23.4.05

...Og ég fór á...

...15.40 sýningu á Hotel Rwanda áðan...meeen...ég hágrét næstum því allan fyrrihlutann...gjörsamlega mögnuð mynd sem ég mæli tvímælalaust með...

...annars erum við ektamaðurinn búin að vera mjög löt við að sækja kvikmyndahátíðina...bara búin að sjá Hótelið...Napolean Dynamite og Garden State...langar enn að sjá Et Häl I Mit Hjerte, Downfall og La Mala Educación eftir meistara Almódovar...mmm...mig langar í allar myndirnar hans á DVD...mæli sterklega með einni af hans fyrstu myndum...Pepi, Luci, Bom y otras chicas de montón...brilliant mynd...sem og La carne tremula...Todo sobre mi madre og síðast en ekki síst Hable con ella sem er algjör snilld...ein magnaðasta mynd sem ég hef séð á ævinni...

...og fyrst maður er kominn út í spænskuna þá er vert að minnast á Javier Bartem sem er just lovely...hann lék einmitt í La carne tremula og frábærri mynd sem heitir Días Contados sem fjallar um ETA...hann fer líka á kostum í Entre las piernas en sumir muna kannski eftir honum í Collateral með Tom Cruise og Jamie Foxx...

...sem minnir mig á yndislega mynd sem ég sá út í Granada í skólanum...La lengua de las mariposas...eða tungumál fiðrildanna...hún er yndisleg feel good mynd sem allir ættu að reyna að sjá...eftir hinn yndislega Alejandro Amenabar...

...hann gerði líka myndina Tesis sem var sýnd hér fyrir nokkrum árum á spænsku bíódögum...mæli með henni...mjög spennó...

...skrýtið að ég tali svona mikið um bíómyndir þar sem mér finnst leiðinlegt í bíó...en mér finnst spænskar myndir æði...það er svo flott að heyra flotta spænsku talaða...ætli maður skelli þá ekki Abre Los Ojos í tækið í kvöld...sem er einmitt eftir Amenabar vin minn...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: