25.9.03

...Og ég bara steingleymdi að heiðra...

...átrúnargoðið mitt í vikunni...usss...það ætti nú aldeilis að flengja mig fyrir það...eeen jæja...þannig er nú mál með vexti að mesti töffari í heimi, hann Nick Cave, átti ammæli í vikunni...nánar tiltekið á mánudaginn síðasta....og sannar það forkveðna að allir snillingar í heiminum eru meyjur...ja nema þeir sem eru vogir...við látum þá fljóta með líka...

...eeen hann Cave fæddist í bænum Warracknabeal í Ástralíu á þessum degi árið 1957...sem gerir hann 46 ára í dag kaddlinn...og verð ég að segja að hann lítur stórfenglega vel út miðað við dópneyslu og fyrri störf...

...ég vil hér með biðja herra Cave formlega afsökunar á því að hafa gleymt að blogga um þennan merkisdag...ég gleymdi deginum sjálfum auðvitað ekki...svo er systur minni að þakka sem glaðlega minnti mig á hann...

...eeen ég held bara uppá daginn í dag frekar og kveiki kannski á kertum...eitt fyrir hvert ár...og svo náttlega skellir maður sér út á lífið í tilefni dagsins...og auðvitað í tilefni nýrrar vinnu og betri tíma...halleluja God is in the house under fifteen feet of pure white snow where the wild roses grow when I first came to town and the ass saw the angel...

Feliz cumpleanos senor Cave...



Stay black - Salinto!

Engin ummæli: