28.3.03

Og enn er hjarta mitt fullt af...

..gleði og bjartsýni því dagurinn í gær var alveg jafnskemmtilegur og dagurinn á undan honum....byrjaði daginn á góðu skokki og fór svo í vinnunna sem er nú alltaf voðalega gaman...svo í hinni vinnunni minni keypti ég mér skyrtu og var bara að dúlla mér að laga til í skartinu og svona nice djobb...svo var náttlega Bachelorette um kveldið og svona...en skemmtilegast var nú að fara með honum Fancy í mat...hann er nebblega á Securitas námskeiði hérna rétt hjá mér þannig að í hádeginu pikkaði ég hann upp og við fórum á Tex Mex sem var muy bien...Fancy var í öryggisbúningnum og verð ég að segja að ég átti í erfiðleikum með að hemja mig þegar ég sá hann í flottu svörtu glansbuxunum og ljósbláu skyrtunni...en mér tókst það nú samt...svo gerðist nú annað skemmtilegt í gær...ég rölti inní Skífuna eins og vanalega á fimmtudögum áður en ég mæti í vinnuna og viti menn...það er byrjað að selja 9. seríu af Friends...og þar sem ég á allar hinar átta þá keypti ég mér fyrstu spóluna í 9. seríu...aaaa...æðislegt...ég var einmitt að hugsa hvað það var leiðinlegt að ég gæti ekki keypt mér meiri Friends...þannig að þessi dagur var aldeilis frábær og dagurinn í dag lofar allavega góðu...byrjaði daginn á að heyra Disco 2000 með Pulp sem er náttlega bara snilld!! Svo fór ég í Veggsport og tók squash- og körfuboltaæfingu...ég elska föstudaga íþróttalegaséð...þeir eru svo fjölbreyttir...squash og karfa á morgnana...fótbolti í hádeginu og svo squash seinni partin...I luuuuv it!...

...eeen á næstunni horfir fram á mikla vinnu...er að vinna allar helgar þangað til um páskana...þá á ég líka langt frí...en ég bað um mikla vinnu því mar verður nú að massa þessi búðarstörf áður en maður fer út...sem er by the way eftir rétt rúmlega mánuð...íha! Ég get ekki beðið núna...hlakka samt eiginlega mest til að fara til Finnlands...that´s weird...hef alltaf haft einhver sægik tengsl við Finnlands...don´t know why...

...eeeen núna er komið að þessu vikulega...gleðilegan flöskudag!!!!
Stay black

Engin ummæli: