11.10.02

Úfff...hafiði einhvern tímann reynt að klæða ykkur með vinstri hendinni?! Það er killer erfitt mar...get ómögulega klætt mig í og úr með spelkuhendinni því það er einnig killer erfitt og vont! En spelkan mín er nokkuð svöl sko...hösslaði meira að segja út á hana í gær...ég og Hólmfríður þurftum sko að bíða eftir Freyju í stigaganginum því hún var út að borða og þá var massasætur strákur sem kom inn og fór svo aftur út og gaf mér svona how u doin´-look...svona Joey-style! Alger snilld...en aulinn sem ég er leit bara á klukkuna eins og fífl...sem er mjööög skrýtið því ég geng ekki með klukku!...en þegar mér og Hólmfríði var orðið skítkalt á bossanum þá kíktum við aðeins uppá L.A café til að hlýja okkur þar sem FB var með bjórkvöld...komst að því að það er ekkert rosa stuð að mæta á þessi kvöld ef mar er ekki lengur í FB...ehehehe...samt fínt...skellti í mig einum ógeðisbjór...hvað er annars málið með þennan bjór á L.A!? Ég sver það hann er hlandblandaður!! Meeeeen....hann er svo skítavondur..en bjór samt...þannig að eftir bjórinn skunduðum við til Freyju og ég gaf henni flottu flottu kökuna...hún var geðveikt ánægð...æjji það er alltaf svo gaman þegar maður gerir eitthvað gott fyrir einhvern því þá líður manni svo vel...líka svo gaman að baka þannig að þetta var tvöföld ánægja...
...en kvöldið í kvöld lýtur ágætlega út...ætla að baka eftir kvöldmat...handa gellunum í Soonrize...aðeins að gleðja þær á morgun...og svo kannski kíkir maður eitthvað út á lífið...aldrei að vita...soldið bindandi samt að þurfa að klæða sig í stíl við spelkuna...en það er gaman að þessu...
Stay black

Engin ummæli: