10.12.02



Ó mæ god ó mæ god ó mæ god!! Aldrei í lífi mínu hef ég verið jafn ánægð og akkúrat í dag...váááá...þessir tónleikar voru fokkíng snilld og vel það...það eru engin orð...vúúússj...ég, keikó og palli vorum með þeim fyrstu 100 inn þannig að við fengum brillíant sæti...alveg við handriðið á annari hæð þannig að Cave-inn sneri að okkur allan tímann...og hann tók náttlega brillíant opnunarlag...reyndar þekkti ég það ekki fyrst því hann breytti því soldið mikið...en hann byrjaði á Mercy Seat...sem er náttúrulega snilld!!! En ég held samt sem áður að Henry Lee hafi átt þessa tónleika...það var meira en snilld...og West Country Girl og svo náttúrulega uppáhaldslagið mitt...The Ship Song...sem ég hélt reyndar að hann ætlaði að sleppa því hann tók það ekki fyrr en hann var klappaður upp...en vá...ég bara táraðist...vúússsj...keypti mér 3 geisladiska í safnið....og svona megatöffara Nick Cave bol...úhú...en ég keypti hérna From Her To Eternity, Henry´s Dream og The Good Son...diskarnir voru á svo góðu verði að ég gat bara ekki sleppt því....en aftur í hversdagsleikann...vááá...það eina sem gæti hugsanlega toppað þetta eru Pearl Jam...og ég efast stórlega að þeir komi nokkurn tímann til Íslands þannig að Cave stendur í Topp 1! Takk fyrir mig og góðan dag...
Stay black

Engin ummæli: