7.2.03

Og loksins loksins...

...fjárfesti ég í Nick Cave disknum nýja Nocturama...ætlaði að kaupa hann daginn sem hann kom út en þá var hann ekki kominn uppí Kringlu svo hef ég ekki haft tíma og bla bla bla en í gær keypti ég hann...skellti honum í í vinnunni ásam No more shall we part og Boatman´s call og vil ég bara þakka gellunum í Monsoon að hafa umborið mig í gær því ég veit að þær fíla hann ekkert...og reyndar voðalega lítið af tónlistinni sem ég fíla en þær leyfðu mér að spila Nick Cave í allt gærkveld...takk fyrir mig...Sonja reyndar var að fila hérna Boatman´s call doldið enda er hann alger hreinasta snilld...en ég verð að hlusta miklu betur á Nocturama í dag en mér leist samt helvíti vel á það sem ég heyrði í gær..

...og annað sem ég keypti í gær var naglastyrkir...that´s right...Lillan er hætt að naga neglurnar...reyndar fyrir alveg nokkrum vikum en ég vildi ekki blogga og djínxa það...ég er meira að segja hætt að naga skinnið í kringum neglurnar...þetta er sko stór áfangi fyrir mig...eins og að hætta að reykja og drekka kók á sama tíma næstum því...bravó fyrir mér!

...og í morgun fór ég í Veggsport og tók smá one-on-one squash lesson...sem var voðalega gaman og ég held ég hafi það rútínu á föstudögum að æfa mig í squashi í staðinn fyrir að hlaupa þessa fjóra og hálfa keis...gott að hafa smá tilbreytingu og aðeins að taka því rólega svona á föstudögum...mmm...svo er það bara nammi um helgina..en fyrst fótbolti í hádeginu í dag með skýrrörum og svo ammælispartí í kveld hjá Stínu Fínu sem er að vinna með mér...hljómar tussuvel...reyndar hljómaði það betur þegar ég og Sigga Vala ætluðum að byrja á Wall Street og fara svo beint í gleðskapinn eeeen Sigga Vala er búnað beila á því og ætlar frekar í leikfimi..fussumsvei...og ekki fer ég ein á Wall Street þannig að ég fer bara heima að leggja mig...sem er rosalega fínt líka...og ég gæti ekki beðið um neitt meira...nema það að Sonja gefi skít í lærdóminn og komi að djamma með mér...við sjáum til með það...
Stay black

Engin ummæli: