13.8.04

...Og ég endurnýjað...

...gömul kynni við skemmtilegan vin í gærkvöldi...jú...60 mínútur...

....þetta er svo mikill klassaþáttur að ég kemst barasta ekki yfir það...frábærir blaðamenn þar á ferð með sláandi jafnt sem hrífandi frásagnir af undursamlegu fólki, vondu fólki, misskildu fólki, sniðugu fólki, fégráðugu fólki og svo mætti lengi telja...

...í gær var til dæmis frábær þáttur sem innihélt meðal annars blindan og andlega þroskaheftan píanósnilling...ég hreifst svo mjög af þessum strák sem aðeins var sex ára að ég horfði aftur á þáttinn á Stöð2+ klukkutíma síðan...ójá...kannski frekar sorglegt en svona er ég gerð...

...þetta var toppurinn á sjónvarpsefninu í gær...ekki ein góð mynd á Bíórásinni...ekki einu sinni léleg mynd sem ég kannaðist við og hefði getað þolað...nada sip notting...Skjár Einn ekkert að gera sig og Rúv frekar döpur eins og vanalega...greyið Rúv...hún er eitthvað svo meðaumkunarverð...verður að neyða fólk til að borga svo það horfi á hana...awwww...mætti þá halda að hún gæti gert eitthvað annað en magnkaup á frönskum framhaldsmyndum....

...annars datt ég inní mjög skemmtilega heimildarmynd um Earnest Hemmingway á BBC Prime sem ég horfði reyndar ekki á til enda þar sem hún var fjögur ár...en mjög skemmtileg það sem ég sá...

...sjónvarpsfíkillinn ég er sem sagt kominn aftur á svæðið...velkominn aftur...velkominn...
Stay black - Salinto!

12.8.04

...Og ég skil ekkert í mér...

...þar sem ég er farin að grenja yfir bókstaflega öllu...ÖLLU!

...djísus kræst...ég horfði á lokaþátt Friends um daginn og svoleiðis hágræt yfir honum...yfirleitt er ég bara þannig að ég snökti og augun mín votna en yfir Friends komu tár...og fullt af þeim...

...síðustu helgi horfði ég síðan á endursýndan Idol-þátt...íslenskan meira að segja...og þá var verið að kjósa út einhverja gellu sem mér fannst ekki einu sinni neitt spes...en þegar hún var að kveðja og syngja lagið sitt aftur þá langaði mig að gráta eins og lítið barn...eeeen þar sem var fullt af fólki með mér þá lét ég það vera...

...ég hef verið að fresta því að horfa á Dirty Dancing sökum þessa...í endanum á þeirri mynd hef ég bókstaflega alltaf farið að grenja...hvað ætli ég geri núna?! Gráti í þrjá daga samfleytt eða hvað?

...fussumsvei...punkturinn var snyrtilega settur yfir i-ið í gær þegar ég var að horfa á Extreme Makover...mér hryllir við þeim þætti...í einu atriði var læknirinn búnað taka húðina af gellunni og setja hana aftur á en áður en hann festi hana þá tók hann nál og potaði undir húðina mörgum sinnum...áááá...og margt í þessum dúr...en svo var komið að lokaathöfninni...þegar seinni konan kom niður...einhver voða sæt lögga...og hitti félagann sinn þá grét ég eins og nýfætt barn...jiiisús...mér fannst þetta svo gleðilegt eitthvað...kreisí in ðe kræíng brein...

Stay black - Salinto!

11.8.04

...Og þessi dagur er...

...yndislegur...mér finnst barasta eins og ég eigi heiminn...tralalalala...
Stay black - Salinto!