25.1.03

Og ég fatta ekki sumt fólk...

Fylgir það því að vinna á skyndibitastað og vera ógeðslega fúddl?! Meeeen...fór á Pizza Hut áðan og það var bara urrað á mig þegar ég spurði hvort ég mætti skipta út áleggi í þarna 1100-kaddla tilboðinu...vúússj...excuse me for not knowing the secret pizza-code...og svo fór ég einhvern tímann um daginn á maccan...sem ég geri aldrei og það var svona svipuð stemming í gangi...and don´t even get me started on the Subway-people...meeen...djöfull eru þær beyglur alltaf á túr...og mesta kaldhæðnin er líka að þegar er verið að leita eftir nýju starfsfólki þá hangir svona miði uppi : Leitum að hressu og fersku starfsfólki...þeim hefur greinilega ekki tekist að finna það starfsfólk ennþá...ég held bara að þessar beyglur séu í svona keppni um hver geti verið fúlust...vúússsj...og ég hélt að súru gúrkurnar væru súrar...
Stay black

24.1.03

Og I have a feeling someone is trying to kill me...

...gerði þau mistök að hætta mér í fótbolta í hádeginu með vinnufólkinu...mostly strákum samt (hvers vegna annars myndi maður fara að spila fótbolta nema til að sjá litla sprella sprella um í litlum stuttbuxum...ha ha ha)...en jæja...allavega...ég fór í fótbolta og þar sem ég kann akkúrat ekkert í fótbolta þá hélt ég mig bara í vörninni og reyndi að tækla mann og annan með misjöfnum árangri...fyrsta sem gerist er að ég fæ dúndur í hausinn og dett kylliflöt á bakið...og þá meina ég að ég heyrði brak og bresti í bakinu mínu litla...en stóð upp hörkutólið ég og hélt áfram...svo fekk ég ónefnt bein á ónefndum aðila í sköflunginn stuttu síðan og er sköflungurinn minn svona þrefalt stærri en venjulega....gaman gaman...svo eftir smá stund klikkar eitthvað í bakinu og viti menn...Lillan er föst og getur varla hreyft sig...eeeeen Lillan skellti sér bara í sturtu og bakið er svona að koma til og ég er ekki frá því að ég geri þetta að vikulegum atburði...þó maður sé í nettri lífshættu þarna í Valsaraheimilinu...en Lillan lét þetta ekki hindra sig í squash-iðkun og haltraði í Veggsportið eftir vinnu og prófaði nýja spaðann minn...og hann er bara fjandi góður og ég solleis burstaði systur mínar...ég var ósigrandi..heyr heyr...hefur aldrei gerst áður þannig að sársauki greinilega drífur mig áfram...

...eeeen helgin er óráðin...fer væntanlega bara í kósí-slappa af-stemmingu og nammiát...búnað spara mig alla vikuna....en stefnan í kveld er samt sett á litla Hverfisbarinn sinn...litla sveitta Hverfisbarinn sinn...ekkert djamm...bara rólegt kaffihúsakvöld...tja...hve oft hefur maður sagt það...
Stay black
Og tja...

...þessi færsla hér á undan var eitthvað hálf misheppnuð but to make a long story short þá er bottom-line-ið...myndavélin elskar mig greinilega og mér finnst að það ætti að banna fólki eins og mér að fara útúr húsi því það vekur einungis minnimáttarkennd hjá öðrum...takk fyrir og góða nótt...
Stay black
Og ég skil ekki afhverju...

...ég mæti hér í vinnu þar sem ég gæti auðveldlega lifað af módellaununum mínum....þetta byrjaði allt þegar ég kom í magasín...þá byrjaði bolti frægðinnar að vinda upp á sig...og svo er maður í sakleysi sínu inni á einni aðalvefsíðu landisins...og hvað sér maður?! Jú...þetta hér og

23.1.03

Og hvaða hvaða...

Hey...cool stjörnuspá í dag...

...Someone who casually agrees with an opinion you express is likely to be developing a crush on you. Ask this person for more information and watch them try to impress you...

...me likes...hver ætli þetta sé...úhú
Stay black
Og í dag gráta hendur mínar...

Eins og tveir ástfangnir fuglar sem geta ekki verið saman og þurfa að lifa í bitursætum heimi...án hvors annars....þannig líður höndum mínum í dag því þær geta ei lengur fengið að spila hinn undursamlega leik sem squash er með sínum ástríka félaga...squashspaðanum mínum...já það er rétt...hann brotnaði í gær þessi elska....eftir 1 og hálfs árs notkun þá er minn elskulegi félagi farinn yfir móðuna miklu til að sjá hvað hans bíður þar...heppin er ég að systa á einmitt einn varaspaða sem hún ætlar að selja mér...en það kemur samt ekkert í staðinn fyrir hann Kormák..akkúrat ekkert...hann var svo litríkur og kom mér alltaf til að hlægja þegar ég þurfti á því að halda...en núna tekur við svartur spaði..já svartur...sem er ekkert skemmtilegt...verð bara að plögga eitthvað skærgrænt grip til að peppa hann aðeins upp...en í dag syrgjum við og bíðum eftir að hann Kormákur kólni...RIP
Stay black

22.1.03

And slap my ass and call me Judy...

Meeeen...sá myndbandið við lagið Boys með Britney í gær og deeeem hún er foxí!!! Vúússj...svo langt síðan ég hef séð eitthvað með henni að ég var bara búnað gleyma hvað hún er endalaust cool..og hárið á henni...oooo meeeen...flott flott flott...bara allt við hana...og hún er svona passlega slutty...ekki eins og Christina freakin´ Aquilera sem er the definition of slut...vúússj...og hún er með appelsínuhúð á rassinum...tíhíhí...score
Stay black

21.1.03

Og fyrst ég var að minnast á...

...snilldina einu með Bítlunum...í útgáfu Stereophonics á I am Sam disknum...enjoy...
Stay black
Og I´m rolling on the floor with laughter...

Ha ha ha...gæðastjórinn er byrjaður að lesa bloggið og heldur að hann þurfi að taka mig á námskeið í gæðavottun...ætli þetta sé einhver sorry attempt til að næla sér í bónusstig...þetta verður eflaust borið undir Siggu Völu þegar hún kemur aftur....og já...hápunktur ISO gæðastimpilsins 2003 verður haldinn í Köben 14.-17. mars...deeem get ekki beðið...djöfulsins snilld..þá getur mar víst keypt sér dressið fyrst mar þarf ekki að borga flugið né hótelið...íha!! Andale Andale!
Stay black
Og vá ég næstum gleymdi mér...

Eins og Gugga gleymdi mér í dag...sko váááá...í tækinu mínu síðustu vikur eru búnað vera eftirfarandi diskar: (eftir upptalningu kemur útlistun af hverju þetta er svona mikilvægt)

I am Sam - úr myndinni
The Good Son - Nick Cave and The Bad Seeds
The Murder Ballads - Nick Cave and The Bad Seeds
Henry´s dream - Nick Cave and The Bad Seeds
And no more Shall We Part - Nick Cave and The Bad Seeds
The Boatman´s Call - Nick Cave and The Bad Seeds

Okei..málið er að ég fékk einhver kort í jólagjöf frá Skýrr og skipti þeim fyrir 2 Nick Cave diska og svo þennan I am Sam disk....bara út af því að það fylgdi singull með Nick Cave með honum....svo hef ég ekkert hlustað á þennan disk fyrr en ég skellti honum í í byrjun síðustu viku og meeen óóó meeen...ókei..ég hef aldrei verið mikill Bítla-fan..finnst þeir bara svona í lagi sko...a blast from the past sem lifir rosalega ennþá...en vááá..á þessum disk eru bara Bítla-lög coveruð af einhverju listamönnum eins og Stereophonics, Sheryl Crow, Ben Harper og fleiri og fleirum...og ekki spillir fyrir að bæði Cavearinn og Vedderinn eru með lög á þessum disk...mmm...allavega ég mæli hiklaust með þessum disk...samt soldið leiðinlegt að ég hef ekki heyrt originalinn af helminginum af þessum lögum eins og Golden Slumbers, Don´t let me Down og Mother´s Nature Child...sem er sorglegt...aldrei gaman að heyra svona lög coveruð fyrst og svo originalinn...en þau eru fjandi góð svona...og originallinn er yfirleitt betri þannig að ég verð örugglega ekki fyrir vonbrigðum...en það eru endalaust góð fræg lög á þessum disk og my favorites eru Lucy in the sky with diamonds, Let it be...sem meistarinn Cave tekur og Strawberry fields forever sem er í klikkað flottri útgáfu!! En jæja...kaupið þennan disk..þið verðið ekki fyrir vonbrigðum..Beatle-fan or not...
Stay black
Og la la la la la....

Enn er ég með pirring yfir þessum kremum sem ég þurfti að kaupa...sem ættu eiginlega að vera í gullöskju þau voru svo dýr...ég tók mig til og las leiðbeiningarnar í gær og svona...hafa þetta allt rétt...og viti menn...notandi á að forðast sólbað og sólarlampa...fuck that shit...ég á 4 tíma eftir af ljósakortinu mínu og ég SKAL nota þá...nógu leiðinlegt að vera myglaður á morgnana þó að mar sé ekki næpuhvítur í þokkabót...og ekki nóg með það...ég les áfram og þá segir....þetta er lyf gegn gelgjubólum!! Gelgjubólum!! Ég er að verða 21 árs...ekki segja mér að ég sé enn á gelgjuskeiðinu...meen óó meeen..voðalega tek ég það út seint..ó well...ég verð víst að sætta mig við það...en mér finnst soldið skítt að ég sé að borga morðfjár fyrir einhver lyf sem brjóta mig svo niður andlega...og já...gleymdi einu...Aukaverkanir: kláði...bla bla bla og HREISTURMYNDUN!!! AAAAAAAaaaaaaaa
Stay black
Og enn er maður módel...

Djöfull var gaman um helgina....
Stay black
Og þetta kalla ég blóðuga peninga...

Meeen ó meeen...fór til húðsjúkdómalæknis í gær..ég hef nú alltaf verið þekkt fyrir frekar góða húð en alltíeinu tók ennið á mér einhvern óhugnalegan kipp þannig að ég kíkti til doksa...og viti menn...þá var þetta ekki exem eins og ég hélt heldur bara bólur...alltílæ með það..ég var inni hjá doksa í góðar 2 mínútur...eða nógu lengi til að hann gæti skrifað lyfseðil og svo var það búbú...ég þurfti að borga góðar 2600 krónur fyrir þessar 2 mínútúr...ágætt tímakaup það...en þar er ekki sagan öll...svo rölti ég niðrí apótek sæl í bragði og fékk einhver krem og læti...það verða 2546 krónur....meeeen!! Hvað er það? Þannig að þessar 5 mínútur sem ég eyddi hjá lækni og apóteki til samans kostuðu mig 5000 kaddl! Hva er hann með hundraðþúsund kaddl á tímann þessi maður?! Og ekki nóg með þessi blóðugu útgjöld þá þarf ég að fara aftur eftir 2 mánuði svo hann geti séð hvernig gengur..fuck that shit sko..glætan að ég láti plokka svona af mér pening aðeins svo hann og hans fjölskylda geti farið að skíða í Aspen og keypt sér 3 nýja jeppa og sumarbústað..fussumsvei...en ég verð reyndar rosa happí ef þetta lagast og það er náttúrulega ekki hægt að verðleggja hamingju...
Stay black

20.1.03

Og hopp og hí og trallalla....

ókei ókei...persónulega þoli ég ekki svona samskipti kynjanna-grín en ég heyrði bara svo helvíti góða skrýtlu í dag einmitt um það að ég verð bara að deila henni með ykkur...

Hann: Af hverju ertu í brjóstahaldara? Þú hefur ekkert til að setja í hann...
Hún: Þú ert nú í buxum...

Ha ha ha ha! Fyndið...hún Katrín litla sendi mér þetta reyndar á dönsku í dag en ég var sko ekki lengi að vippa þessu yfir á íslensku ilhýru...enjoy...
Stay black
Og jæja já...

...Ég var að fatta hvað ég á ógeðslega mikið af fötum! Meeen óóó meeen...ég gæti klætt eitthvað Afríku-ríki án gríns...kannski ekkert voðalega stórt Afríku-ríki...en Afríku-ríki samt...djísus...mér hefur aldrei fundist þetta vera neitt það mikið fyrr en núna...núna skil ég af hverju mamma er allta að kvabba þetta í mér...eeeen svo er maður að fara að fjárfesta í fleiri fötum...árshátíðarfötum...uppá 15000 kaddl..ha ha ha...og húmorinn er ...þau eru á 50 % afslætti...mamma mía..en maður verður allavega pæja...og kannski með gæja ha ha ha...rímuhúmor alltaf klassískur...jafn klassískur og orðaleikjahúmor og punktur is húmorinn frægi...hó hó hó...skopskyn punktur is....en ég fattaði líka um daginn hvað ég safna ógeðslega miklu..ókei ekki nóg með að ég safni Friends heldur safna ég James Bond og myndum sem Hugh Grant hefur leikið í....svo safna ég kertum...staupum...og svona snowglobes...þau þurfa ekkert að vera jólasnowglobe...bara snowglobe...svona hristidót eitthvað....svo sanka ég að mér öllu sem mér finnst sniðugt þannig að herbergið mitt og skáparnir mínir eru troðfullir...alger vitleysa...en svona er ég víst ánægðust...fleiri og fleiri eru farnir að halda því fram að ég sé nautnaseggur...tja...eins og það sé rosalega neikvætt...já...það er mjög neikvætt að gera hluti og borða eitthvað sem gerir þig ánægða...eins og það sé einhver glæpur...well then I´m guilty...sek um að reyna að gera bara hluti sem gera mig ánægða...
Stay black

19.1.03

Og meeen óóó meeen...

...djöfull væri ég til í að kunna tælensku á útsölum...önnur hver kona sem labbar inní útsölur í Monsson og Accessorize þessa dagana er tælensk...deeeem hvað það væri gaman að vita hvað þær eru að segja...þær eru svo krúttlegar alltaf að pískra eitthvað..kannski eru þær bara að gera grín að þunnu, tileygðu afgreiðslustúlkunni (mér)...måske måske...en ég stefni í tælensku 101 í Námsflokkunum...eða eitthvað...
Stay black
Og I love surprises...

...og gærkveldið kom svo sannarlega á óvart...var búnað ákveða að vera bara róleg og jafnvel á bíl ef Fancy hefði ekki verið á bíl í ammælinu hennar Hjördísar so ég tók bara með mér 3 bjóra og svona...svo var náttlega bolla á staðnum og svo spillti Ebbi mér og batt mig niður og neyddi mig til að taka í vörina...alveg eins og hann gerði útá Costa bölvaður...þannig að maður var vel íþí og það var rosa stuð...gaman að hitta alla svona í heimahúsi og svona...ekki bara alltaf á Hverfis...en þangað var einmitt leiðinni haldið...en Valur skemmtilegi vildi endilega fara á undan öllum í partíinu...vei vei...það var ekki sterkur leikur þannig að Lillan var á leiðinni heim með Fancy og Hlyn um eitt-leytið...eeeeen kom Fancy á það að koma við í partýinu og sjá hvernig staðan væri og muncha aðeins á einhverju snakki og svona...þá var allt liðið þar á leiðinni niðrí bæ og þar sem Lillan var komin í fílíng þá skellti hún sér bara með....og viti menn...á Hverfis var rosa stuð...ég og Gunnella áttum staðinn með sundrútínunni og aðdáendur streymdu að borðinu...endaði með rokkarafellastælum og sem kærastan hans Arnars 6 ára til 2 ára, með aðskilinn fjárhag og mjög skilningsríkur stuðningsmaður þegar hann fór í eiturlyfjameðferð fyrir 1 og hálfu ári síðan í misheppnuðum samræðum við ömurlega leiðinlegan gaur...græddi allavega bjór útá það...mouhahaha...splittaði svo mjög ósanngjörnum leigubíl þegar klukkan var langt að ganga 7 og endaði kvöldið í góðum dísel-fílíng...
En held að punktur is brandararnir mínir standi uppúr eftir þessa helgi...þeir slóu svona líka í gegn og það er sko komið á hreint að það er ekkert að „skopskyninu" mínu...
Stay black