17.3.03

Og helgin var...

...aaaaalveg frábær!!! Ef þetta er ekki ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í þá veit ég ekki hvað...og ekki spillir nú fyrir að mar fékk etta frítt...kannski svartur punktur er að kreditkortinu mínu var lokað um miðjan laugardaginn...ekki vegna ofneyslu heldur vegna heimsku Dana að biðja um PIN númer þegar maður verslar í búð..hvað er það? Ég verð að opna það í dag...eða kannski sleppi ég því bara...neeee...held ekki...eeeen leiðinlegt var að það þurfti að halda mér uppi á laugardaginn og drakk ég þ.a.l. frítt allan daginn...og kveldið...og ég drakk sko ekkert lítið ha ha ha...en maður reynir nú að borga sem flestum sem ég man eftir...annars getið þið bara haft samband við mig ha ha ha...

....eeeen Köben var æði og ISO er nú loksins lokið...ennþá á eftir að merge-a listann..þ.e.a.s. okkar Siggu Völu og áhugasamir geta þá bara haft samband í lok vikunnar eða eftir næstu helgi...endaspretturinn var mjööög góður og staðfesti ennþá fremur þvílík glæsimenni vinna hér með okkur...

...eeen ég veit ekki hvað meira ég á að segja um þessa helgi...margt skemmtilegt gerðist og voðalega lítið leiðinlegt gerðist og ég þambaði White Russian eins og mér væri borgað fyrir það (enda keypti ég mér kahlua og vodka í fríhöfninni...verst þeir selja ekki rjóma þar)...ég fékk mér Cosmopolitan eins og í Sex and the City og Unagi eins og í Friends (don´t worry...ég tók mynd af því) þannig að ég gerði alveg obboslega margt sem mér hefur lengi langað til að gera en aldrei komið í verk..þannig að þetta var eins konar helgi hinna óloknu atburða...

...ég vil bara nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim frábæru manneskjum sem urðu til þess að helgin hjá mér varð svona meiriháttar...þið eruð öll yndisleg og hérna kemur eitt stórt knús og einn stór koss frá mér...samt ekkert of blautur *blikk* *blikk*...nenni ekki að þylja upp allt sem ég gerði...segi bara að þetta var ein skemmtilegasta ferð lífsins og ég vildi bara að ég hefði framlengt....buhuhu...en núna er maður mættur til vinnu og verður nú aðeins að slúðra smá...myndir koma svo þegar rennur af mér...
Stay black

Engin ummæli: