21.4.05

...Og eftir nokkra tíma...

...mun ég standa upp á sviðinu í Loftkastalanum að hrista á mér rass og aðra fallega útlimi...nemendasýning World Class byrjar klukkan 17.00...úje beibí...

...datt reyndar á æfingu í gær...kannski út af því að hún var fjórir tímar...jisús góður...maður var svona smá þreyttur þegar maður kom heim...ég verð að segja það...

...en eftir að rassinn á mér snerti gólfið í gær náði ég mér á strik og dansaði eins og ég ætti lífið að leysa...reyndi að hrista rassinn á mér sem allra mest svo það liti út eins og ég vissi í rauninni hvað ég væri að gera...gott trix...fékk meira að segja props frá kennaranum sem sagði að ég væri að standa mig mjög vel...ha ha...i fooled her...

...en ég elska að vera upp á sviði...sterk ljósin á mér...fullur salur af fólki...búin að borga sig inn til að sjá mig...og reyndar svona hundrað stelpur í viðbót...en sviðið er minn staður...ég fæ einhverja óútskýranlega tilfinningu þegar ég er þar uppi og allt verður ofurskýrt...ég man öll sporin mín...eða texta ef um leikrit ræðir...og allt í einu meikar allt rosalega mikið sense...magnaður andskoti...en ég er með smá stresskúlu í maganum líka...en hún er svo lítið...ég sting bara gat á hana...en þá kannski flýg ég upp eins og sprungin blaðra...ja...ég verð bara að taka þann sjéns...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: