16.2.03

Og júró var það heillin...

...ég elska júróvisjón...þetta er svo skemmtilega haddló og yndislegt...aaaa...undankeppnin í gær..ég og Óli gerðum okkur dagamun og pöntuðum pizzu og horfðum fyrst á spaugstofuna og síðan á júró bjúró...tja...ég horfi aldrei á spaugstofuna og í gær mundi ég af hverju...talandi um að vera næstum því eins útbrunnir og Rúni Júl for crying out loud...ég hló varla einu sinni...þvoði frekar á mér hárið en að misbjóða augum mínum og eyrum svona og það segir nú meira en mörg orð...hef greinilega ekki húmor í þetta...en Óli hefur það...og það er hans mál ha ha ha...en já...undankeppnin...það var nú meira formsatriði...allir vissu að Birgitte (lesist með frönskum hreim) myndi taka þetta ...samt gaman að horfa...mér fannst reyndar Heiða í Unun laaaangflottust...eða með flottasta lagið...hún greyið er frekar óaðlaðandi..en lagið var heavy töff...áfram Heiða...en Gísli Mart og Logi Berg fóru nú alveg með þetta...þeir voru svona frekar laime greyin...fínt lag-er þetta sigurlag brandarinn var ekki aðgera sig...jú gerði sig kannski fyrstu 2 skiptin og svo var þetta bara haddló og pirrandi og mig langaði mest að bruna í háskólabíó og skjóta þá þegar 5. lagið var búið...en já...litli indjáninn vann og það er svo sem ágætt...hún kemst örugglega langt á útlitinu og lagið er svo sem þetta típíska júróvisjón lag...gæti komist á pall...en leiðinlegast við þetta allt finnst mér að ég verð ekki á landinu á sjálfan júróvisjón daginn 24. maí sem er einmitt líka ammælisdagurinn hans Óla...ég verð víst bara að fara á einhvern Íslendingabar í nágrenninu og horfa með fyllibyttunum..kannski mar skelli sér bara til Costa á Pink Elephant...hver veit...
Stay black

Engin ummæli: