29.3.03

Og í kvöld er...

...laugardagskveld og mig langar að djamma...en í staðinn fer ég á rólegt kaffihúsakveld með Fancy og kannski Paulsen ef heppnin er með okkur...sem er voða fínt því Fancy er einn af mínum bestu vinum og ein fallegasta manneskja sem ég þekki og Paulsen er nú ekki af verri endanum heldur...I´m a lucky lady vúhú...miklu skemmtilegra að hanga með þeim en að vera fuddl og vitlaus...en ég er nú reyndar farin að finna aðeins á mér og klukkan er ekki orðin hálf níu...er búin að stúta tveim bjórum og var að blanda mér White Russian og drekk hann með lakkrísröri eins og einn góður maður sagði mér að gera fyrir helgi...kaddlinn sá er seldi mér lakkrísinn hehehe...þú veist hver þú ert (sumum finnst óþægilegt að vera nefndir á nafn í blogginu þannig að við köllum hann bara lakkrískaddlinn)...og White Russian-inn er góður...minnir mig á Köben sem er gott því það eru skemmtilegar minningar...mikið af White Russian og Carlsberg nammi namm...en talandi um lakkrís þá er lakkrís svo góður að það hálfa væri nóg...ef ég þyrfti að velja mér 3 uppáhaldsgotterí þá væri það ís númer 1, haribo mix númer 2 og svo kæmi lakkrísinn...mmm..íslensku apollo lakkrís er náttlega bestur....

...en ég var að fatta hvað ég á eftir að sakna litlu hlutanna hérna á Íslandi...eins og að mæta þunn í vinnuna og fá mér Egils Grape sem er by the way besti gosdrykkur í heimi...ásamt Egils Kristal með sítrónubragði..mmmm...nammi namm...that I will miss...þá vitiði hvað þið eigið að senda mér fólk ehehehe...

...eeen ég er að hugsa um að fara að lifa lífinu eftir páskaeggjamálsháttum...hehehe..keypti mér lítið málsháttaregg í dag og fékk sérdælis prýðilegan málshátt...sem er vert að lifa eftir og passar vel inní allt núna...þannig að ég held ég haldi þessu áfram...byrja daginn á páskaeggi...reyndar er það nú frekar fitandi þannig að þetta er ekkert voðalega gott plan...kannski ég kaupi mér eitt páskaegg á dag til páska og skoði málsháttinn en borði ekki páskaeggi og svo á ég fullt af páskaeggjum um páskana og dett ærlega í það ehehehe...ég elska páskaegg mmm...gleymi því aldrei þegar ég var að kynnast Ormi og við vorum ekki byrjuð saman og hann gaf mér páskaegg einn daginn (við kynntumst um páska)...þann dag fannst mér hann sætasta manneskja í heimi...það var frábært hehehe...hint hint til ykkar allra þarna úti sem viljið heilla mig um páskana...gefa mér páskaegg ehehehe...segi svona...eeen ég er að hugsa um að hætta að blogga undir áhrifum áfengis..maður verður svo ástleitinn eitthvað þannig að maður gæti endað á því að segja einhverja bölvaða vitleysu sem maður á eftir að sjá eftir...en njótið áfengisbloggsins míns...aldrei að vita nema ég geri þetta einhvern tímann aftur...maður er svolleis tvisvar sinnum fljótari að tæpa svona hífaður...
Stay black

Engin ummæli: