11.4.03

Og það var nett dauðagildra að hjóla í vinnuna í morgun...

...ég held ég hefði verið alveg jafnfljót að labba eins og að „hjóla" í morgun...meeen ó meeeen...við erum ekki að tala um hálkubletti heldur einn stóran hálkublett yfir allt landið! Djíses! Og auðvitað datt ég...spennufíkillinn í mér var að reyna að prófa hvort ég gæti hjólað á glæra hálku...og auðvitað gekk það ekki en mér tókst að skekkja stýrið á hjólinu og rústa öðru handfanginu...klöppum fyrir snillinginum...en ég slapp með skrámur á olnboganum og hnénu þannig að það er nú ekkert biggí...kom svo hálftíma seinna en venjulega í vinnuna eða eitthvað og ég hef aldrei verið svona snögg í sturtu...nema það var einhver búnað stífla niðurfallið með ég vona hári af hausnum á sér...ég skipti mér ekkert af því...forðaðist niðurfallið og rétt stakk mér undir bununa...eeen leiðinlegast við þessa hálku alla saman var þó að ég var svo einbeitt og stressuð allan tímann yfir hálkunni að ég gat ekkert pælt í hlutunum...eða sungið með styrktaraðila hjólreiðanna í dag sem er Moby og diskurinn Play...sem er master piece...djöfulsins snilld!

...eeen gærkveldið var æðislega skemmtilegt...Fannar, Katrín, Óli og Svanhvít komu og Krissi slóst í hópinn því hann er nú svo hress og skemmtilegur strákur...það heppnaðist nærri því allt en þetta var voða gott...sérstaklega hnetusmjörsgúmmulaðið sem ég gerði...mmmm...hnetusmjör...og gulrótarkakan klikkað náttlega ekki frekar en fyrri daginn....og Fannar var voðalega ánægður með ammælisgjöfina sína....gaf honum ískaldna Carlsberg í Carlsberg glasi sem ég stal handa honum á Vegamótum, London Calling með The Clash og svo persónulega áprentaðan bol sem stendur á „Fancy Smancy"....alger snilld....svo bara eyddum við kveldinu í spjalli og þægilegheitum sem var voða gaman...og strákarnir (og stelpurnar líka reyndar) héldu áfram að hneykslast á kaddlavali mínu er ég sýndi þeim nokkrar miður skemmtilegar myndir ehehehe...þeir eru búnir að missa alla trú á mér greyin...og eiga eftir að reyna að koma mér saman með neinum ehehehhe...en gærkveldið sýndi mér bara hvað ég eftir að sakna þeirra obboslega mikið þegar ég fer út...snökt snökt...en svona er etta víst...maður verður að reyna að standa á eigin fótum og ekki alltaf hlaupa til mömmu þegar eitthvað bjátar á...vildi bara að strákarnir gætu komið með mér út...það væri snilldin eina!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: