25.3.03

Og í dag...

...hjólaði ég í vinnuna....hann Gunnar tók hann Gunnar (bílinn sko) því hann er farinn að leka glussa og ég ákvað að taka smá prufukeyrslu í vinnuna á hjólinu því í næsta mánuði mun ég hjóla hingað á hverjum degi....sem leggst vel í mig því það er svo gaman að hjóla...maður er svo einn í heiminum eitthvað...skemmtilegra hefði nú verið samt ef ekki hefði verið snjór á göngustígunum...en það var svo sem ekkert alvarlegt...en þetta var æðislegur morgunn...var bara með Cure-Greatest Hits í eyrunum í góðum fílíng...ég er búin að komast að því að það er mín work out music sko...algerir snillingar! Svo skellti ég mér bara í sturtu hérna í vinnunni...sem er nú ekki uppá marga fiska en rennandi vatn og sápa er nóg fyrir mig...þoli bara ekki að ég er með geðveika speglafóbíu þannig að ég ímynda mér alltaf að það séu speglar inná klósettum og solleis þannig að ég þorði ekkert að horfa í spegil fyrr en ég var fyllilega klædd...þetta er mjööööög óþægileg fóbía og örugglega alveg óþarfi svona oftast allavega...en hjólreiðarnar leggjast vel í mig og verða kærkomin tilbreyting í líf hlauparans...
Stay black

Engin ummæli: