13.8.04

...Og ég endurnýjað...

...gömul kynni við skemmtilegan vin í gærkvöldi...jú...60 mínútur...

....þetta er svo mikill klassaþáttur að ég kemst barasta ekki yfir það...frábærir blaðamenn þar á ferð með sláandi jafnt sem hrífandi frásagnir af undursamlegu fólki, vondu fólki, misskildu fólki, sniðugu fólki, fégráðugu fólki og svo mætti lengi telja...

...í gær var til dæmis frábær þáttur sem innihélt meðal annars blindan og andlega þroskaheftan píanósnilling...ég hreifst svo mjög af þessum strák sem aðeins var sex ára að ég horfði aftur á þáttinn á Stöð2+ klukkutíma síðan...ójá...kannski frekar sorglegt en svona er ég gerð...

...þetta var toppurinn á sjónvarpsefninu í gær...ekki ein góð mynd á Bíórásinni...ekki einu sinni léleg mynd sem ég kannaðist við og hefði getað þolað...nada sip notting...Skjár Einn ekkert að gera sig og Rúv frekar döpur eins og vanalega...greyið Rúv...hún er eitthvað svo meðaumkunarverð...verður að neyða fólk til að borga svo það horfi á hana...awwww...mætti þá halda að hún gæti gert eitthvað annað en magnkaup á frönskum framhaldsmyndum....

...annars datt ég inní mjög skemmtilega heimildarmynd um Earnest Hemmingway á BBC Prime sem ég horfði reyndar ekki á til enda þar sem hún var fjögur ár...en mjög skemmtileg það sem ég sá...

...sjónvarpsfíkillinn ég er sem sagt kominn aftur á svæðið...velkominn aftur...velkominn...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: