16.2.03

Og netleysi dauðans...

..er búið að hrjá mig síðustu daga...leiðinlegt að nota orðið hrjá en þetta hrjáir mig...jú...ég heiti Lilja og ég er netfíkill....þræll bloggsins og tilgangslausra upplýsinga...baaaa....eeeen ég ætla að reyna að klára blogg síðustu viku...en ég hlífi engum...believe me...eigum við ekki bara að byrja á byrjuninni....

...Valentínusardagurinn var á föstudaginn...sem mér finnst persónulega vera sá heimskasti dagur og tja jaðrar við hræsnaralegur í "íslenskri ekki-menningu"...en jæja...hann kemur samt og fer...og enginn myndi vita hvenær hann er ef væru ekki dældir svona nokkuð margir þúsundkaddlar í að auglýsa hann...svo merkilegur er hann...en mér finnst þetta sorglegur dagur...mér finnst sorglegt að fólk þurfi að taka dag úr öðrum menningarheimi (sem er nú ekki bæsinn) og tileinka sér hann til þess eins að hafa einhverja afsökun til að gefa ástvini sínum eitthvað fagglegt...sem er fáránlegt...að þurfa afsökun til að elska einhvern! Frekar er skemmtilegra að fá einhverjar svona ég er skotin í þér gjafir eða bara útafþí gjafir heldur en blóm sem gæti alveg eins verið prentað á "ha ha gotcha...keyptir blóm litla gerpið þitt á degi sem blómaframleiðendur eru að græða feitt á en enginn veit einu sinni hvað hann stendur fyrir...ha ha ha...sökkkahhh!!"...frekar kýs ég að gefa mínum ástvinum sem ekki er hægt að verðleggja og ekki eitthvað sem fæst á næsta select fyrir 990 kaddl...með áburði...
Stay black

Engin ummæli: