6.2.03

Og egóið...

...fékk sko búst í Veggsport í morgun...nei ekki gamla egóið hans Bubba...heldur egóið mitt...skellti mér á hlaupabrettið og fyrr en varði var Robbie Williams farinn að sereneida mig með orðunum I just wanna feel real love...og svo blikkaði hann mig og hvíslaði with you í eyra mitt...á meðan á þessu stóð var Sean Connery á hlaupabrettinu við hliðina á mér og hann sá allt sem fór okkar Robbie á milli og hann hætti í skemmtigöngunni sinni og sagði við mig að hann elskaði mig og að ég ætti ekki að láta blekkjast af yfirborðsfágun (bara fyrir Óla) og glæsileika Robbie...hann vissi að hann væri eini maðurinn fyrir mig og vildi taka mig brott á svörtu celicunni sinni og keyra að enda veraldar...eða bara útá Geldingarnes...þá var mér nóg boðið og sagði þeim báðum að ég væri búin að festa ást mína við Hugh Grant og ég gæti ekki fengið mig til þess að svíkja hann því við eigum saman svo hreina og sanna ást...

...úfff...ég held ég sofi ekki nóg á næturnar...en jæja...ég var óvinsælasta manneskja í heimi áðan í Veggsport þegar ég stillti á Popp tíví...því ég var ein á hlaupabrettinu...ég fékk illt augnaráð frá fólki sem þurfti ekki einu sinni að horfa á etta...gat bara horft á hitt sjónvarpið þar sem Ísland í bítið var blastað hátt...eeeen svo kom fleira fólk á hlaupabrettin og ég hélt að ég myndi verða drepin með augnaráðinu einu saman...og ég fann að öllum langaði að hætta að hlaupa og skipta en það kunni enginn við það og það voru allir að bíða eftir að ég skipti eða eitthvað...en ég gerði það ekki mouhahahaha...ég þarf að þola þetta Ísland í bítið alla morgna and the least everybody else can do er að þola Popp tíví einn morgunn fyrir mig...ég meina...ég er nú einu sinni kærastan hans Hugh Grant...
Stay black

Engin ummæli: