11.9.03

...Og núna er orðið svona eilítið...

...leiðinlegt að vera atvinnulaus og er það stefnan að verða komin í vinnu á mánudaginn...gott takmark finnst mér...maður er víst búnað vera að sækja eitthvað um en fær ekkert svar...ætli maður endi ekki á því að steikja hamborgara á Staldrinu...ekki beint það sem ég ætlaði mér að gera í lífinu en kannski ágætis tilbreyting að lykta alltaf eins og 2 daga gömul franska með tómatsósu og kryddi...

...sérstaklega er þó leiðinlegt að hafa ekkert að gera þegar er svona vont veður...reyndar hef ég náttlega fullt að gera því ég er orðin svo dugleg að finna uppá einhverjum sniðugum verkefnum...er til dæmis búnað taka til á skrifborðinu mínu og koma öllum geisladiskum og vídjóspólum á góðan stað...svo tók ég aðeins til í skápnum mínum en ég er ekki nærri því hálfnuð því ég er safnari dauðans...usss...hlutirnir sem að ég tými ekki að henda...

...svooo er maður orðinn Veggsport crazy náttlega...tvisvar á dag kemur skapinu í lag eins og einhver sagði einhvern tímann...oooog búnað fara núna tvo síðustu daga í hádegismat einhvers staðar útí bæ þannig að maður er orðinn nettur snillingur í að drepa tímann...en fínt væri nú að fara að fá smá festu og stöðuleika (er það ekki nákvæmlega það sama?!)...mér finnst það nú samt eitthvað merki um að maður sé kominn á grafarbakkann en það verður þá víst bara að hafa það...

...jááá...með hádegismatinn...þá fór ég í hádeginu í gær og hitti gamlan vinnufélaga með Siggu Völu...við mæltum okkur mót við hana Kristínu...eða reyndar mælti Sigga Vala sér mót við hana og mér var boðið með...lucky me sko....við skelltum okkur á Vegamót...mmm...ég hef sko aldrei borðað þar áður og deeeeeem það var gott...í fyrsta lagi var allt á matseðlinum ógeðslega girnilegt...meira að segja fiskurinn sko...en ég fékk mér alveg jömmí pasta og ætla pottþétt að fara þangað aftur að borða...þ.e.a.s. ef maður fer að þéna einhverja peninga á næstunni...eeen allavega þá var ég náttlega ekkert búnað hitta hana Stínu Fínu síðan maður hætti í Skýrr þannig að það var fínt að catcha smá upp með henni...

...eeeen í dag var stefnan tekin á Grænan Kost með mínum iðilfögru systrum og þar var maturinn sko ekki verri...og systur mínar svona þrælheppnar að ég er bara ennþá með keddlingabílinn hennar múttu því hún er svo veik þannig að ég gat sótt og skilað þeim aftur í sína vinnu á mettíma...oooo...hver vill ekki eiga systur/vin/kærustu eins og mig...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: