24.2.04

...Og dagurinn í gær var yndislegur...

...jisús minn góður...það þarf alltof lítið til að gleðja mig...

...byrjaði á því að fara tussulegri en allt í vinnuna og dagurinn leið eins og 10 mínútur sveimérþá...það er alltaf svo gaman í vinnunni...já já já....fengum meira að segja bollur og allt...finnst reyndar bollur ekkert spes góðar en lét mig hafa það...leið eins og góðum 5000 kílóum þyngri þar sem ég var búin að háma í mig gómsætri hjónabandssælu fyrr um daginn...

...Nurse Óli kom svo og sótti mig og við renndum við í ísbúðinni við Hagamel eins og okkur einum er lagið...oooog meeeen hvað ég er veik fyrir þessum ís...ég get borðað hann endalaust...endalaust segi ég...eeen lét miðstærð duga eftir bolluátið....síðan kíktum við aðeins heim og töluðum um viðtalið hans Óla...hann er nebblega að fara í viðtal í dag hjá Flugleiðum...hann fer kannski að flugfreyjast í allt sumar...gaman gaman....síðan toppuðum við algjörlega daginn með því að kíkja á Burger King í Smáralind...og ég er ekki frá því að ég hafi fengið snert af matareitrun...mér leið allavega svo illa í maganum að ég tók þá skynsamlegu ákvörðun að skella mér á hlaupabrettið í Veggsport...

...dagurinn var svo kórónaður með yndislegri sturtu og brilliant Sörvævor þátti...takk fyrir mig Guð...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: