11.10.02

Vááá ég er að springa úr stolti...var að baka geggjað jömmí súkkulaðibitakökur með smartísi ofaná áðan fyrir gellurnar í Monsson og Accessorize...þar er nú einu sinni laugardagur á morgun og það er gaman að geta glatt þær :)...annars rakst ég á þvílíka snilld er ég var að horfa á stoody 1 áðan...auglýsing fyrir laugardagskvöld með Gísla Marteini..vissi að hann væri að fara að byrja með þátt og var búnað ákveða að fylgjast með því því mér finnst hann svooooo sætur...nammi namm...en auglýsingin fyrir þáttinn er alveg milljón...kannski afi milljón...eheheh...anyways...það er eins og hann sé að tala við sjálfan sig greyið maðurinn...bara svona clips af honum eitthvað í góðum rökræðufílíng en aldrei sýnt neitt af viðmælendum hans...alger snilld...þetta er sem sagt bókstaflega laugardagskvöld með Gísla Marteini....baaara Gísla Marteini...vibbí...can´t wait
Stay black
Úffff...ónefndur aðili sem ég þekki er í viðtali á Útvarp sögu og þess vegna neyðist ég til að hlusta á þessa súru súru stöð...hef aldrei heyrt neitt svona súrt...svona þjóðarsál...bara aaaaallaaaaan daginn...vá hvað ég verð feginn þegar þetta viðtal verður búið....liggur við að manni langi að plokka hljóðhimnun úr bara til að hafa afsökun fyrir að hafa ekki hlustað á aðilann....hvað maður leggur ekki á sig fyrir fólkið í lífi sínu...
Stay black
Take the M&M's Test @ Rasberry Rain
Úfff...hafiði einhvern tímann reynt að klæða ykkur með vinstri hendinni?! Það er killer erfitt mar...get ómögulega klætt mig í og úr með spelkuhendinni því það er einnig killer erfitt og vont! En spelkan mín er nokkuð svöl sko...hösslaði meira að segja út á hana í gær...ég og Hólmfríður þurftum sko að bíða eftir Freyju í stigaganginum því hún var út að borða og þá var massasætur strákur sem kom inn og fór svo aftur út og gaf mér svona how u doin´-look...svona Joey-style! Alger snilld...en aulinn sem ég er leit bara á klukkuna eins og fífl...sem er mjööög skrýtið því ég geng ekki með klukku!...en þegar mér og Hólmfríði var orðið skítkalt á bossanum þá kíktum við aðeins uppá L.A café til að hlýja okkur þar sem FB var með bjórkvöld...komst að því að það er ekkert rosa stuð að mæta á þessi kvöld ef mar er ekki lengur í FB...ehehehe...samt fínt...skellti í mig einum ógeðisbjór...hvað er annars málið með þennan bjór á L.A!? Ég sver það hann er hlandblandaður!! Meeeeen....hann er svo skítavondur..en bjór samt...þannig að eftir bjórinn skunduðum við til Freyju og ég gaf henni flottu flottu kökuna...hún var geðveikt ánægð...æjji það er alltaf svo gaman þegar maður gerir eitthvað gott fyrir einhvern því þá líður manni svo vel...líka svo gaman að baka þannig að þetta var tvöföld ánægja...
...en kvöldið í kvöld lýtur ágætlega út...ætla að baka eftir kvöldmat...handa gellunum í Soonrize...aðeins að gleðja þær á morgun...og svo kannski kíkir maður eitthvað út á lífið...aldrei að vita...soldið bindandi samt að þurfa að klæða sig í stíl við spelkuna...en það er gaman að þessu...
Stay black

10.10.02

Ég bara trúi því ekki að ég geti ekkert farið í squash fyrr en á mánudaginn!! Buhuhuhuhu..ætla samt að reyna að kíkja á morgunn með systu..og ef það gengur ekki þá fer ég bara á hlaupabrettið eða eitthvað...það er bara svo gaman í squashi...en hlutirnir gætu verið verri...það gæti vantað á mig hendina...en þá gæti ég náttlega verið cool að spila á trommur eins og trommarinn í Def leppard...íha...það væri cool...en allavega...ég kíkti í keramik í gær og það var ógeðslega gaman...mæli með þessu sko...geðveikt slakandi og bara rosa stuð...ég fór með Jónu Dóru, Jóhönnu, Sonju, Sesselju, Línu, Þurý og Hólmfríði og við erum held ég bara allar fæddir listamenn..nema Lína...ehehehe...ég gerði allavega svona lítinn sushi-disk með grænu munstri...ætli mar gefi ekki mommy hann...hún elskar allt svona blessuð kellingin...en svo í kveld er það hin vinnan og svo skýst ég til Freyju eftir vinnu því hún á ammæli í dag...weeee...svo er nú djammútlitið ekki gott þar sem þessi spelka passar nú ekki beint við djamm-outfittið mitt...en mar reynir sitt besta...ætla allavega að reyna að draga hjúkkuna útá laugardaginn...bara spurning hvað mar gerir annað kveld...einhverjar uppástungur?
Stay black
Jæja nú er ég komin með massaspelku um fokking úlnliðinn...bara fegin að ég ákvað að vera í rauðu, svörtu og hvítu í dag því spelkan er einmitt rauð, svört og hvít...alltaf eitthvað jákvætt við allt...weeee....en ég er samt líka með einhvern vott af kvefi þannig að ég er öll í hönk ef svo má segja...þannig að ég ákvað að koma við í 10-11 á leiðinni í vinnuna og keypti mér kellog´s special k bar...mmm...heilan kassa meira að segja..nammi namm...aðeins svona til að vorkenna sjálfri mér ehehehe...
Stay black
Fjandinn fjandinn fjandinn!!! Má ekki spila squash og get það ekki ef farið er útí þá sálma því ég er með sinaskeiðsbólgu dauðans...þurfti að keyra með einni hendi í vinnuna í dag...urrrr...me not like..urrg urrrg urrrg...dagurinn byrjar sem sagt ekki vel....og verður þá væntanlega ekki góður...en afmælisbarnið á þessum skemmtilega degi er Freyja...weee....22 ára í dag...bakaði köku og allt handa henni og hún fær hana í kveld...geðveikt fín kaka...*stolt*
Stay black

9.10.02

Hef akkúrat ekkert að gera í vinnunni þannig að mér leiðist svona örlítið...ákvað að go nuts in da quizzes!

18.75 %

My weblog owns 18.75 % of me.
Does your weblog own you?
SNILLD!!!! Ég elska Alf!!!






What alien are you? test by
koolerthanjesus
Úff ég hef nú aldrei fílað Jimi Hendrix eitthvað í botn en það er eitt lag sem ég fæ bókstaflega gæsahúð af að heyra...hef reyndar hlustað meira á það coverað með Pearl Jam og The Corrs...í sitthvoru lagi þó ehehehe...en útgáfan hjá Jimi er alger hreinasta snilld...I salut you dead master...þetta er lagið Little wing...tjékkið á því...

Well she's walking through the clouds
With a circus mind that's running round
Butterflies and zebras
And moonbeams and fairy tales
That's all she ever thinks about
Riding with the wind.

When I'm sad, she comes to me
With a thousand smiles, she gives to me free
It's alright she says it's alright
Take anything you want from me, anything
Anything.

Fly on little wing,
Yeah yeah, yeah, little wing
Er þetta ekki soldið of plain template fyrir mig?
Vá ég er búin að uppgötva nýtt heilsusælgæti..eða reyndar hún móðir mín...hún keypti það sko...svona special-K bar...aðeins 90 kaloríur og bara fjandi gott...trúi samt ekki að þetta sé eitthvað über hollt því þetta er frekar sætt og mjög mjög gott...elska allt svona með jógúrti á...nammi namm...þannig að ég gef þessu tvo þumla upp í góðum fílíng...
Stay black

What's Your Style? Find out @ She's Crafty
Kom heim eftir vinnu í gær og hvað ætli Lilja hafi gert?! Hún fokkíng eldaði...tadada....og það var ætt...og mjög gott...eldaði kjúlla og sveppi og grænmeti...nammi namm...svo náttlega rotaðist ég því maður getur ekki borðað góðan mat án þess að leggja sig eftir matinn...it´s the universal law....þannig að ég var næstum því búnað sofa yfir mig í squash...en í squashi hélt sigurganga mín áfram þar sem ég vann systur mína ekki einu sinni, ekki tvisvar...heldur þrisvar! Hún var orðin vel pirruð greyið stelpan og var ég að reyna að láta hana vinna í síðasta leiknum því hún er jú betri leikmaður...en allt kom fyrir ekki...ég gat ekki barist við hæfileika mína í gær og vann eftir allt...úff...erfitt að vera svona frábær...svo skellti ég mér heim í freyðibað...nammi namm...kveikti á kertum og slakaði á í bláu freyðibaði....vantaði bara böbblíið og fallega karlmanninn en maður getur nú ekki fengið allt sem maður vill...enda væri þá ekkert gaman að lifa....svo þegar ég kom úr freyðibaði þá fattaði ég að ég hafði mislesið dagskrána á Skjá 1 þannig að ég missti af The bachelor!!!! Þvílík hneisa...mig langaði mest að grafa mig ofaní holu og deyja...en tók gleði mína þegar hjúkkan sagði að þetta hefði EKKI verið síðasti þátturinn...úff...mér létti geigvænlega...þannig að núna þarf ég að taka frá næsta þriðjudag...
Stay black

8.10.02

Úffff þá er törnin búin...er búnað vera á fullu að leiðrétta dæmið í vinnunni því við vorum að skila því akkúrat núna! Jibby...en planið var að fara út að borða með Ólöfu og Beggu B. í kveld en það fór útum þúfur...smá lán í óláni því síðasti þátturinn af bachelor er í kveld og auðvitað verður mar að horfa á hann! Meeeen vonandi velur hann Amöndu! She´s my favorite...og svo verður mar að ná re-runninu af survivor því ég missti af því vegna þess að systa þurfti endilega að eiga ammæli á mánudegi! What´s up with that?! For crying out loud...veit samt alveg hver var rekinn í burtu en verð samt að horfa...svo er ég að fara að gera keramik á morgunn með Soonrize gellunum...hlakka ekkert smá mikið til íha íha...annars er heilinn á mér soðinn og ef ég hef einhvern tímann haft einhvern vott af góðu húmorsgeni þá er það svo sannarlega farið núna og því ætla ég ekki að þreyta ykkur með tilgangslausu bloggi um ekki neitt...hummm...það er náttlega alltaf tilgangslaust...ahh...whatever...peace out!
Stay black
Dadara...fór í ammæli til Earlie Pearlie í gær og það var rosa stuð...Júlíus Fannar las upp hvern litlukrakkabrandarann eftir öðrum og það vakti þvílíka lukku...svona fíla- og hafnafjarðarbrandarar...alltaf klassískt...Landnámsmaðurinn reyndar bjargaði þessu alveg með einn brandarann...

..."Hvað er grátt að innan og gult að utan?"
..."Bónus"...*hlátur*
..."Neeeei....fíll dulbúinn sem banani!"

Eehhehe...elska svona brandara...sem meika svona mikið sense...en ég var allavega mesta partýljónið í gær eftir svona 20 ferðir í super-nachosið þá bara steinsofnaði ég í sófanum hjá systu...það var góður svefn mar...mmmm....þegar ég vaknaði var ég búnað fá smess frá honum föður mínum sem dvelur nú í Englandi....Bristol nánar tiltekið...helvítis lucky pig sem hann er....var á sigurrósartónleikum í gær og örugglega fullur alla daga...eheheh..þykist vera í einhverjum flugumferðarstjóraskóla...yeah right!!
Stay black

7.10.02

Jæja...þar sem ég hef ekkert skemmtilegt að segja á þessum degi því ég er bæði þreytt og svo er mér óglatt þá ætla ég að gleðja ykkur með undurfögrum texta eftir hann Dabba Gráa eins og ég kýs að kalla hann...þetta er Lead me upstairs og mæli ég með því við kazaa lite-notendur að niðuhlaða það unplugged...alger hreinasta snilld!!

I care little for my body she said
I couldn't care less about my soul
and as she led me upstairs in whispers
my whole summer turned cold

I'll lead you upstairs
I'll lead you upstairs
If you've got no worries
then I've got no cares
I'll lead you upstairs

I told her people had been talking
about how dark she was inside
she said my hopes are buried in the soil
deep in the earth outside
and with one twist of the world
she brought me to her side
she asked me for the truth one time
and I all I did was lie

I'll lead you upstairs
I'll lead you upstairs
If you've got no worries
then I've got no cares
I'll lead you upstairs

Jæja...ég ætla að skipta enn og aftur um template hér og valið stendur á milli þessa templates og þessa ...hvort á ég að velja?!
Jæja...afmælisbarn dagsins er hún systir mín Erla Hjördís...eða Earlie Pearlie eins og við kjósum að kalla hana í innsta hringi....hún er hvorki meira né minna en 26 ára gömul í dag...húrra húrra segi ég nú bara..eins gott að hún bjóði manni svo í eitthvað gúmmulaði í kveld stúlkukindin! Annars verður maður illa svikinn...búnað kaupa afmælisgjöf og allt....annars horfði ég á fyrstu 2 þættina í 9.seríu af Friends í gær loksins...og þvílík hreinasta snilld...minnti mig ennfremur á það af hverju ég hef kosið að safna þessum blessuðu þáttum...já...og ef einhver á 3.spólu í 3.seríu þá er ég fús til að kaupa hana gegn ásættanlegu verði...vantar hana sko...
Stay black

6.10.02

Jæja...helgin var aldeilis sérdælis prýðileg...fór í bústað með Fannari, Krín, Sonju og Sigurði Eggerti (betur þekktur sem Diddi Paulsen...eða Senior Paulsen eins og ég kýs að kalla hann)...á föstudaginn var nettur partýfílingu og ég og Diddi stóðum okkur býsna vel í hot n´sweet...kannski aðeins of vel...hömm hömm...hver er þarna að hlægja fyrir aftan þig...jú það er hún móðir mín...frábært kvöld en hausverkurinn daginn eftir ekki alveg jafn frábært og þar sem ég var eina manneskjan með lífsmarki þegar búið var að stúta nokkrum hömmurum þá skrapp ég aðeins út að skokka og tók svo aðeins til í kotinu...með aðstoð frá Fancy reyndar...svo var laugardagskvöld poppað upp með smá bubly og skellt sér í heita pottinn í góðu flippi...svo endaði laugardagskvöldið bara í chilli þar sem Krín var veik og Fancy dauðanum þreyttari...held að Hello hafi átt kveldið og var maður farinn að efast um kynhneigð hans Sigurðs Eggert þarna undir lokinn...segjum ekki meira um það...svo vaknaði maður ferskur á sunnudag, skellti í smá David Gray og byrjaði að pakka og laga til...helginni var svo slúttað með kryddbrauði á Pizzubæ í Mosó sem var aldeilis frábær endir á þessari frábæru helgi...þakka vil ég Krín fyrir góða carlsbergdrykkju, Sonju fyrir...tja...tippi!!!...Sigurði Eggerti fyrir gott hot n´sweet maraþon....Fancy fyrir frábært gítarspila og reynar bæði honum og Sigurði Eggerti fyrir solid spil og þá sérstaklega alla Pearl Jam slagarana...en þó sérstaklega Black...mmm...takk strákar...það má með sanni segja að Sigurður Eggert hafi nú komið sér inn í my boys hópinn minn og vil ég bjóða hann hjartanlega velkominn! Annars held ég að ég fái ekki boð með í næstu ferð eftir útreiðina á digital-myndavélinni hans Fancy...og ekki má gleyma glasinu sem ég stútaði í pottinum...segjum bara að enginn á eftir að gleyma einni ögn af þessum bústað á næstunni...
Solid helgi...en núna ætlum við Ormur að horfa á nýjustu friends-þættina...úúú ég er svoooo spennt!!!
Stay black