitað vakna raddir núna sem finnst þetta haddló og eitthvað þannig en mér finnst þetta bara mikilvægur liður í því að viðhalda íslenskunni sem á á brattann að sækja...slangur er orðið alltof stór partur af daglegu tali og ýmis slanguryrði eru farin að festast í íslensku máli alltof fljótt...og án íslenskra séreinkenna...mér finnst þetta skelfileg þróun miðað við bókmenntaflóru og -sögu Íslendinga og því finnst mér Skjár einn algjör meistari og frumkvöðull...og það er nú ekki auðvelt að hætta á það að vera ekki töff núna á 21. öldinni þannig að ég styð þetta heils hugar og ég er ekki frá því að mig langi frekar til að horfa á 'Malcom in the Middle' hér eftir...eða ætti ég kannski að segja „Magnús í miðjunni"...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: