22.3.03

Og djöfull var þetta suddalegt fyddlerí í gær....

...meeen ó meeeen....Dísa skvís hans Dóra móra hringdi í mig þegar ég var nývöknuð í gærkveldi og spurði hvort mig langaði að kíkja á lífið...og ég sagðist ætla að sjá til því ég var svona mygluð light og ekki alveg í stuði þannig að ég bjóst ekki við því...svo snerist mér hugur og ég reyndi að gera mig soldið sæta (sem gekk svona la la...betur en vanalega allavega) og ætlaði nú að skella mér á lífið en vera á bíl því ég er að vinna alla helgina...þá sagði Dísa mér að við fengum far í og úr bænum þannig að ég skellti í einn White Russian í krukku og kippti með mér kippu af fríhafnarcarlsberg...og drakk og drakk og drakk og spjallaði og drakk með Dísu og frænku hennar Mæju sem er að fara að gifta sig í sumar og hún er jafngömul og ég (!!)...soldið veruleikasjokk það en rosa fín stelpa og virtist vera svona þokkalega well together þannig að hún er eflaust að gera það rétta...en svo þegar við vorum orðnar fuddlar þá skelltum við okkur niðrá Hverfis þar sem við hittum Dóra, Togga og Guðjón og tilltum okkur hjá þeim...Hverfis var alveg að gera sig...kannski útaf því að maður var í góðra vina hópi...og dj-inn spilaði Cure fyrir mig...eeeeen við kíktum svo á Vegó þar sem Gunni barþjónn úr FB fær stórt rafrænt knús fyrir að vera alltaf svona mikið krútt að gefa manni drykki...bauð okkur uppá einhver skot og læti...alger músí...inná Vegó var nú ekki margt um manninn en þar hitti ég nú samt sæta Hanz gaurinn og spjallaði lengi vel við hann...svo var aðeins kíkt á Hverfis þar sem litla lambið hún Lilla var kýld...eða næstum því...það var gaur sem réðst á mig og náði smá að dangla í mig...ef litli sæti Hanz gaurinn hefði ekki haldið honum aftur þá væri Lillan með myndarlegt glóðurauga í dag því sækó gaurinn er sterkur og illur...algert helvítis fífl...eeeen svo var bara eftirápartí dauðans og Lillan var komin heim rúmlega níu...skellti í sig frönskum og sturtu og dreif sig í vinnuna...svona netthífuð og skemmtileg og sit nú hér og er að furða mig á því að ég stend enn í lappirnar...en mamma er að elda hamborgara og franskar...ef ég á ekki bestu mömmu í heimi þá veit ég ekki hvað...

...en fyndið hvað síðustu 3 vikur eru búnar að vera roooosalega súrealískar...vegna ýmissa atburða sem ég fer nú ekkert nánar útí en mér finnst eins og ég sé að horfa á sjálfa mig gera alls kyns hluti sem ég hélt ég fengi aldrei tækifæri á að gera...lítið dæmi um það er að ég skoraði mark í gær í fússball með vinnufólkinu...ég hef aldrei skorað mark á ævinni og er ég því í sjöunda himni...en ég fíla alveg þennan súra veruleika sko...en ég held samt að maður verði nú aðeins að fara að festa sig á jörðina og gera hreint fyrir sínum dyrum...eeeen ekki samt alveg strax....það er alltof gaman að lifa og hrærast í súra veruleikanum...
Stay black

Engin ummæli: