31.3.03

Og núna er maður víst byrjaður...

...að hjóla í vinnuna....fyrsti dagur í dag og verð ég að segja að ég er fyrir vonbrigðum með æfinguna...langar að svitna meira og taka meira á því en það er bara miklu meira niðrímót hérna á leiðinni í vinnuna...maður tekur þá bara meira á því heim...reyndar hjóla ég ekki strax heim í dag heldur fyrst í Veggsport og svo heim...get ekki lýst því hvað ég er smart með bakpokann minn á bakinu og tvo squash-spaðana uppúr honum...endalaust töff eins og ég er alltaf því ég er svo mikill töffari af Guðs náð...

...eeeen það er svo yndislegt að hjóla...miklu yndislegra heldur en að skokka til dæmis þó það sé líka yndislegt...bara á öðruvísi hátt...þegar maður hjólar þá er maður eitt með náttúrunni og allt er svo friðsælt...hjólreiðamúsík dagsins eiga snillingarnir í Pearl Jam en ég ákvað að hlusta á diskinn Yield sem mér finnst einmitt vanmetnasti diskurinn þeirra því hann er svo þvílík snilld að það hálfa væri meira en nóg....en þegar maður hjólar þá hefur maður alveg rosalega mikinn tíma til að hugsa og það er mér kærkomið því ég ku hugsa rosalega mikið og pæli í bókstaflega ÖLLU (Óli ætti nú að kannast eitthvað við það...)...þannig að núna á ég eftir að pæla svo mikið þegar ég hjóla að ég á eftir að skilja við það þegar ég kem aftur inní heim málfólksins þannig að fólk hættir að þurfa að hlusta á mig heldur getur bara klikkað inná síðuna mína og lesið allt sem ég er að pæla...sniðugt...þetta færir stafræna öldin okkur...Lifi byltingin! Lifi margmiðlunartækni!
Stay black

Engin ummæli: