14.5.05

...Og ég á náttúrulega...

...fallegustu frænkur í heimi...





Stay black - Salinto!

13.5.05

...Og jæja...

...þá er maður kominn heim...kom heim í gærdag og það er fínt...gott að lúra í sínu eigin rúmi loksins þó að ferðin hafi verið stutt...

...ferðalagið byrjaði klukkan 5.00 síðasta föstudagsmorgun þegar ég og ektamaðurinn lögðum í hann til Leifsstöðvar...vélin okkar fór í loftið kl. 7.30 og vorum við lent í Köben um 13-leytið...klukkan 13.40 settumst við í lestina til Árósa og við tók fjögurra tíma lestarferð þar sem ansi mikið var dottað og slappað af...

...um 17-leytið gengum við út úr Hovedbanegården í Árósum og vissum ekkert hvert við vorum að fara þar sem Lilja litla tjékkaði auðvitað ekki á heimilisfanginu á gistiheimilinu...en við gengum og gengum um miðbæ Árósa sem er reyndar ekki stór og rákumst loks á kort af bænum þar sem gistiheimilið var merkt inná...við fundum það innan skamms og komum okkur fyrir í fimm fermetra herberginu sem við fengum...

...því næst héldum við út af örkinni glorsoltin en ákváðum að finna skólann minn fyrst áður en við fengum okkur að borða...það tók dágóða stund og þegar við loksins fundum veitingastað til að borða var hungrið orðið yfirgnæfandi og eiginlega hálf yfirþyrmandi...

...en veitingastaðurinn sem við fundum var ekki af verri endanum...hann heitir XL og er ástralskur og sérhæfir sig í furðulegum steikum ehehe...ég fékk mér blandaðan disk með krókdílakjöti, kengúrukjöti og emu-kjöti en ektamaðurinn fékk sér villisvín...alger snilld og áttum við það fyllilega skilið eftir ferðalagið...

...síðan var haldið í háttinn...stór dagur framundan...

...næsta dag vaknaði ég klukkan 8.00 og tók mig til og ég og ektamaðurinn röltum út í bakarí og borðuðum morgunmatinn á leiðinni í skólann...áheyrnarprufan byrjaði klukkan 10.00 með rosa fínni upphitun...síðan tók biðin við og loksins var ég kölluð inn til dómnenfndar og þurfti að fara með einleikinn minn fyrir framan 3 Rússa og 2 nemendur og eina vídjókameru...það gekk mjög vel og það kom fullt út úr mér sem aldrei hafði sést áður...síðan tók við meiri bið þangað til dómnefndin kynnti nöfn þeirra sem komust áfram í aðra umferð...Liljan var þar á meðal ásamt átta öðrum...þá tók við meiri bið...einn og einn var kallaður inn í mismunandi æfingar og viðtöl...ég var ekki tekin í viðtal heldur var látin gera einleikinn minn í nokkrum mismunandi útgáfum...

...og síðan mátti ég fara...þá var klukkan orðin 16.00...þá fékk ég mér bjór og mat með ektamanninum og við horfðum á gríðarlega spennandi fótboltaleik...því næst rotaðist ég upp á gistiheimili eftir erfiðan dag...

...en næsta dag fórum við til Köben...í stuttu máli drakk ég mikinn bjór og eyddi öllum peningnum mínum...

...nú er ég heima...tjékka á tölvupóstinum mínum nokkrum sinnum á dag og bíð eftir að skólinn gefi mér af eða á...nei eða já...ég vona að það verði á og já...
Stay black - Salinto!

10.5.05

...Og nuna er sma...

...blogg pasa i gangi thar sem eg er i Danmorku...

...klaradi inntokuprofid um helgina og bid bara eftir ad fa svar hvort eg komist inn i skola eda ekki..

...en eg skrifa meira thegar heim er komid...
Stay black - Salinto!

3.5.05

...Og hér á eftir...

...fylgir mögnuð saga...

...mamma fór í Rúmfatalagerinn í dag og á leiðinni út mætti hún Þórhalli miðli sem hún þekkir ekki baun...hann brosir til hennar...hún brosir til hans...hann vindur sér því næst að henni og spyr: "Er dóttir þín á leiðinni til Danmerkur?"...mamma svarar auðvitað játandi...þá segir Þórhallur: "Segðu henni að það eigi eftir að ganga vel"...síðan segist hann kannast við mömmu og labbar í burtu...

...fleiri urðu þau hættulegu orð ekki...ég ætla að reyna að gleyma þeim...
Stay black - Salinto!
...Og ég gerði mér...

...dagamun áðan...ég tók strætó upp í Breiðholt með fullt af farangri og fór í Breiðholtslaugina staðráðin í að synda eins og fimm hundruð metra eða svo...sem er svo sem ekki mikið...ég er bara ennþá svo slöpp eftir gubbupestina í síðustu viku...

...enníhús...þá var selvfölgelig skólasund como siempre í the pool of Wideplain þannig að það var bara helmingurinn af lauginni laus (en tókuð þið eftir frábærri tungumálanotkun..ha....ha...stelpan kann etta...)

...já...helmingurinn af lauginn var laus þannig að ég dembi mér og mínum fínu lærum ofan í og fann mér stað á milli konu með sundfit og karls sem synti eins og Neandertalsmaðurinn...magnað...við vorum þarna þrjú að synda á svæði sem rúmar venjulega bara tvo þannig að þetta var svolítið strammt...en ó well...that´s the price to pay...og þessi saga er orðin ansi löng...

...enníhús...þegar ég var búin með um 250 metra þá fannst mér búið að bætast ansi hressilega í laugina en hélt ótrauð áfram...þegar ég átti tvær ferðir eftir komst ég varla fyrir...þá vorum við um það bil tíu að synda á þessum sama punkti...uuuurg...þið getið ímyndað ykkur pirringinn...

...það er óþolandi að það séu ekki neinar reglur um sundbrautir...auðvitað hefði þetta pakk sem eyðilagði fyrir mér sundafslöppunina bara átt að bíða á hliðarlínunum á meðan við sem vorum á undan í sundið kláruðum okkur af...svo er þetta allt gamalt fólk upp til hópa sem sér ekki neitt eða er pirrað á ungu fólki og syndir miskunnarlaust á mann...til að kenna manni lexíu..."Í þessari laug ræður aldur og hrukkur vinan...ekki hver kom á undan"...

...en það var gaman í sundi...eftir sundi rölti ég heim í afmælisboðið sem var alltof vel veitt...dýrindisgrillkjöt með PikNik (sem er by the way ekkert gott nema bara með grillmat) sem ég skaffaði...salati...kartöflusalati og góðum sósum...í eftirrétt toppaði mamma sig með gómsætri ostaköku og karamellu- og pekanhnetuís sem er of góður til að vera raunverulegur...

...einn dagur í sumarfrí...
Stay black - Salinto!
...Og hann á afmæli í dag...

...hann á afmæli í dag...hann á afmæli hann pabbi...hann á afmæli í dag...

...jeeeey...grillveisla í kvöld í Yrsufellinu...mmmm...það er svo gaman þegar einhver á afmæli...
Stay black - Salinto!

30.4.05

...Og í dag...

...fór ég í fyrsta áheyrnarprófið mitt...til að komast í skólann The Royal Scottish Academy of Music and Drama...snilld...

...mér fannst mér ganga mjög vel og var mjög sátt við hvernig ég gerði allt...gerði mitt besta...meira get ég ekki...mér leið ekkert smá vel þegar ég kom út úr prófinu...ég lagði það alveg til hliðar...var ekkert að velta mér upp úr þessu...fór í Kolaportið og síðan í síðdegisöllara með Siggu Völu V og co á Vegamótum...

...nú tekur biðin við en næsta próf er 7. maí út í Danmörku í Gitis Scandinavia og 22. maí fer ég í próf hér í Reykjavík fyrir Academy of Live and Recorded Arts sem er í London...

...fannst svolítið gaman að kennararnir úr skoska skólanum voru mjög impressed yfir hinum skólunum sem ég var að sækja um sem ég var nokkuð ánægð með...það staðfesti að þetta eru virktir skólar og svona...
Stay black - Salinto!

28.4.05

...Og ég og...

...Eva litla fórum á biómynd í gær sem ég kann ekki almennilega að útskýra...furðulegt þegar myndir gera mann orðlausan...

...við fórum á myndina The Woodsman á Iceland International Film Festival með Kevin Bacon, Cyru Sedwig og Benjamin Bratt...



...ég get eiginlega ekkert sagt nema að ég mæli með henni...ég vissi um hvað hún fjallaði en mér datt aldrei í hug að myndin myndi hafa svona djúpstæð áhrif á mig...mig langaði oft að öskra...tala við skjáinn og grátbiðja aðalpersónuna um að gera ekki það sem hún ætlaði eða langaði að gera...magnað...
Stay black - Salinto!

26.4.05



...Og út af því...


...að ég er veik í dag þá hef ég löglega afsökun fyrir því að vera hooked á scrabble á netinu...

...er það ekki?
Stay black - Salinto!
...Og...

...arg núna er tími til að öskra...

...ég lét loksins undan og downloadaði hinu yndislega væmna og ömurlega lagi I don´t wanna run away með Daniel Bedingfield...fuss...

...sorglega er að mér finnst þetta lag gjörsamlega æðislegt...
Stay black - Salinto!
...Og dagurinn í dag...

...byrjaði ekki beint vel...

...í gærkvöldi fékk ég smá í magann eftir mat sem ágerðist greinilega yfir nóttina og klukkan 7 í morgun hljóp ég inn á klósett og ældi...gaman að því...leið eins og soðinni ýsu og fékk mér smá appelsínusafa í von um að laga magann svo ég gæti farið í vinnuna...klukkutíma seinna kom appelsínusafinn til baka og þá ákvað ég að vera heima í dag...

...fyrri partur dags var ömurlegur...ég hafði ekki lyst á neinu og var mjög svo máttlaus og með höfuðverk og svoleiðis skemmtilegheit...núna er ég á bataleið og aldrei að vita nema maður kíki aðeins upp í vinnu seinni partinn þar sem Birta er í umbroti í dag og ég með stóra viðtalið...vil endilega fylgjast aðeins með því...

...ömurlegt að maður geti bara ekki setið heima og slappað af og verið veikur án þess að hafa áhyggjur af vinnunni...kannski er hún bara svona rosalega skemmtileg...
Stay black - Salinto!

24.4.05

...Og það er komin...

...ný könnun í dálkinn könnun...
Stay black - Salinto!
...Og ég horfði...

...á myndina Spellbound um helgina...þvílík bíóhelgi...byrjaði á henni á föstudag...sofnaði...og kláraði hana á laugardagsmorguninn...

...ég og ektamaðurinn ætluðum alltaf á hana á bandarískum indí bíódögum en það er magnað hvað maður er latur við að fara í bíó þegar maður fær ókeypis...

...en ég mæli með Spellbound...heimildarmynd um krakka í Bandaríkjunum sem taka þá í stafsetningarkeppni...ég var farin að halda með þeim öllum...en í þessari mynd kom fyrir frábær setning sem ég er að hugsa um að gera að einkunnarorðum mínum:

"If I had blood pressure it would have rocketed sky high."

Stay black - Salinto!

23.4.05

...Og ég fór á...

...15.40 sýningu á Hotel Rwanda áðan...meeen...ég hágrét næstum því allan fyrrihlutann...gjörsamlega mögnuð mynd sem ég mæli tvímælalaust með...

...annars erum við ektamaðurinn búin að vera mjög löt við að sækja kvikmyndahátíðina...bara búin að sjá Hótelið...Napolean Dynamite og Garden State...langar enn að sjá Et Häl I Mit Hjerte, Downfall og La Mala Educación eftir meistara Almódovar...mmm...mig langar í allar myndirnar hans á DVD...mæli sterklega með einni af hans fyrstu myndum...Pepi, Luci, Bom y otras chicas de montón...brilliant mynd...sem og La carne tremula...Todo sobre mi madre og síðast en ekki síst Hable con ella sem er algjör snilld...ein magnaðasta mynd sem ég hef séð á ævinni...

...og fyrst maður er kominn út í spænskuna þá er vert að minnast á Javier Bartem sem er just lovely...hann lék einmitt í La carne tremula og frábærri mynd sem heitir Días Contados sem fjallar um ETA...hann fer líka á kostum í Entre las piernas en sumir muna kannski eftir honum í Collateral með Tom Cruise og Jamie Foxx...

...sem minnir mig á yndislega mynd sem ég sá út í Granada í skólanum...La lengua de las mariposas...eða tungumál fiðrildanna...hún er yndisleg feel good mynd sem allir ættu að reyna að sjá...eftir hinn yndislega Alejandro Amenabar...

...hann gerði líka myndina Tesis sem var sýnd hér fyrir nokkrum árum á spænsku bíódögum...mæli með henni...mjög spennó...

...skrýtið að ég tali svona mikið um bíómyndir þar sem mér finnst leiðinlegt í bíó...en mér finnst spænskar myndir æði...það er svo flott að heyra flotta spænsku talaða...ætli maður skelli þá ekki Abre Los Ojos í tækið í kvöld...sem er einmitt eftir Amenabar vin minn...
Stay black - Salinto!

21.4.05

...Og eftir nokkra tíma...

...mun ég standa upp á sviðinu í Loftkastalanum að hrista á mér rass og aðra fallega útlimi...nemendasýning World Class byrjar klukkan 17.00...úje beibí...

...datt reyndar á æfingu í gær...kannski út af því að hún var fjórir tímar...jisús góður...maður var svona smá þreyttur þegar maður kom heim...ég verð að segja það...

...en eftir að rassinn á mér snerti gólfið í gær náði ég mér á strik og dansaði eins og ég ætti lífið að leysa...reyndi að hrista rassinn á mér sem allra mest svo það liti út eins og ég vissi í rauninni hvað ég væri að gera...gott trix...fékk meira að segja props frá kennaranum sem sagði að ég væri að standa mig mjög vel...ha ha...i fooled her...

...en ég elska að vera upp á sviði...sterk ljósin á mér...fullur salur af fólki...búin að borga sig inn til að sjá mig...og reyndar svona hundrað stelpur í viðbót...en sviðið er minn staður...ég fæ einhverja óútskýranlega tilfinningu þegar ég er þar uppi og allt verður ofurskýrt...ég man öll sporin mín...eða texta ef um leikrit ræðir...og allt í einu meikar allt rosalega mikið sense...magnaður andskoti...en ég er með smá stresskúlu í maganum líka...en hún er svo lítið...ég sting bara gat á hana...en þá kannski flýg ég upp eins og sprungin blaðra...ja...ég verð bara að taka þann sjéns...
Stay black - Salinto!

19.4.05

...Og mér finnst eins og...

...heimurinn hafi eignast konung í dag vegna æsingsins um kjör nýs páfa...

...og hann er nasisti viti menn...og 78 ára í þokkabót...hann ætti eiginlega að vera dauður...hann er samt krúttlegur karlinn...verð að viðurkenna að mér finnst hann svolítið old school rokkaralegur..og afskaplega dularfullur og jafnvel smá scary...alvöru karlmaður....gæti jafnvel verið kvennagull 21. aldar...hmm...já...
Stay black - Salinto!
...Og ég trúi ekki...

...að sjálfur Jack Bauer eigi íslenska kærustu...og það er ekki ég...

...sorglegt en satt þá er ég frekar abbó í dag...í hvert skipti sem ég lít niður á DV þá verð ég hálf klökk...skil ekkert í þessu...
Stay black - Salinto!

15.4.05

...Og vekjaraklukka...

...ektamannsins er gjörsamlega óþolandi...jisús góður...einhver óhljóð úr voða fínum Sony Ericsson síma...ég get orðið svo pirruð stundum á morgnana að það er ekki fyndið og þruma svo út úr mér ókvæðis orðum eins og "Höskuldur! Viltu slökkva á þessu andskotans drasli!!!" eða eitthvað álíka þegar mig langar í raun að segja "Helvítis, djöfulsins, fokkíng vekjaraógeð. Ef þú slekkur ekki á þessu Höskuldur þá mun ég drepa einhvern í dag...og það gæti orðið þú!"...

...en nú er komin helgi og engin helvítis vekjaraklukka...bara ferming á morgun og leiklistar- og dansæfing á sunnudaginn...stíft prógramm...
Stay black - Salinto!
...Og ég held...

...að ultimate sönnun þess að Idolið er bara fyrir talent sem vill láta gleyma sér er Djúpa laugin áðan þar sem Helgi sæti Rafn var spyrillinn...sorglegt...

...annars fékk ég aulahroll allan tímann sem ég fylgdist með þessum þætti sem voru svona fimm mínútur in total...og ótrúlegt en satt þá fannst mér Helgi Idol standa sig betur en Gunnhildur í kynnastarfinu...en það kemur...hann er náttúrulegra sjóaðri...eftir Idolið...great career move...
Stay black - Salinto!

14.4.05

...Og ég komst endanlega...

...að því í dag að ég get ekki fyrir mitt litla líf verið reið eða rifist við fólk sem ég er pirruð út í eða hefur gert eitthvað á minn hlut...ég er bara alltof auðmjúk og læt ganga yfir mig...

...þetta þarf ég að laga...þó það sé svo sem gaman að vera nice...but there is such a thing as too nice...
Stay black - Salinto!

13.4.05

...Og ég og Íris...

...erum svo samstilltar og stíliseraðar...svo ekki sé minnst á frábærar og meiriháttar...

...í gær fórum við í Skarthúsið því ég þurfti að kaupa mér hatt og grifflur fyrir danssýninguna sumardaginn fyrsta...nota bene þá er hún í loftkastalnum og hægt að kaupa miða á loftkastalinn.is ef þið viljið sjá mig hrista mig og skekja í alvöru...

...enníveis þá fórum við Íris í Skarthúsið og rákum augun í kínaskó í alls konar litum á mjög góðu verði...Íris keypti sér eitt par græna og ég túrkís bláa...

...ég mæta í vinnuna í dag auðvitað í nýju skónum og jakka í stíl sem ég keypti mér í Spúútnik í gær...svo þegar Íris mætir í vinnuna er hún í grænu skónum og grænum bol í stíl...vá hvað við erum frábærar...enda eigum við eftir að verða heimsfrægar...
Stay black - Salinto!

12.4.05

...Og allt í einu...

...er ég orðin voðalega skotin í Loga Bergmanni...furðulegt...
Stay black - Salinto!
...Og árshátíðin var...

...um...já...hvað get ég sagt...minnið er ekki upp á marga fiska...

...en auðvitað var hún skemmtileg...eina sem skyggði á daginn var að það var keyrt á mig...einhver kona fór yfir á rauðu ljósi og bombaði inn í hliðina á mér...ég er ómeidd en greyið EB 298 er ekki eins hress...öll bílstjórahliðin í maski...samt hægt að keyra hann...vonandi fáum við hann bara borgaðan út...

...eeen árshátíðarfílíngurinn byrjaði í fyrirpartíinu hjá Mörtu Maríu þar sem vínið flæddi um hólf og gólf...Sing Star var á svæðinu og auðvitað tók ég nokkur lög...síðan var haldið í Perluna í rútu og eftir að hafa stigið inn í rútuna man ég lítið...ég hitti Írisi og sagði víst við hana orðrétt "Verum klikkaðar" og viti menn...það gekk eftir...

...ég man bara eftir að pissa næstum því í mig af hlátri af öllu og öllum...borðaði matinn minn á þrem mismunandi borðum og var bara í almennu stuði...er ekki frá því samt að ég hafi talað aðeins of mikið við mikilvæga menn hér innanhúss en who cares...

...ég og Íris vorum ótrúlega skemmtilegar þetta kvöld...að við höldum...og við ætlum að halda okkur við það að vera klikkaðar og skemmtilegar því við erum bestar í því...í kvöld er það síðan Eldsmiðjan þar sem skipst verður á slúðri og Íris getur vonandi fyllt inn í nokkrar eyður...eða nokkuð margar eyður...eiginlega bara allt kvöldið...
Stay black - Salinto!

9.4.05

...Og í kvöld...

...er árshátíð...

...þessi síðasta vika er búin að vera kreisí út af því...ég var beðin um að vera tengiliður á milli grínblaðsins og grínvídjósins sem verður að vera samhæft svo allir skemmti sér...en það var hægara sagt en gert og vaknaði ég upp í morgun fárveik þar sem ég var búin að vakna alla vikuna kl. 6 og koma heim til mín seint og um síðir...einhvern veginn náði ég að fara átta sinnum í ræktina...ekki spyrja hvernig...

...en árshátíðin í kvöld leggst bara vel í mig fyrir utan ógeðslega hóstann sem ég er með og hausverkinn...

...dagurinn er frekar pakkaður eftir hádegi...þarf að fara upp í Perlu að ganga frá nokkrum hlutum fyrir grínblaðið...síðan er það förðun...svo þarf maður að taka sig til í fötin og skartið og beint í partí til Mörtu Maríu tískugúrús þar sem vín mun flæða í boði fyrirtækisins og rúta sækir okkur...auðvitað í boði fyrirtækisins...ég elska að vinna hjá ríku fyrirtæki sem heldur að heimurinn sé ostran þeirra...eða eitthvað þannig...best að nýta sér það áður en halla fer undir fæti...
Stay black - Salinto!

8.4.05

...Og ég skil ekki...

...af hverju Hildur Vala Idol stjarna er látin syngja lag sem Stefán Hilmarsson samdi um nýfædd barn sitt...hmm...hvernig í ósköpunum á hún að geta "relate"-að við það?

...annars skil ég ekki af hverju þær Heiða þurftu að syngja þetta lag á úrslitakvöldinu...hver valdi það aftur...já Jón Ólafsson...og hver samdi lagið...jú ég held að það hafi verið Jón Ólafsson...ótrúlegt...

...svo er þetta hryllilega leiðinlegt lag í þokkabót...
Stay black - Salinto!