4.4.03

Og mig langar svo...

...að blogga katóstrófískt mikið um allt sem ég hef verið að pæla í dag en ég held ég sleppi því...soldið leiðinlegt að geta ekki alltaf sagt/skrifað það sem manni finnst en ég vil alls ekki að neinn taki það illa til sín sem les þetta...maður verður víst aðeins að spá í því líka hvaða áhrif skrif manns hafa á annað fólk...

...eeen ég hef alltaf átt það markmið að skrifa skáldsögur þegar ég fer á eftirlaun en ég er að hugsa um að byrja núna...ég er reyndar oft búin að byrja...á svona fyrsta kafla hér og þar um allar trissur enda skrifa ég endalaust mikið af litlum smásögum og ljóðum...misgott en mér þykir vænt um þetta allt...held þessu samt ekki nógu vel til haga þar sem þetta er allt í mismunandi bókum hér og þar eða bara á lausum blöðum einhvers staðar...svo er sumt í tölvunni og fussumsvei...núna set ég þá reglu að halda mjög vel utan um allt sem ég skrifa...eeeen svo var ég að ákveða í dag að gera úrklippubók um þetta ár...með myndum og e-mailum og þess háttar...þetta verður reyndar frekar prævat bók og bara nánustu fá að glugga í hana en þetta verða svona pælingar hjá mér og myndir af ýmsum atburðum...er reyndar bara komin með einn atburð í filmuformi og það er náttlega Köben...en það er nú nóg hægt að skrifa um þá ferð þannig að hún fyllir soldið mikið í bókinni...gæti farið svo að þetta yrðu nokkrar bækur...en núna sem sagt geymi ég allt merkilegt sem fólk sendir mér eða þess háttar...svo náttlega síar maður út þegar maður fer að búa til bókina/bækurnar en það verður spennandi að sjá hvað kemur úr þessu verkefni..."Lífið mitt árið 2003"...

...eeen ég hef verið að spá soldið í því í dag hvað felst í því að vera skilningsrík manneskja...mér finnst ég til dæmis vera mjööög skilningsrík manneskja...ég reyni að dæma mína vini ekki og styð þá eftir bestu getu í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur...en allt á skynsamlegum nótum auðvitað...en ætli maður geti verið of skilningsríkur? Ætli maður geti verið það skilningsríkur að annað fólk nýti sér það til að leysa úr sínu tilfinningakrappi? Ég pældi mikið í þessu í dag og ég held að maður verði stundum að setja bremsu á skilninginn...sérstaklega ef maður þekkir manneskjuna ekki mikið. Að vera skilningsríkur við rangan aðila getur þýtt það að sá hinn sami getur tekið mjög auðvelda leið út úr einhverju vandamáli sem þið deilið...og það er ekki gott...nema báðir aðilar séu á sama stigi og séu að hugsa það sama. En kannski eru báðir aðilar á sama stigi en annar aðilinn bara dílar við vandamálin öðruvísi en hinn. Ég held að ég haldi bara áfram að vera skilningsrík við vini mína og styðji þá en kannski tek kunningjum mínum með fyrirvara...maður getur stundum ekki verið of skilningsríkur við manneskju sem maður vill fá eitthvað útúr því þá bakkar hún bara. En ég á soldið erfitt með að setja bremsu á mitt náttúrulega instinct því ég er soldið lamb og ég treysti fólki soldið of mikið og býst stundum við alltof miklu...eða býst allavega við meiru en ég svo fæ frá manneskjunni. Eeeen maður verður víst aðeins að stoppa og hugsa stundum og athuga hvað er best fyrir sjálfan sig...hvað er best fyrir Lilluna...

Mér er alveg sama þó enginn hafi skilið þetta...þurfti bara að létta þessari pælingu af mér...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: