4.4.03

Og í dag er merkilegur dagur....

...því í dag er akkúrat mánuður þangað til ég flýg útí óvissuna....og í dag er síðasti dagurinn minn í squashi...og í dag er flöskudagur! Þetta er soldið mikið til að hlaða á einn dag eeeen enn þá meiri ástæða til að fagna...

...en það rættist nú bara úr deginum í gær...ég og Óli fórum út að borða í hádeginu...og útaf því að það er mjög auðvelt að gera mig ánægða þá kalla ég útað borða að fara á Pizza Hut Hut Hut ehehehe...en það var voðalega gott og líka gaman því ég hef ekkert séð Óla svo lengi því hann lærir eins og mother fucker heeheh...Salinto! Svo reyndar þurfti ég að mæta snemma uppí Monsoon...alveg klukkan hálf fimm og fyrsti kúnninn minn var svona gömul leiðinleg keddling sem hengur á manni eins og maður hafi ekkert betra að gera...hún mátaði eitt dress og það tók hana hálftíma...svo kom hún aftur í annan hálftíma og þá forðaðist ég hana því hún mundu ekkert stundinni lengur (mouhahah) og hún keypti ekki einu sinni neitt!!! Baaaa...þetta gerir mig endalaust pirraða...svo er ég líka bara komin með nett ógeð á búðarstörfum akkúrat núna...en þetta er að verða búið....eeen svo kom ég heim...gerði Nachos fyrir saumaklúbbinn hennar mömmu og plantaði mér í stóra (hóst) rúmið mitt og horfði á The Bachelorette...sem er hreinasta snilld...ekki samt eins mikil snilld og The Bachelor en samt...

...eeeen ég er hætt að setja mér vímuefnalausmarkmið fyrir helgarnar og segi frekar: Ég ætla að verða pissfuddl um helgina...hehehe...kannski ekki pissfuddl en áfengi mun koma við sögu því ég er að fara á karókíkeppni Hagkaups með Beggu, Rósu og Ásbjörgu sem eru allar snillingar miklir og skemmtilegar stelpur...leiðinlega er samt að ég má ekki syngja því ég er ekki að vinna í Hagkaup...en ég var að vinna þar...ætli það dugi...eeen það verður samt örugglega gaman að fylgjast með fólki gera sig að fífli...svo þekki ég svo marga þarna sem ég hitti sjaldan þannig að þetta verður stuð....

...eeeen núna sit ég fyrir framan tölvuna í hjólafötunum...ekki útaf því að mér finnist lykt af mínum eigin svita svo góð heldur útaf því að sturtan er upptekin...ég var búin að bíða í korter niðri og ákvað bara að fara upp og fara í sturtu á eftir...stóð þarna fyrir utan eins og kjáninn sem ég er og beið...ekki fallegt...í hjólagallanum...sem er ekki fallegur ehehehe...

...eeeeen núna segi ég bara: GLEÐILEGAN FLÖSKUDAG!!!
Stay black

Engin ummæli: