14.4.03

Og helgin var það heillin....

...ákvað að vera bílandi á laugardag þegar ég fattaði að ég var akkúrat ekkert búnað sofa...fór til Dísu í eitthvað staffadjamm hjá henni og þaðan niðrí bæ...byrjuðum á Vegamótum sem mér fannst hálfslappt...þegar ég var búin að fá svona u.þ.b. milljón slappar pick-up línur (meira að segja „Kemurðu oft hingað" og ekki í gríni!) þá stakk ég stelpurnar af og hitti Siggu Völu á Ölstofunni fyrir tilstilli okkar ljúfa og hjartahlýja markaðsstjóra...þaðan lá svo leið mín aftur til stelpnanna á Píanó barinn (af öllum fokkín stöðum - og ég borgaði mig inn!!) og svo endaði kvöldið á Prikinu þar sem við náðum í Ofur Dóra og skutluðumst svo á Select í eina pylsu með kartöflusalati (mmmm) og svo bara heim um fimm-leytið...ágætiskveld...ekki mikil stemming en ég hitti fullt af góðu fólki...meirihlutann Skýrrara en það er allt gott að segja um það...

...svo var sunnudagurinn frekar laime til að byrja með...gat varla vaknað í vinnuna sökum þreytu en dreif mig upp og fór svo aðeins fyrr til að fara í fermingarveisluna hjá Simma frænda mínum...gaf honum voða stórt páskaegg og ég held að ég sé besta frænka í heimi núna..hehehe...þetta var svona matarveisla..sem ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af...er hrifnari af svona kökuveislum...eeen þegar ég sá graflaxinn og risafatið af kartöflusalati þá tók ég gleði mína á ný....síðan skutlaðist ég heim og skannaði inn nokkrar myndir (eins og sést hér fyrir neðan) og brunaði svo aftur í Kópamannavog á tónleika hjá Rússibönunum og Vox Academica sem hún Ziggie syngur í...þetta voru svo mergjaðir tónleikar að það hálfa væri nóg...eina sem pirraði mig var myndatökumaðurinn sem var alltaf með vélina á lofti en Jón Ársæll er víst að gera þátt um Diddú (sem var að syngja þarna líka)...æjj þetta var æðislegt...fiðluleikurinn minnti mig samt óneitanlega á strák sem ég var að dúlla mér með fyrir um 2 árum síðan og hann spilaði á fiðlu fyrir mig eina kvöldstund...það var brjálæðislega mikið turn on þannig að ég var hálfspennt alla tónleikana ha ha ha...reyndar minnti fiðluleikurinn mig líka á Warren Ellis á Nick Cave tónleikunum og þá varð ég ekkert minna spennt...svooo bara endaði ég helgina á að horfa á endursýninguna á The Bachelorette sem ég missti af á fimmtudaginn síðasta og var svo þreytt í morgun að það var eiginlega ekkert fyndið!

...eeen skot helgarinnar á hún Guðrún frænka mín...hún heilsaði mér í fermingarveislunni og sagði „Nei hæ. Við sáum þig ekkert áðan. Vorum einmitt að tala um það að þú mættir örugglega ekki í veislur á daginn!" Ha ha ha...hún er alger hreinasti snillingur! Þessi djókur tryggði henni þokkalega boð í mitt kveðjupartí!

...eeen matur helgarinnar var óneitanlega kartöflusalat! Ég held ég hafi overdósað af kartöflusalati en það er nú gott og blessað...nema hvað það er ógeðslega fitandi! But hey...you only live once!

...ooog styrktaraðilar hjólreiðanna eru The Cure með diskinn sem ég var að kaupa The head on the door...sem er vægast sagt snilld!!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: